Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 6
238 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Ivar Kriiger í Búkarest. Sænski eldspýtnakóngurinn, Ivar Kriiger, brá sjer nýlega suður til Búkarest. Hefir hann setið þar á ráðstefnu með Carol konungi og einnig með fjármálaráð- herranum. — Það er opinbert leyndarmál, að Krúger hefir boðið Rúmenum lán, gegn því, að sænski eldspýtnahringurinn skuli fá þar einkaleyfi á eldspýtum, og ennfremur að eldspýtna- hringurinn fái sjerrjettindi til skógarhöggs í þeim skógum í Rúmeníu, sem krúnan á. íslenska þjóðlífs og tínir fjöí- margt fram, sem flestir útlend- ingar gefa engan gaum. Sumt i frásögn hans er þannig vexið, að íslenskur lesandi hnýtur um það, að þetta sje í frásögur færandi. En alt eru þetta ein- mitt íslensk sjerkenni, sem höf. hefir komið auga á, og virt fyrir sjer. Og bókin hefir í höndum höf. orðið leiðarvísir okkur íslend- ingum á mörgum sviðum í því, hvað varðveita skuli af því' gamla og hvar verði að byggja upp að nýju. Enga erlenda vini getur ís- lenska þjóðin átt betri en ein- mitt þá, sem taka sjer slík at- hugunarefni, og Jcoma athug- unum síðan í jafn aðgengilegan og skemtilegan búning, eins og Lindroth prófessor. Bók Bergströms „Island i Stöpsleven“, er safn af greinum um ísland, er hann hefir ritað í „Svenska Dagbladet", síðan hann var hjer í fyrrasumar um tíma. Minst hefir verið á greinar þessar áður hjer í blaðinu, og á það bent hve óvenjulegur blaðamaður Einar Fors Berg- ström er, hve vel og nákvæm- lega honum hefir tekist að aflá sjer þekkingar á íslenskum efnum. Lindroth prófessor getur þess í bók sinni, að hann hætti sjer ekki út á þann hála ís að skrifa um íslenska pólitík. En Berg- ström er fyrst og fremst blaða- maðurinn sem gengur beint að verkefninu, og setur sjer það mark að taka alt með — ná mynd af þjóðlífinu í 13 blaða- greinum, eins og það kemur honum fyrir sjónir. Fyrsta greinin er um Þing- velli. En síðan snýr höf. sjer að pólitíkinni hjer, flokkaskift- ingunni og lýsir nokkrum stjórn málamönnum okkar. Ýmislegt er þar skarplega athugað, en þó er ekki laust við að lesandanum finnist sem höf. hefði verið betra að fara aðeins og Lind- rcfth; að sneiða hjá flokkapóli- tíkinni. Þá er skemtileg grein um íslensku kvenþjóðina. Síðan snýr Bergström sjer að aðalefni bókarinnar, er hann með einni greininni nefnir „den isl. kulturbrytning", talar um hina ört vaxandi kaupstaði, útlit þeirra og ásigkomulag um „Nordens minsta huvudstad“, um strauminn úr sveitunum og þá er grein rituð utan um hug- takið „bóndi er bústólpi" o. s. frv. Ennfremur ritar hann um sjávarútveginn, um samgöngurn ar („Med buss og i hest kare- van“). Höf. þykirlítið skipulag á samgöngunum á landi, og vill við tökum þar sænskt fyrir- komulag til fyrirmyndar .Þá er greinin ,Det minsta kungariket1, sem að mestu leyti var þýdd hjer 1 Lesbókinni í vetur. Síðar snýr höf sjer að „utanríkismál- unum“, sajnbandi og sambúð ís lendinga við Dani og Norðmenn — og að lokum er grein um það, hve æskilegt væri, að meira menningarsamband yrði fram- vegis, heldur en verið hefir milli Svía og íslendinga. öll er bókin frá upphafi til enda skemtilega skrifuð og mýmargt er þar tilfært og tekið fram, sem erindi á fyrir íslensk augu. Bergström er framúrskar andi blaðamaður, glöggur og gætinn, skarpur og skemtinn. Þessar tvær bækur, sem hjer hefir verið minst á, stuðla áreið anlega að því, að óskir höfund- anna rætist í því efni, að við íslendingar skiljum betur en áð ur hvers gagns og góðs er að vænta af menningarsambandi og viðkynningu við hina sænaku þjóð og þjóðmenningu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.