Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 236 senda hingað myndastyttu af Leifi Eiríkssyni. Tvent gekk þeim til þess að gera þetta. I fyrsta lagi á mynd þessi að sýna virðingu yngsta lýðfrelsisríkis- ins fyrir elsta lýðfrelsisríkinu, og jafnframt er það viðurkenn- ing fyrir það, að íslendingar fundu Ameríku fyrir rúmum 900 árum. Verði þessi mynd tal- andi vottur þessa eins lengi og fsland cr til, ævarandi minnis- nierki um hetjudáð og áræði hinna fornu íslendinga! — Og verði það ætíð hvöt fyrir kom-. andi kynslóðir, sem eiga að berjast við hin ómótstæðilegu forlög, að þær setji markið hátt og taki sjer til fyrirmyndar. hreinskilni og göfugmensku þess sjófaranda, sem á nafn sitt letrað á sinn kalda stein. f nafni Bandaríkjaþjóðarinnar og sem fulltrúar hennar, kosnir af þjóðþinginu þar, og í nafni forseta Bandaríkjanna og eftir fyrirmælum hans, tilkynnum vjer hjer með þessa gjöf, sem gefin er í tilefni af 1000 ára af- mæli Alþingis íslendinga. Það var íslands sonur sem varð fyrst ur til" þess hvítra manna að finna Ameríku og stíga þar á land. Sonur íslenskra foreldra, fæddur einhversstaðar í Norð- ur-Ameríku, var hinn fyrsti hvíti innflytjandi til íslands eða Evrópu frá Norður-Ameríku.— Og fyrsta lýðfrelsisríkið, sem stofnað var í Ameríku færir nú hjer með bestu heillaóskakveðj- ur sínar og vinarkveðjur hinu elsta úýðfrelsisríki í heimi, er varð fyrst til þess, allra Norður- álfuríkja að hrista af sjer á- nauðarhlekkina. Myndin af Leifi heppna á að vera tákn sameiginlegs vilja allra þjóða, vestan hafs og aust- an, að þær dái manndáð og frels isást, að best af öllu sje að allar þjóðir jarðar bindist vináttu- böndum og styðji-hver aðra. Tveirislenskirskákmeistarar Hannes Hafstein Skákmeistari íslands. Á meðan þúsund ára afmælis- hátíð Alþingis var undirbúin af miklu kappi hjer í Reykjavík, var hið 17. skákþing íslendinga háð á Siglufirði dagana 17. til 24. maí síðastl. Skákþing ís- lendinga er hin árlega hátíð íslenskra skákmanna, og er því rjett að minnast hennar að nokkru, svo sem venja hefir verið. Að þessu sinni tefldu á skák- þinginu 14 skákmenn frá 4 fjelögum, og hafa aðeins tvisvar áður jafnmörg fjelög sent menn til þingsins, á Akureyri 1927 og í Reykjaví'k 1928. Annars hafa bátttakendur að jafnaði verið aðallega frá Taflfjelagi Reykja- víkur, eins og kunnugt er. — Skákmeistari íslands hefir altaf verið úr Taflfjelagi Reykjavík- ur, og syo varð enn á þessu þingi, þó aðeins væri þar mætt- ur einn keppandi frá Taflfje- lagi Reykjavíkur, þ. e. hinn nýkrýndi skákmeistari Islands, Hannes Hafstein. Keppendur á þessu þingi voru aðeins sex menn í fyrsta flokki, þeir Hannes Hafstein frá Tafl- fjelagi Reykjavíkur með 5Vá vinning, Sveinn Þorvaldsson frá Skákfjelagi Sauðkræklinga með 4i/o vinning, Sophus Á. Blöndal frá Skákfjelagi Siglufjarðar með 3Vg vinning, og fengu þeir Ásmundur Ásgeirsson Skákmeistari Reykjavíkur. fyrstu, önnur og þriðju verðlaun eins og vinningarnir segja til um. Ennfremur keptu í þessum fiokki Stefán Sveinsson frá Skákfjelagi Akureyrar, Þráinn Sigurðsson og Sveinn Hjartar- son, báðir frá Skákfjelagi Siglu- fjarðar. í öðrum flokki keptu átta menn frá Skákfjelagi Siglu- fjarðar, þeir Aage Schiöth, Páll Jónsson, Stefán Kristjánsson, Jónas Jónsson, Skarphjeðinn Pálsson, Sigurður Lárusson, F’riðbjörn Níelsson og Páll Ein- arsson. Fyrstu verðlaun í þeim flokki hlaut Stefán Kristjánsson og vann hann allar skákirnar, önnur verðlaun hlaut Páll Ein- arsson með 5 vinninga og þriðju verðlaun Skarphjeðinn Pálsson með 4 vinninga. Skákþingi þessu stýrði Sig- urður Kristjánsson kaupmaður á Siglufirði með mikilli prýði, og á hann þakkir skildar fyrir það starf, sem á margan hátt er vandasamt. Hinn nýi skákmeistari ís- lands, hinn sjötti í röðinni, Hannes Hafstein, er tæprá 22 ára að aldri, fæddur 6. ágúst 1908. Á 16. árinu fór hann að gefa sig við skákiðkunum. Þegar hann kom hingað til Reykjaví'kur árið 1927, hlaut hann sæti í fyrsta flokki TafL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.