Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1933, Side 4
3G4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Grindaveiðar í Færeyjum. Eftir Poul Niclasen, ritstjóra. i. Skráðar frásagnir. Það er enginn efi á því, að grindaveiðar liafa verið einhver þýðingarmesti atvinnuvegur Fær- eyinga frá landnámstíð og fram eftir öldum. Vjer vitum að grind- in hefir stundum blátt áfram bjargað þjóðinni frá liungursneyð og að hún hefir jafnan verið tal- in sending frá guði. 1 fornöld var grind veidd á ls- landi, í Hjaltlandi, Orkneyjum, Færeyjum og sums staðar í Nor- egi. En nú eru Færeyjar eina landið þar sem grindadráp fer fram eins og fyr á öldum- Til- íaunir hafa verið gerðar nú á tímuin um að veiða grind á ls- landi og Grænlandi, en það er ekki annað en káf, miðað við grindaveiðina í Færeyjum. Vegna þess, að grindaveiðar hafa enn stórkostlega þýðingu fyrir Færeyinga, mun mönnum eflaust forvitni á að heyra hvern- ig sú veiði hefir verið rekin á liðnum öldum. Elstu lagaákvæði um hvala- veiði í Færeyjum, er að finna í lögnm Magsiúss konungs laga- bætis, sem samþykt voru á Frosta þingi sumarið 1270. Þau ákvæði eru þannig: 1. Höldur, eða göfugri maður, er einkaeigandi að fundnum hval, sem er 18 álnir, eða þaðan áf minni. Sá er höldur, sem fengið hefir óðal í arf eftir foreldra sína. En að helmingi minni hval er hver finnandi einkaeigandi. 2. Finni maður hval, skal hann skera hann í votta viðurvist, en sje engin vitni, skal hann skil.ja eftir höfuð, hrygg og sporð til sa nnindamerkis- 3. Heimilt er að róa hval til lands hvar sem er og skera hánn þar. 4. Ef landeigandi kærir út af því að hvalskurðurinn lia.fi spilt ökrum hans eða engi, þá skal honum bæta eftir 6 óvdhallra manna mati. En sje hvalur dreg- inn að landi <þar engin landspjöll geta af hlotist. má eigandi óá- talið f'lytja hann burt livenær sem liann vill. 5. Reki hval á land, ])á á lton- ungur hálfan, en landeigandi liálf- an, að undanteknu fundarspiki, hvort sem livalurinn er stór eða lítill. 6. Reki hval inn á fjörð, svo að hann sje í örvarskotslengd frá hvoru landi, þá eiga bæði lönd hvalinn. En ef hvalur strandar, áður en menn verða varir við liann, þá á landeigandi hvalinn, hvort sem hann liefir strandað á útfiri eða hólma, og skifti sem fvr segir. 7. Reki hval á landamerki tveggja jarða, á hvor það, sem á lians landareign er. 8. Heimilt er að veiða hval hvar sem er, að undanteknum ,,síld- reka“ meðan á síldveiðum stendur. Veiði nokkur „síldreka" þá og spilli þannig guð$ gjöfum, hæti 8 örtugum og 13 mörkum í .silfri til konungs. * 9. Nú veiðir maður hval og dregur liann eða lætur hann reka a land, þá á hann hálfan en land- eigandi hálfan. Síðan eru ákvæði um það. ef menti finna merktan lival. Reki maður hval inn í annars manns Itvalvog og loki hann þar inni (gegn vilja vogseiganda, þá á vogs- eigandi hvalinn, en hinn fyrir ó- mak sitt eftir 6 manna mati. Sje livalur rekinn inn í vog, sem ekki hefir verið livalvogur, þá á veiði- maður liálfan og vogeigandi liálf- an- Þessar reglu gilda sýnilega um stórliveli, en þær sýna að fyrir 700 árum voru til lög um hval- veiðai-. I hinu svo nefnda ,Sauða- brjefi', sem er dagsett í Osló 28. júní 1298 eru þessar viðbótar- reglur settar: — Nú hitta húskarlar hval úti á hafi og skera af farm, þá eiga þeir sjöunda hlut. En flytji þeir hval til lands óskorinn, fer um það eins og lögbók segir. Nú reka menn hval á land annars og draga úr flæðarmáli; þeir skulu hafa þar fjórðung af........ Svo höfum vjer einnig gert á þá skipan, að þær hvalþjósir, sem sjer nefnum „vagnhögg", viljum vjer gefa landeiganda fyrir guðs sakir og föður vors og móður, oss til friðar, hainingjú og brautar- gengis, þó svo að hann sýni áður tveimur vitnum og skulu þeir gera ráð sín þar um — nema því aðeins að eftirkomendur vorir segi að með þessu sje gengið á rjett konungs....... Grindadráp

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.