Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 8
240 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í Delfi. I forngríska bænum Delfi með hofinu fræga og vjefrjettinni, eru nú í sumar sýndir hinir æfargömlu sjónleikar Forngrikkja. Leikarnir fóru fram á hringleiksviði, sem bygt var á 4. öld fyrir Krist. Rúm miljón manna hafa horft á leikana. eru • nemendur Vogts. Einn þeirra dvelur nú heima, Volf- gang Mohr, og fleiri hafa í huga að sækja ísland heim. Það eru ekki einungis Þjóð- verjar, sem sækja deildina. — Nú eru þar t. d. tveir Amerík- anar og einn Skoti. Það er venja hjer, að hver deild held- ur fagnað hvert skólamissiri, og er þá boðið piófessotum og ýrris um nemendum úr öðrum deild- um. Jeg hefi tvisvar tekið þátt í slíkum fagnaði hjá norrænu deildinni við Kielarháskóla og verið stoltur af, hversu deildin hefir sveigt alla undir ok íslenska bókmenta, sagna og kvæða. Hver nemandi af öðr- um hefir risið upp og flutt kafla úr íslendingasögum eða Eddu eða Heimskringlu — og svo prýðilega, að menn hafa hlustað hugfangnir. Það hafa með sanni verið íslensk kvöld — í framandi landi á fram- andi tungu. Og jeg hefi fundið, að stundum getyr verið gaman að vera íslendin^ur. Kiel, 12. júlí 1930. Kristinn E. Andrjesson. í ljónabúri. Fyrir 35 árum, þegar cirkus Hagenbecks var miklu minna þektur en nú, auglýsti Hagen- l eck gamli eftir kjarkmenni á þessa leið: „Sá, sem þorir að fara inn í ljónabúrið, fær 50 þúsund niörk borguð út f hönd.“ Aðeins einn maður gaf sig fram. Og Hagenbeck auglýsti á ný: „Á sunnudaginn kemur kl. 4, mun bóndinn Klaus Kalb- flejsch ganga inn í búrið til ljónanna!“ Það varð ógurleg aðsókn. Og „spenningin“ komst á hástig, þegar Hagenbeck kynti lítinn, fölleitan mann með staf í hendi: „Þetta er herra Kalbfleisch, sem ætlar að hætta á það, að fara inn í búrið til ljónanna.“ Hann leiddi því næst mann- inn að dyrunum, sem yoru úr Ste’rku stáln'eti. Ljónin .Óök'ruðu Nú er farið að grípa til tónfilmunnar þegar samningar eru gerðir fjelaga og manna á milli. Þegar Pathé fjelagið rjeði Mai’y Lewis í þjónustu sína, fóru engir skriflegir samningar fram. Það sem fram fór var tekið á tónfilmu. hvert í kapp við annað. Hagen-p beck bað rnanmnn að fara inn. Þá sagði maðurinn ósköp ró- legur: „Fyi’st vei’ðið þjer að hleypa dýrunum út!“ Hagenbeck var neyddur til þess að borga manninum launin, sem honum höfðu verið heitin. Það hafði ekkert verið tekið pfram í auglýsingunni hvort dýr- in ættu að vera í búrinu' eða ekki. — Margir áhorféndanna ui’ðu öskuvondir og heimtuðu andvirði aðgöngumiðanna aftur, en þó voru hinir fleiri, sem gerðu sig ánægða með það að hlæja að öllu saman. ísafolSarprentsmiéj^ h.f" T

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.