Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 327 hann sýndi þessi verk sín opin- berlega. Samkvœmt ósk þeirra sýndi hann svo þessar myndir sinar á merku safni hjer í borg- inni, því svo er litið á, sem þær geti haft þjóðfræðilega þýðingu. Eru nú 25 af öskjum hans til sýn- is í þjóðminjasafninu í keisara- höllinni hjer í Vínarborg. Eru það myndir frá Japan, Samar- kand, Kamerun, Mexico, Islandi, Færeyjum, Grænlandi og Jan Mayen. Alls hefir hann fullgert 80 slík- ar myndir. Eru myndirnar auk þeirra staða sem fyr eru nefndir, frá Vínarborg og víðar úr Austur- ríki, Sviss og Þýskalandi. Meðal annars hefir hann gert mynd af húsi Goethe í Weimar og af her- bergi í því húsi, af húsi Schillers i Weimar, gömlum húsum í Rot- henburg, af ráðhúsinu í Lindau, af borgarhliði í Stralsund o. m. fl. íslenskar myndir hefir hann gert þessar: Víkingaskip, Geysir, Gamall bóndabær, Hús í Reykja- vík, Klettaboginn í Þjórsárdal. Erá Færeyjum hefir hann gert tvær myndir: Hvalbeinahliðið i Þórshöfn og Dómkirkjurústir í Kirkjubæ. Þá hefir hann gert mynd af grænlenskum Eskimóa- kofa og mynd af kofa austurrísku pólleiðangursmannanna á Jan Mayen, frá árunum 1882—1883. Myndagerð þessi hefir orðið dr. Jaden því auðveldairi sem hann er liagur maður enda hefir hann fengist mikið við iitskurð. Hefir hann t. d. skorið mikið út af hús- gögnum sínum, og ýmislegt ann- að merkilegt, sem er að finna á heimili þeirra hjóna. Er það alt sjerlega vel og smekklega gert, og ber þess ljósan vott, að maður- inn er listfengur mjög, og hefir í engu kastað til þess höndnnum. Dr. Röek, forstjóri þjóðminja- safnsins (Völkermuseum) er nú að imdirbúa sýningu á byggingalist ýmissa þjóða á mismunandi tím- um. Hefir hann óskað eftir, að dr. Jaden verði honum hjálplegur við það starf. Wien, 9. ág. 1933. A. Blöndal. Ríkisfjehirðir. Ásta Magnúsdóttir. Þegar Jón Halldórsson ríkisfje- hirðir ljet af því starfi um sein- ustu áiramót, var ungfrú Ásta Magnúsdóttir sett til þess afi gegna því til bráðabirgða, enda var hún því starfi allra manna kunnugust. Hún hefir starfað í skrifstofu ríkisfjehirðis síðan 1910, fyrst 7 ár hjá Valg. Claessen og síðan 16 ár hjá Jóni Halldórssyni. Rækti hún allan þennan tíma starf sitt af hinni mestu samvisku- somi. Var það því af mörgum talið sjálfsagt að hún tæki við ríkis- gjaldkeraembættinu er það losn- aði, enda gaf fráfarandi ríkisfje- hii'ðir lienni bestu meðmæli, er hún sótti um það. Hinn 8. þ. mán. var hún svo skipuð ríkisfjehirðir, og er það eina konan í Evrópu, sem hefir sljkt embætti. Ásta er dóttir Magnú.sar Olaf's- sonar ljósmyndasmiðs. ^W^ — Nei, þakka yður fyrir herra lögregluþjónn; þjer megið gjarna slökkva Ijósið, jeg ætla ekki að lesa í rúminu. Fyrir kvenfólkið. V. Hárvöxtur í andliti. Margar konur og stúlkur verða fyrir því, að þeim vex hár á liöku. liálsi, vöngum og efri vör. Þær reyna ótal ráð til þess að losna við þetta, en það gerir aðeins ilt verra. Fullþraska konur fá stund- um skegg og þær auka aðeins á vöxt þess með því að slíta skegg- liárin af sjer. Læknar hafa komist að raun um, að þessi óeðlilegi liárvöxtur stend- ur í sambandi við óreglu á starfi kynfæranna og því verður altlrei of vel brýnt fyrir konum þessum að biðja lækni sinn um „Ovarien- extrakt", og þess lyfs verða þær að neyta reglulega að minsta kosti í hálft ár, eða lengur. Meðan aðeins er um fínan hár- vöxt að ræða, er best tfi skii'ta sjer ekkert af honum og liugga sig við það, að hans vegna tollir andlits- duftið betur á hörundinu. Ef hárin eru díikkleit þá er hægt að upplita þau á þennan hátt i Maður tekur 20 vol. vatnsefni (brint) og setur í það eins og tolliaf á hnífsoddi af 00* Na H (Soda líicarbonate) eða nokkra dropa af salmiakspiritus. Þetta ber maður á sig 3—4 sinnum í mánuði. Ef und- an svíður, má bera smyrsl á búðina í\ eftir. Jeg get ekki nógsamlega varað kvenfólk við að nota „pincette', cins og nú er algengt. Með því móti verða hárin æ grófgerðari. Þjer slítið upp miirg liár í einn og þau verða öll grófgerð j)egar frara í sækir, þjer særið húðina, Og það versta er, að þjer breytið vaxtar- stefnu liáranna, með því að slíta þau sitt á hvað. Þegar svo er kom- ið er örðugt að uppræta hárvöxt- imi. Best og einfaldast væri að klippa hárin með bognum naglaskærum, þangað til maður getur gengið að því að uppræta þau alveg, og að- ferðinni til þess mun jeg lýsa í næstu grein. Ef hárvöxturinn er of mikill, og húðin getur þolað það, getur mað- ur með varkárni notað einliverja af þeim mörgu aðferðum, sem hafðar eru til þess að uppræta hár-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.