Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1933, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGTJNBLAÐSINS
371
iuleik manns yfir ]iví að vera laus
úr þeirri skókreppu vitsmunanna,
sem kaþólskan hefir verið honum.
En það er hóflaus o>r ósmekkleg
aug-lýsing, af því að maður trúir
eltki á slíkar öfgar, sem snúast
eins og vindrella með sama há-
vaðanum úr hverri áttinni sem
hlœs. Maður sem þannig tekur
að formæla sínum guðum með
herfilegu orðbragði, hann er jafn
mikill afglapi í sinni blindu van-
trú, eins og sinni blindu trú-
En þrátt fyrir hið drembna og
stundum ruddalega yfirbragð á
ritsmíðum H. K. Laxness, þá er
þó jafnframt erfitt að verjast
þeirri hugsun, að bak við hrikaleg-
legan sorgarleik atburðanna, sem
liann er að lýsa, finni höfundur-
inn til sárrar og iirvæntingarfullr-
ar þjáningar og sumt af misfell-
unum sjeu eins og liögl, sem
brjóta af augum hans, þegar
liann hefir starað sig hálfblindan
á eymdina- Þá verður jafnvel feg-
urð hlutanna í augum hans eins
og ólæknandi sorg, af því að hon-
urn finst skaparanum mistakast
svo oft með fegurðina. Það tekur
vissulega gáfu samúðarinnar, að
s.já eymdina í eins átakanlegu
ljósi og Halldór sjer hana, en til
þess þarf hina kaþólsku trú á
merki krossins, sem Halldór hefir
auðsjáanlega mist, að gerast þá
ekki um leið guðlastari.
Hin síðasta bók H. K. Tj- Fóta-
tak manna, smásögusafn, er að
sumu leyti snyrtilegar skrifuð, en
margt af því, sem áður hefir kom-
ið frá höfundarins hendi. Höf-
undurinn er að verða vandvirkari
en áður og fágaðri í framsetningu.
Það leikur natimast á tveim
tungum, hvernig sem mönnum
annars fellur við Laxnrss. að
hann á fáa samb'ka meðal siigu-
skálda vorra í snildarlegri siíl-
gáfu, þar sem honum tekst upp-
Stíllinn er með köflum svo Ijóð-
rænu og áferðarfagur, ramaukinn
og þrunginn af mælsku, að hrein
unun er að lesa hann, að ein.s
þess vegna — en þar að auki
eru sögurnar oft geisihaglega
settar saman og óneitanlega litið
skygnum augum á marga hluti.
Laxness vantar aldrei lýsingarorð.
Og lionum virðist leika það í
hendi, að skrifa hóflega og af
hreinustu list, þegar hann vill
T/að viðhafa. En svo skvettir hann
sjer alt í einu til af vekurðinni
yfir í klúrasta brokk, þegar hann
þykist þurfa að fara að skamma
sunnudagaskóla, trúarbrögð eða
prjetlika pólitískt innratrúboð upp
úr þurru eins og sáluhjálparher-
maður — eða liann seilist afkára-
lega langt í samlíkingar eins og
þegar hann segir við konuna sem
mest kysti hann úti á Atlants-
hafinu:
„Þú ert að deyja af ást, eins og
hundur“. Og til frekari árjett-
ingar þarf hann að bæta því við,
að þetta þurfi endilega að vera
„mórauður“ hundur, sem átt er
við. Hvað skyldi frú Björg Þor-
láksson segja um slíka sálarfræði?
Yfirleitt þykir Halldóri Laxness
gaman að því, að líkja mönnum
við mórauða hunda. Þessi samlík-
ing kemur víða fyrir í skáldskap
lians. Sagan af Nebúkaðnesar Ne-
búkaðnesarsyni í lífi og dauða, er
Itaglega tilbúin saga. Þessi per-
sóna var maður, sem var slíkur
einstæðingur í lífinu, að honum
var ekki einu sinni unt þess að
sofa í kirkjugarðinum, nema eina
nótt. Hann var svo að segja etinn
upp af mannfjelaginu með bá og
hausi, ^og notaður út í æsar með
því að kryfja skrokkinn seinast
og stela beinunum. En líf hans
s.jálfs var eins og brot úr lagi,
„nöldur, sem altaf var að basla
við að verða að tónum“, en hepn-
aðist það aldrei.
Þessu er fyrirtaks vel lýst, en
svo koma ýkjurnar: Presturinn,
sem jarðsyngur N. N., er náttúr-
lega gerðup að aumasta loddara,
sem jafnvel skammast sín fyrir
að veita N. N. þessa þjónustu,
einkanlega af ]>ví, að kirkjan er
tjölduð viðhafnartjöldum í tilefni
af útför konsúlsins, sem fram átti
að fara síðar um daginn. Þó er
c-kki haft meira við en svo, að
yfir honum er flutt líkræða, sem
presturinn liafði áður notað vfir
..ómerkilegri utanbæjarkonu í vik-
unni sem leið“. Þetta spaug um
lirestinn er áhrifalaust af því að
það eru ýkjur. Eins er um þá
frásögu að N. N- hafi búið í „pi-
anokassa, bak við nokkur salerni
niður við sjó“. Slíkt þekkist vest-
ur á Kyrrahafsströnd, en ekki 5
Keykjavík. Svona lagaðar öfgar
eru aðeins lýti á góðum skáld-
skap. Og einkum verða þær hvim-
leiðar, þegar þær eru leiddar fram
í ósmekklegum orðatiltækjum-
í sögunni frá Nýja íslandi, sem
er annars sönn og rjettferðug lýs-
ing á frumbýlingsbaslinu þar og
vel gerð saga, lýsir höf. ágætlega
tilfinningum Torfa Torfasonar,
þegar hann er að selja rollurnar
sínar á uppboði, taka í hornin á
þeim og leiða þær fram hverja
af annari og svo tilfinningum
hans, þegar hann sjer kýrnar
leiddar úr garði eins og „stórar
fávísar konur“, og ókunnugir
strákar ráku á eftir þeim með
ólarspottuui.
Svo kemur þessi ósmekklega
setning: „Um kvöldið eftir Jietta
uppboð datt honum eklci í hug að
lesa bænirnar sínar, fremur en
maður, sem hefir tekið í hornið
á guði almáttugum, klappað hon-
um á lendina, selt hann og látið
einhvern skemtilegri liátt, án þess
að sagan hefði tapað neinu.
Þetta hefir höfundinum fundist
fyndið, þegar liann skrifaðj sög-
una og látið það flakka. Hugs-
unin er sjálfsagt sú, að í raun
og veru hafi Torfa Torfasyni þótt
eins vænt um kindurnar sínar og
kýrnar eins og guð almáttugan.
En vel hefði mátt segja þetta á
einhvem skemtilegri lnitt, án ]>e.ss
að sagan hefði tapað neinu.
Og af slíkum smekkleysum úir
og grúir ennþá hjá Laxness og
er það þeim mun sárgrætilegra,
þegar þess er gætt að honum eru
gefnar betri gáfur en svo, að hann
þurfi að viðhafa slík ungæðisleg
skrumarabrögð.
Þrát.t fyrir }>að, þótt flest af
því, sem hjer hefir verið sagt, sjen
skammir, þá er það koðun mín,
að ritböfundarluT '’:; ikar Laxness
sjeu svo yfirg jfandi, að misfell-
urnar sjeu honum auðvehllega fvr-
irgefandi, einkanlega þar sem hjer
er um höfund að ræða, sem er í
hröðum þroska, og líkindi eru til