Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1933, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1933, Blaðsíða 1
bék J!MorgMtiWíaí>sÍM0 47. tölublaö. Sunnudaginn 3. desember 1933. VIII. árgangur ínafoldarprentsniiðjA K.f. Fótatak manna. Nokkur orð 11111 Halldór Kilfan Laxne§§ Það er í fljótu bragði clálítið Eftir Benjamín Kristjánsson. örðugt að skera úr því, þegar maður les bækur Halldórs Kiljan Laxness, hvort þær nmni heldur vera skrifaðar af djúpri, iskaldri fyrirlitning á fyrirbrigðinu: liomo sapiens, eða af djúpri og næst- um örvæntingarfullri samúð með þjáningu lífsins og öllum hinum ótal mörgu mannanna meinum. A hið fyrra virði.st benda tals- verður sjerþótti í framsetningunni, eilíf dómgirni og prjedikanir út af heimsku náungans. Sumt af því, sem Halldór skrifaði í fyrri tíð nálgaðist mjög mont og hjegóma- skap. Tilfinningin, sem maður hafði af því, að ]esa surnar rit- smíðar hans eða það, sem teljast átti til skáldskapar, var eitthvað á þá leið, að þetta væri ungling- ur, sem þjáðist af þeirri tegund af sálsýki. sem nefnist stórgikks- æði. Grundvallarhugsunin í sálar- lífinu væri eitthvað á þessa leið: Jeg veit alt> en þið eruð asnar. Eins og gefur að skilja þykir skikkanlegu fólki slíkur rithöf- undur ókurteis og hann er ]>að. — Svona lagaða hluti er sjálfsagt að segja með miklu meiri lipurð, en Halldóri er stundum lagin. Hæ- verskan kostar enga peninga, segir eitthvert máltæki, og hún vinnur oft miklu betur til siðfágunar, en fruntaleg bersögli. Meira að segja ætti jafnpennaslyngum manni og Laxness, að vera það { lófa lag- ið, að setja fram þessa ókurteis- legu liugsun spámannanna gagn- vart sínum náunga: Þú ert asni, í isvo andríkum skáldskap, að iionum yrði tekið með þökkum af Jieim, sem hafa eyru til að heyra, en að hinum á hann að kunna að draga dár á þann hátt, að })að geti orðið þeim til skemt- unar, frekar' en gagnslau.srar skapraunar, eius og gerði sá ágæti æfintýrasmiður Jónatan Swift. En ekkert af þessu gerir Hall- dór. Hann sest bara niður, að öiliun ásjáandi, brýnir iixi sína og keyrir hana síðan beint í höfuð lesandans. Mikið þarf slíkur maÖ- ur að liafa til brunns að bera tii ]>ess að horuni verði fvrirgefið! Ekki verður því neitað að þetta umsvifalausa hispurslevsi rithátt- arins liefir sína liöfuðkosti. Það ætti ekki að verða inisskilið hvað höfundinum býr í brjósti. Hann ætti ekki að verða sakaðui1 um óhreinskilni. Og síðan hann iosn- aði úr álögum kaþólskunnar, er það bersýnilegt, að hann liefir af stríðsþrunginni sannleiksást, reynt að slíta af sjer allar blekk- ingar, reynt að troða sjer með vaidi inn að kjarna raunveruleik- ans, haft ástríðuríka tilhneiging til þess að rífa göt á öll þök, eins og mig niinnir að hann komist sjálfur að orði um einhvern spá- inann nútímans. En þessi hungraða ástríða vits- munanna, langsoltin úr trúarvímu og seiðgaldri kaþóiskunnar, rekur sig auðvitað alls staðar, ein.s og gerist og gengur, á sínar takmark- anir, og þar sem höfundurinn er í aðra röndina dálítill ofstækis- maður, og enn þá eimir ])að eftir af kaþólskunni í iionum, að liaiin þykist fullkomlega vita alt, þá liættir honum við að steypast ann- að livort kollhnýs inn í önnur trúarbrögð, eins og til dæmis kom- múnisma, eða drekka sig blind- fullan af vantrúarinnar „cynic- isma“ og setja upp spekingssvip eins og prjedikarinn Salomon, og segja jafnvel við sjálfan alheim- inn, ])egar Jiatm þrýtur sjáifan að skilja : Þú ert asni! Alt er tij(‘- gómi — aumasti hjegómi! Þessa tilfinningu fær maður af sunium hinum .síðari bókum Lax- ness. Sögurnar af Sölku Vöiku eru skrifaðar af heljarmælsku. Mynd- irnar, sein dregnar eru upp af sárustu nekt lífsins, munaðarleysi þess, fátækt og hörmungum, eru margar hverjar ruddalegar, hrika- legar og nærri ógeðslegar, en þær verða fyrir ])að átakanlegar og ógleymanlegar. En þegar einhver höfundur ger-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.