Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1933, Blaðsíða 2
370
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Scotland Yard. Húsið, sem hin fræga leynilögregiustofmin hefir ver-
ið í, á nú að rífa og byggja annað liús miklu stærra. Verður það }>á
lögreglumiðstöð fyrir alt England. A myndinni hjer að ofan sjest
forstjóri Scotland Yard, Trenchard lávarður og Scotland Yard bygg-
ingin í London uppljómuð um miðja nótt, því að leynilögreglan
^ starfar eigi síður á nóttunni en á daginn.
!--------------------------------------------------------------------
ir sjer far um að núa slíkum lilut-
um inn í huga lesandans, þá verð-
ur honum alt af fyrst á að spyrja:
Til hvers er verið að þessu? —
Gerir höfundurinn sjer krók iit
að sorphaugunum af þeirri einu
svínsnáttúru, að liann hefir á-
nægju af að róta í þeim, eða
vakir hjer á bak við einhver
markviss tilgangur? Er höfund-
urinn svo mikið skáld, að liann
með skáld'íkap sínum á pappírnuin
vilji einnig yrkja upp lífið sjálft
til meiri göfgi og fegurðar —
og er þá verk hans þannig úr
garði gert, að það sje líklegt til
jiess? A svarinu við þessari spurn-
ingu veltur það, hvort eitthvað
skáld er skóbótar virði-eða ekki.
Óneitanlega fær maður iðulega
það bragð á tunguna af því að
lesa H. K. L., að tnannlífið sje
raunar einn allsherjar sóðalegur
sorphaugur bófa og illræðismanna,
bar sem naumast þekkist ærleg
taug og þar sem fagrar hugsjónir
Heu annað hvort svik og blekk-
in:rar eða heimspeki eymdarinnar.
Þetta byggist á því að mannlífið
er eins og maðkarnir á mykju-
skáninni. að eins fyrirbrigði
trvltra os- heimskulegra náttúru-
afla. sem auðvitað er slegið föstu
að skorti alt vit og tilgang. — I
innganginum að: Þú vínviður
hreíni, hljómar strax frumtónninn
að þessari heimspeki hjegómans,
í samtali langferðamannanna á
strandbátnum:
. Þegar maður siglir í kaldsælu
skammdegismvrkri með fram þess-
um ströndum. bá finst manni, að
ekkert í heiminum geti verið öllu
cmerkilegra og þýðingarlausara.
en svona Utið þorp undir svona.
háum fjöllum- Hvernig skyldu
menn lifa á svona stað? Og hvem-
ið skyldu menn devia? — Hvað
skvldu menn segia hverir við aðra,
benar þeir vakna á morgnana?
Hvernig skyldu menn líta hverir
á aðra á sunnudögum ? Og bvað
skyldi rtrestinum finnast. þegar
hann stígur í stóiinn á jólunum
eða náskunum? Skvldi hann ekki
siá hvað þetta er alt saman þýð-
inearlaust? — — Já, hverskonar
gleði og hverskonar sorgir skvldu
eiginlega þrífast í kringum þess-
ar daufu olíutýrur? Það hlýtur
oft að koma fyrir á slíkum stöð-
um, að menn sjái speglast hver
í annars augum,. sannfæringuna
um fátnýti þess að vera til. — Því
liver maður hlýtur að viðurkenna,
að það er iildungi.s þýðingarlaust
að lifa ; slíkum stað“.
f þessum dúr er öll bókin skrif-
uð, og heldur hofundurinn áfram
að lýsa fólkinu þarna eins og
skynlausum skepnum og lífinu í
heild sinni, sem er svo vita þýð-
ingarlaust. Og í augum höfund-
arins er baráttan og baslið svo
yfirgengilegt og vesaldómurinn
andlegur og líkamlegur svo mikill
að það er eins og menn lifi aðeins
til að þjást þarna um nokkur ár,
þangað til menn drukkna í flæð-
armálinu, sumir óvil.jandi en aðr-
ir viljandi, sumir á brúðkaups-
daginn sinn, en sumir aðra daga,
eins og höf. kemst að orði.
Jafnvel framar en Vefarinn
mikli stendur bók þessi að orð-
snild, en hún er með sömu ein-
kennum að því leyti, að það er
eins og frá henni andi djúpri fyr-
irlitningu á mönnum, lifnaðarhátt-
um þeirra, hugsunum þeirra og
filfinningum, eðli þeirra og ör-
lögum.
Maður fær þá tilfinning, að
hjer sje höfundur, sem skortir
samúð með persónunum, sem hann
er að lýsa. Og ef samúðin er til,
þá takist honum a. m. k. vel að
dylja hana- En ef liann gerir .sjer
far um að dylja hana, þá sje
það gert af oflátungshætti, sem
góður rithöfundur á ekki að láta
sjer sæma. Þegar Halldór gengur
rakleitt úr sinni kaþólsku kirkju
yfir í hóp spottaranna, ti 1 að
hrakyrða með borginmannlegu yf-
irlæti það, sem mörgum er enn
þá heilagast, nefnir trúarbrögðin
kjaftaþvaður og dýrlingana,
hverra bein hann kyst i fyrir
skömmu síðan með brennandi
f.jálgleik, byski, ásamt Maríu mey
og guði almáttugum, þá er slílcur
hávaði auðvitað auglýsing á feg-