Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1931, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1931, Blaðsíða 2
202 LESBOK MORGUNBLAÐSINS Háskólinn. Carolina Rediviva. i>css dvelja þar mestan hluta árs- ins. uni fjórar þúsundir stúdenta. Uppsalir eru all mikill ferða- niannabær. Flestir erlendir og innlendir. snillingar, er Stokk- hólm gisíta, koma til TTppsala, og láta heyra sig þar og sjá. Ræðu- snillingar, hli.ómlista- og vísinda- menn allskonar sækia Uppsali heim.- Sporva.gnar bruna um göturn- ar, þægilegir til a8 flýja upp í |egar ferðinni er heitið milli iit- kjálka bæjarins, sem er dreifður, en falla ekki alstaðar Sem besf saman við liinar gömlu, þröngu götur. Járnbrautarlestin frá Sfokk- hólmi til Norður-Svíþjóðar liggur ;cegn uifl bæinn. TTppsalir eru nú all mikill iðn- a'iarb'ær, en háskólalífið mótar þó bæinn með ölln, og fyrir það er hann frægastur, bæði meðal Svía og annara. ]),ióða. TTm eitt skeið var bærinn kon- ungssetur og erkibiskupssetur, og erkibiskupssetur er hann enn þann dag í 'dag. Núverandi erkibiskup er hinn alknnni skörungur og lærdómsþulur, Nathan Söderblom. Hefir 'hann margar sæmdir hlotið a-ð verðleiknm, og nú síðast friðar- verðlaun Nobels, fyrir 1930. Býr biskupinn á erkibiskupssetriiiu, sem er gömul bygging og fögur. Rjett lijá erkibiskupssetrinu, en steinsnar frá ánni, er dómkirkjan mikla. Raíði húa og ])renningar- kirkjan ern mjög fagrar bygging- ar, og eru talandi vottur um hiiin mikla trúaráhiiga miðaldanna, seni m. a. fann útrás og lýsti sjer í fögrum og vöndnðnm kirkjubygg- ingum og musterum. Dómkirkjan er stærsta kirkja á Norðurlöndnm, tim 120 metrar á lengd; liæð vesturturnsins, sem ci' hæsti tnrn kirkjunnar, er tals- vert yfir hnndrað metrar. Byrjað vvv að byggja hana sköiumu fyr- ir 1300, en ekki var smíðinni lok- iö fyr en nokkuru fj^rir miðja 15. öld. Síðan hafa stórbrunar eyðilagt vissa hluta hennar, en þeir hafa yerio ' bygðir aitur, í sama stíl, gotneskum, en í þeim slíl er kirkjan bygð. Eins og gefur að skilja, liggja mörg stórmenni grafin í kirkju þessari. Má ])ar m. a. nefna: tiústaf konung ^rasa, og Jóhann konung III., son hans. Á veggnum fyrir ofan grafkór Gústafs Vasa erij, málaðar freskómyndir af merkustu viðburðum úr lífi hans. I kirkjunni eru enn fremur grafnir ('arl von Linné, grasafræðingor- inn mikli, Jakob erkibiskup Úlfs- son, sem talinn er stofnandi Upp- salaháskóla og dulspekingurinn Emanuel Swedenborg. Voru lík- amsleifar hans fluttar til Upp- 'Sala 1910, frá Lundúnum. Flestum mun það ógleyman- legt að vera við guðsþjónustu í Uppsaladómkirkju. Söngurinn er frábær, enda mjög til hans vand- að. Auk hins fasta kórs, er starf- ar við, kirkjuna, Syngiir drengja- kór um föstuUa. Prestarnir við kirkjuna eru úr- valsmenn, en J>eir eru ekki einir um t..ð fiytja ,,orðið", heldur prjedika prófessorar guðfræði- deildar háskólans altaf öðru hvoru ,Og erk.ibiskui) á hátíðum og við r t''. i j sjerstök tækifærj. Kirkjugangan er líka í besta lagi, og unga fólk- ið sækir kirk.iuna engu síður en hið gamla>. Efst í hallarbrekkunni (Slots- backen) stendur höllin. Gústaf ^rasa hóf byggingu hennar um miðja 16 öld, en byggingunni var ekki Jokið fyr en á dögum Krist- ínar drotningar. Árið 1702 brann lalsvert af henni, en endursmíði hefir farið fram, og heldur hiill- in að miklu leyti sínum uppruna- lega svip. Nú er höllin aðsetur landslliöfð- ingjans á Upplöndum. í höllinni er salur einn mikill, mjög merki- legur sögulega sjeð. Þar var Jó- hann 111. krýndur til konungs og þar afsalaði Kristín drotning sjer ríkistign, er hún hafði kastað trú sinni og gerst katólsk. Fór hún síðar til Róm og ljest þar, svo sem kunnugt er. A stalla einum vestan við höll- ina standa nokkrar gamlar fall- fjyssur. Þær eru iherfang frá stórveldisdögum Svía. Byssur þess- ar eru hálfryðgaðar og fá að hvíla árið um kring, nema 31. maí, þegar nýju doktorarnir eru útskrifaðir frá háskólanum. Fallbyssuskot frá Slottsbacken þýðir, að nýr doktor sje útskrif- aður frá Uppsalaháskóla. Yfir fallbyssunum stendur dá- lítill klukknaturn. I honum er Gunnhildarklukkan (kend við drotningu Jóhanns III.), slær hún tvisvar á sólarhring, klukkan sex að morgni og níu að kvöldi. Neðan undir hallarbrekkunni er svanat'örnin (Svandámmen), með- fram lienni er „rúnt" Uppsala- búa. Við enda tjarnarinnar renn- Ur Fýri og myndar þar dálítinn foss. Vfir fossinum liggur bni yf- ít ána, sem kölluð er íslandsbrúin. En ekki er m.ier kunnugt. um íivaða ástæður liggja fyrir ]>yí, að brúin. liefir verið nefnd svo.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.