Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1933, Blaðsíða 8
328 vöxtinn, en það verður að hætta við það undir eins ef það kemur í ljós að húðin þolir ekki aðferðina. Ef konur fara að raka sig þá leiðir af því að þær veirða að gera það á hverjum degi og þá verða, öll hin fínu hár gróf eins og skegg á karlmanni. Margar konur, sjerstaklega þær, sem frá æsku hafa notað „pin- cette“, eiga sjálfur sök á því að þeim vaxa skegghár, og get jeg ekki annað en ráðlagt öllum að hætta þegar í stað að nota það verkfæri. h'ramh. Vera. Merkilegur fundur. Skjalavörður við bæjarskjala- safnið í litlum þýskum bæ, Stuhl- weisenburg, rakst þar nýlega á 97 óopnaðar erfðaskrár frá árun- um 1740—1760. Allar eru þær með heilum innsiglum aðalborinna manna. Erfðaskrárnar hafa verið afhentar afkomendum þessara manna, og átti að opna þær í viðurvist borgarstjórans. J ámbrautardrotning er valin á hverju ári í Englandi og nýlega fór drotningarval þar fram fyrir þetta ár. A myndinni sjest þegar fyrverandi drotning afhendir nýu drotningunni tignar- merki hennar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5moelki. v — En hvað náttúrunni er dá- samlega stjórnað! Það gerir svo sem ekkert til þótt maður fái ofur- litla fuglsdrít á hattinn — en mikið lán er það að kýrnar skuli ekki hafa vængi! — Látið mig fá einn aðgöngu- miða, ekki of aftarlega og ekki of framarlega, rjett við hliðardyr og næsta sæti við mann, sem ekki hefir kvef. — Hann er að hugsa um að gifta sig. — Sá, maður sem hugsar giftir sig alls ekki. Kingsford-Smith hinn«frægi enski flugmaður, er nú að búa sig út í Astralíuflug og ætlar að setja nýtt met í því. Myndin hjer er af honum og flug- vjel hans. Erfingi Zaharoffs? Þessi maður, sem er 63 ára og heitir Hyman Barnett Zaharoff, hefir í 22 ár barist fyrir því að sanna að hann sje sonur auðugásta mannsins í Evrópu Sir Basil Za- haroff og rjettur erfingi hans. — Eignir Sir Basils eru taldar 500 miljónir króna. — Vjer erum sköpuð til þess að hjálpa öðrum, sagði kennarinn í kristnum fræðum. — En til hvers eru þá aðrir skapaðir? spurði Sigga litla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.