Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.08.1930, Blaðsíða 2
284 þá ímynd mannsins er hverjum þykir best við eiga. Og sama máli er að gegna um Leif Ei- ríksson. Vjer vitum það að hann var uppi, hvað hann afrekaði og að hann dó. En að öðru leyti er minning hans hulin í hálf- rökkri fortíðarinnar. Það er vel til fallið, að Bandaríkin skuli opinberlega heiðra minningu Leifs Eiríks- sonar á 1000 ára afmæli Al- þingis, þessarar merkilegu stofnunar. Leifur Eiríksson var ósvikinn kvistur á þeim meiði, sem hann var af sprottinn. — Norðurlandabúar voru þá bestu sjómenn í heimi, og þeir kunnu jafn vel við sig á sjó eins og á landi. Þeir voru gersneiddir þeim hjátrúarkenda ótta við höfin, sem einkendi menn á dögum Kolumbusar. Hugdirfð Norðurlandabúa kemur hvergi betur í ljós, en með hinni miklu þorraun Leifs heppna.Hann má því kalla einn hinn fegursta kvist á þeim þjóðarmeiði, sem á sjer rætur og yptir greinum jafn vítt og hinn frægi askur Yggdrasils. Þar sem oss skortir glöggar heimildir, verðum vjer að fara eftir líkum, enda þótt þær reyn- ist oft ekki sem haldkvæmastar. Oss er gjarnt á að hugsa oss Leif heppna sem framúrskar- andi framkvæmdamann. En sagan, sem jafnan er fáorð, segir ekkert ákveðið um það. Þó er getið eins atviks, sem lýsír manninum betur en löng frásögn. Svo sem mönnum er kunnugt, var Ólafur konungur Tiyggvason, hin glæsilega ímynd hetjuskapar, einhver hinn ótrauðasti kristniboðandi. Honum var það sjerstakt á- hugamál að kristna þau lönd, sem Norðmenn höfðu bygt. Til þcssa valdi hann þá menn, er hann taldi allra hæfasta, og meðal þeirra var Leifur heppni. Fremur þarf ekki vitna við um það hvernig maðurinn hefir verið. — Ólafur konungur Tryggvason vissi það vel, að það var enginn hægðarleikur að fá heiðna menn til þess, að kast'a trú sínni á Þór og Óð- LESBÓK MORdUNBLAÐSÖfg in, og þess vegna valdi hann til trúboðsstarfsins þá menn, sem hann vissi vel að báru af öðrum um gáfur og hug- Vtkki. Leifur Eiríksson var fæddur á Islandi. Faðir hans var Ei- ríkur rauði. Hann var fæddur í Noregi en dvaldi mörg ár á íslandi. Bjó hann þar á tveimur stöðum. Á öðrum hvorum þeim bæ fæddist Leifur, en óvíst á hvorum bænum það hefir verið. Sögurnar geta sjaldnast um það hvenær menn eru fæddir, og engar heimildir eru þar svo hægt sje að ákveða það með vissu. Móðir Leifs var fögur kona og auðug, komin af ein- um landnámsmanna Islands. — Eftir því sem næst verður kom- ist mun Leifur hafa fæðst um 980, og með nokkurri vissu er hægt að segja að hann hafi fæðst einhvern tíma á arunum 970—980. Árið 985 var Eirík- ur dæmdur útlægur vegna víga- ferla. — Var þá venjulegt að menn væri fyrir þær sakir dæmdir til þriggja ára útlegðar. Eiríkur fór af landi brott með alt sitt, og þar á meðal Leif son sinn. Hjer skulum vjer staldra dá- lítið við til þess að athuga það af hvers konar bergi Leifur heppni var brotinn. Óglögg frásögn var til um þessar mundir um það, að mað- ur nokkur, GunnbjÖrn að nafni, hefði fundiðsker einhver vestur af íslandi sem við hann voru kend. Eiríkur einsetti sjer að leita þessara skerja. Hann bjó skip sitt, og flutti þar á alla fjölskyldu sína, ljet svo í haf og stefndi í sólarlagsátt. Mismunurinn á því sem við köllum fifldirfsku og áræði, er oft og tíðum ekki annað en mismunurinn á láni og óláni. En þetta áræði Eiríks rauða má óhætt telja einhverja hina mestu dirfsku sjófaranda, er sogur fara af. Á skipi hans var aðeins eitt þversegl, og skipið hefir varla verið meira en 40 fet á lengd. Þó ljet hann í haf út í óvissú, og hann hafði ekkert annað að fara eftir um stefnuna en sól og stjörnur, ef ekki var þoka og dimmviðri. Þegar íslendingar hjeldu uppi siglingum til Bandaríkjanna meðan á heimsstyrjöldinni stóð, höfðu þeir til þess skip, sem voru stórkostlegir drekar í sam- anburði við skip Eiríks rauða. En þá dáðust þó landar mínir að hugrekki og dirfsku íslend- inga að þeir skyldi leggja út á hafið á þeim smáfleytum. Hvað mundu þeir þá hafa sagt, ef þeir hefði sjeð bollann, sem Eiríkur rauði bar á alt sem hann átti og sigldi á til hafs út í óvissu? Eiríki blöskraði þetta ekki. Hann sigldi vestur um haf, fann Grænland og nam það. Af slíku bergi var Leifur heppni brotinn. Það hefir víst reynt talsvert á kjark Leifs heppna fyrstu 15 árin sem hann var í Grænlandi, á meðan barátta landnemanna var hörðust í þessu ófrjósama landi. Það virðist samt svo, sem þeim hafi liðið vel. Leifur óx þar upp og kyntist sjómensku og varð það honum síðar til ómet- anlegs gagns. Um 997 eða 998 keypti hann skip Bjarna Herj-* ólfssonar, sem áður hafði sjeð og siglt fram hjá Ameríku- strönd — og um 1000 fór Leif- ur á þessu skipi hina frægu för sína til Ameríku. Æfintýraþrá var Leifi heppna í blóðið borin. Eiríkur faðir hans hafði sett bygð sína sunn- arlega á vesturströnd Græn- lands. Hin venjulega siglinga- leið þaðan var fyrir suðurodda Grænlands og þaðan til Islands og Færeyja og Noregs. En Leif- ur heppni var ekki ánægður með það, og hann gerðist því fyrsti maður til þoss að sigla bcint frá suðurodda Grænlands, þvert yfir Atlantshaf til Noregs. Með þessu var hann líka braut- ryðjandi, því að þe.Asi siglinga- leið hefir verið farin æ síðan. Landnámið í Eiríksfirði er fyrir löngu liðið undir lok. — Brattahlíð, þar sem Leifur ólst upp, er horfin mönnum sjónum í mistri aldanna, en leið sú, er hann valdi yfir úthafið er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.