Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Page 5
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS 325 Dollfuss sýnt banatilræði. Dollfuss ríkiskanslari og frú. Kanslarinn er að tala í útvarpíð eftir tilræðið. Hinn 3. þ. mán. var Dollfuss ríkiskanslari á ráðstefnu í þing- höllinni og va.r þar ákveðið að leggja niður alla pólitíska flokka í landinu. Þegar hann var á heim- leið þaðan, rjeðist að honum ungur maður og skaut á hann mörgum skotum- Var það tilviljun ein, að Dollfuss skyldi sleppa lifandi. — Tvær kúlurnar hæfðu hann. Onnur kom í brjóstið, en lenti þar á hnapp og breytti við það stefnu. fíin kúlan fór í gegn um vöðva á upphandlegg og var það ekki liættulegt sár. Tilræðismaðurinn heitir Rudolf Dertil og er 22 ára að aldri. Hann er national-sosialisti. Var hann áð- ur í heraum en fyrir þremur mán- uðum var hann rekinn þaðan fyrir undir.róður meðal hermannanna. Eftir tilræðið við kanslarann var hann þegar tekinn fastur. Við yf- irheyrslu lýsti hann yfir því, að enginn hefði verið í vitorði með sjer. En „hið ótrúlega ástand, sem nú ríkti í Austurríki" hefði komið sjer til þess að' neyna að drepa Rudolf Dertil, Dollfuss kanslara. Og þar sem eng- inn virtist hafa liug til þess að rísa gegn „harðstjórn Dollfuss“ hefði hann ákveðið að gera það einn, og sýna svo þjóðinni hver gæti bjargað henni út úr volæðinu og þrengingunum. Mun hann þar l.afa átt við tengdaföður sinn, dr- Gunther, sem er einhver helsti Nazi-maðurinn í Austurríki. Telur Dertil að hann sje eini maðurinn, sem geti bjargað Austurríki. Þegar frjettin um tilræðið barst út, komst alt í uppnám í Vínar- borg. Um kvöldið söfnuðust þús- undir manna saman og lirópuðu hefnd yfir national-sosialista. Var æsing svo mikil að kanslarinn varð að ávarpa fólkið í útvarp og biðja það að sýna stillingu. Varakanslar- inn gerði og sitt til að lægja æs- ingaöldurnar. Lögreglulið og her- lið var þegar kallað saman, en ekki þurfti að grípa til þess, því að engar verulegar óspektir urðu. Pjetur. Pjetur átti aðeins eina ósk óupp- fylta á jarðríki, og hún var líka sú stærsta, sem hafði komið upp í huga hans, síðan forlögin ljetu hann fæðast inn í þennan lieim. Sú ósk var að giftast. Hann hugs- aði um þessa tilvonandi konu sína á daginn, og dreymdi um liana á nóttunni, og allar hans hugsanir snerust um það eitt. Ef sú ósk rættist þá átti hann enga ósk ó- uppfylta á þessari jörðu, og þá yirði hann sæili en englarnir í Paradís. En það vantaði mikið á að þessi ósk lians vildi rætast, og satt að segja forðuðust stúlkurnar hann eins og fjandann sjálfan, eða meir, því sjálfsagt væru ]>ær skotnar í honum ef hann væri í nógu fallegum fötum Það var engu líkara en stúlkurnar væra verkfæri í höndum örlaganoim- anna, að láta engan verða alsælan á þessari jörðu. Pjetur fór á alla dansleika, sem liann gat komið við, því að það friðaði huga hans, að horfa á stúlkurnar líða eins og engla eftir dansgólfinu og allar línur í líkam-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.