Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 4
324 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Gullkóróna fundin í Danmörku. Pyrir skömmu var verið að grafa kjallara að nýju húsi í Middelfart. Rakst þá einn verkamaðurinn á kórónu úr gulli og gullfesti og á henni kross með Kristsmynd. Festin er 75 cm. á lengd og krossinn 8 cm. á lengd. Kúrónan er nógu stór til þess að lifandi maðui hafi borið hana, en þó er það ætlan manna að hún hafi verið á dýrlingslíkneski. Þykir líklegt að henni hafi verið stolið, og þjófurinn falið hana þarna, en ekki þor- að að vitja hennar aftur. Br hún nú og festin komin á þjóðminja- safnið í Kaupmannahöfn- inn og áttu þar hvergi friðland fyrir blóðþyrstum fuglamorðingj- um, innlendum og erlendum og flýðu því hæinn og tjörnina. Nú er þetta, sem betur fer, breytt mjög á annan og betri veg. Frekari umbætur. Fuglalífíð eykst. Nú á síðustu tveim árum hefir ónefndur bæjarmaður einn komið því til leiðar, að hólminn í tjörn- inni hefir verið stækkaður að mikl- um mun frá því sem hann áður var: Grjóti og mold hefir verið ekið utan að honum á. alla vegu, og síðan tyrft yfir að vorinu til. Er hann nú meira en ferfalt stærri að flatarmáli en hann áður var, fyrir 2—3 árum, enda hefir sú breyting á orðið, að hann hefir, einkum nú í sumar, verið alsetinn af ýmsum fuglum, en þó einna mest af kríunni, sem engan á sinn líka að fimi og fjöri, en jafnframt að dugnaði og ráðríki, þar sem hún sest að og vill ríkjum ráða. Það var ánægjulegt að sjá svörtu kollhúfurnar á mjallhvítu búkun- um gægjast upp úr grasinu í vor, þegar hólminn var þjettsetnastur af nýkomnu gestunum fögru og fjörugu, sunnan frá Afríkuströnd- um og Miðjarðarhafi, er þeir voru að búa um sig í hinu víðlenda(!) ríki sínu, sem þeir áttu ekki von á að væri orðið svona stórt og því síður á hvem hátt þeir höfðu eign- ast það. Svo spánskt kom þeim það fyrir sjónir, að þeir virtust vera feimnir við að leggja það undir sig, því full vika var liðin frá því þeir sáust hjer (14. maí), þangað til þeir fluttu sig þangað og virtust una sjer hið besta, sem m. a. sást af því, að þegar þýskur maður, er hjer var á ferð í sumar, fór út í hólmann, til þess að skoða hann og taka myndir af hreiðr- unum, sá hann, sjer til mikillar undrunar, að í flestum hreiðriui- um voru 3 egg, en eins og kunn- ugt er, á krían venjulega aðeins 1 egg eða 2. Hreiðrin vom þá um 80 að tölu og tæplega rúm fyrir fleiri og er augljóst af þessu, að hólminn er enn of lítill. Það er eins með kríuna og ýmsa1 aðra fugla, að þeir virðast því fjölskyldufleiri og frjósamari, sem þeir njóta meiri kyrðar og næðis. Jafnframt því sem jeg álít að þörf sje á, að hólminn í tjöminni verði stækkaður að mun, virðist mjer einnig nauðsynlegt, að bygðir verði 2 eða 3 hólmar í viðbót, sunnar í tjörninni; mætti þá einn þeirra vora í syðri tjörninni, fyrir sunnan Tjarnarbrú. Skyldum vjer þá sjá, að fuglalífið í bænum yrði brátt ánægjulegt og fjörugra en það liefir verið og til mikils gagns, sem ágætt uppeldismeðal fyrir börn og ungmenni bæjarins, enda mörgum hinna eldri fremur til yndisbóta en ama- Þá má og gera ráð fyrir, að mönnum kunni að vaxa kostnað- urinn í augum, en ekki get jeg skilið, að neinn setji hann fyrir sig, enda yrði hann alls ekki til- finnanlegur. Utan með tjörninni, einkum að austanverðu, er nóg af meðfærilegu grjóti, sem flytja mætti í bílum eða s.leðum út á tjörnina, þegar ísar eru, hlaða því í hrúgur á ísnum og láta það síð- an sunka niður jafnskjótt sem ísa leysir að vorinu til og að því búnu flytja þangað mold og torf til yfirbreiðslu. Hygg jeg margri dýr- tíðarvinnu bæjarins ver varið en til þessa, og ólíklegt mjög, að bæjarbúar teldu hana eftir. Hagkvæm uppfinning fyrir þá, sem nýtrúlofaðir eru.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.