Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1931, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.1931, Blaðsíða 4
204 LESBÖK MORGTTNBLAÐSINS Vcstmannaeyjar fyrir 50 árum. líásið, sem næst er, var sýslumannssetur og þótti fallegasta húsið í þorpinu. Það stendur enn og er nú talinn ósjelegur kumbaldi. all siður þar við hálfdrættinga. Þegar út í Eyjar kemur er það fyrst að fá húsaskjól. Margir höfðu i'itvegað sjer það áður, og sumir voru altaf í sama stað ár eftir ár. Og svo var það talið sjálf- sagt, að þegar landmaður rjeri á Eyjaskipi, að skipseigendur sæju honum fyrir aðhlynningu : Húsnæði þjónustu, vökvun grautar eða fýlasúpu á hverju kvöldi, elda soðningu fyrir hann á Iiverjum degi og baka kökur eða brauð. Svo lagði maðurinn pund af kaffi með rót fyrir sig og fjekk fyrir 3—4 bolla á hverjum degi, svo máttu allir taka 1 pund af sykri (ekki meira) út úr reikning hús- bóndans. Það átti að duga alla vertíðina, um þrjá mánuði. Fimm af sjö vertíðum, lá jeg við í Stakkagerði. Þá bjuggu þar foreldrar frii Jóhönnu, konu Gísla Lárussonar, sem nú búa þar. Hjón- in hjetu Árni og Ásdís. Arni þessi var bróðir Guðmundar í Sjólyst, sem áður er getið. Þeir voru um þetta leyti taldir mestu formennirnir þar í Eyjum. — Mjer. leið þar mjög vel og minn- ist þeirra hjóna og dótturinnar með mikilli þakklætistilfinningu. Tvo vetur gekk jeg með skip- um. Úr því átti jeg a<5 heita há- seti. Skipshafnir sem komu af landi, og hjeldu skipum úti í Eyjum, lágu vanalega við í Sjóbúð, sem kallað var; t. d. uppi á pakkhús- loftum eða í ljelegum kofum. Skipshafnirnar höfðu með sjer kvenmann — bústýru —; hún gerði þar alt sem undir bústýru- nafnið heyrir: Eldaði alt, þvoði, bætti öll föt þeirra og þv.l. Þar var oft glatt á hjalla, og stundum fyllirí. Þar var hægt um ihönd fyr- ir formanninn að kalla til róðurs, þar sem allir hásetarnir voru í einum stað. Það var alt annað hjá Eyjaformönnum. Þeir urðu að vera eins og þeytispjald um allar Eyj- ar, jafnvel í 14—15 stöðum, ef hásetarnir voru svo víða. Allir landmenn, sem rjeru á Eyjaskip- um, hreyfðu sig ekki fyr en þeir voru kallaðir. Allir hásetar fengu kaffi áður en þeir fóru að róa. og auðvitað borðuðu þeir eitthvað scm lyst höfðu; en þeir sem bjugg- ust við að kasta öllu upp ]>egar austurí flóann kom, borðuðu lítið eða ekkert. Þegar róið var, var verið á sjónum — ef veður leyfði — all- an daginn. Enginn hafði með sjer matarbita eða^ neitt að drekka; það var ekki siður. Það leiðir því aí' sjálfu sjer, að þegar í land kom — eftir máske 12 tíma — var mergur orðinn matarþurfi. Jeg man að við Pjallamenn og allir landmenn öfunduðum Eyja- menn því að ])egar í land kom, færðu sándkonur þeim fulla blikk- briisa af kaffi og tvær sneiðar af heilu brauði, eða tvær kökur. Og svo þegar Eyjamenn voru búnir að setja skipið upp í hróf og skifta fiskinum, máttu þeir, og gerðu ávalt, fara heim og ekkert Imrftu þeir að skifta sjer af fisk- inum. Það gerðu sandstúlkurnar. Við Pjallamenn og allir land- menn, fengum ekkert kaffi eða brauð, urðurn eins og aðrir að setja upp skipið, skifta fiskinum, draga eða bera hann á baftinu upp í kió, slægja hann, fletja og salta, sækja saltið, slíta frá n.f.l. skilja lifur og 'hrogn frá slóginu, salta lirognin og láta lifrina í lit'rarkaggann. Ef vel var, varð þettá alt að gerast sama kvöldið. Það kom fyrir 'þeg-ar- við sóttum salt, að sá sem gaf^ seðil- upp á saltið, gai' okkur eina skonroks- köku. Hún var lögð í bleyti í lifrarkaggann, og þegar hún var orðin gegndrepa, þá borðuðum við hána og þótti liíin herramanns matur. Svo komu landlegu dagarnír. Þeir voru að mörgu leyti nauð- synlegir fyrir alla, og þó sjer- staklega fyrir okkur landmennina, Pjallamennina. Ef ekki var sjóveður að morgni tlags. var það vanalega fyrsta verkið okkar landmanna að fara niður í kró, og setja þar alt í lag, sem ekki var tími til að gera kvöldið áður, slægja fiskinn fletja og salta haim, þvo króna, þvo hausana og bera þá á bakinu upp á eitthvert túnið, því þá fyrir fjörutíu árum voru aðal flutnings- tæki okkar landmanna, okkar eig- ið bak. Þó voru til hjá Eyjamönn- um handbörur og bakskrínur. Svo þurfti að hugsa um skinn- klæðnaðinn, þurka hann og bera á lifur, svo hann yrði síður eins o» skæni, og drægi þá vatn. Eitt var og óhjákvæmilegt, og það var að mala rúginn í kökurnar. Það var gamall siður að hver landmaður sem rjeri í Eyjum mátti taka út i'ir reikning hús- bónda síns. eina skeppu af rúgi; sjálfur varð hann að mala rúginn, en húsbændurnir, sem við lágum við hjá, ljetu gera kökur eða brauð úr mjölinu. Jeg man vel að það voru stundum álitlegir kökustafl- ar í eldhiisinu í Stakkagerði. Þar voru líka milli 10 og 20 sjómenn. Allir voru latir að mala' fanst það vera löðupmannlegt verk. Þó kom það stundum fyrir að ein- hver fjekst td að mala fyrir'sig og ýmsa meirjháttar ipjóm.enn., sem ekki gátu lotið svo lágt að láta sjá sig við kvörnina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.