Lesbók Morgunblaðsins - 03.12.1933, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
37«‘)
-L-i-p-u-r-ð-
Fyr hef jeg ýmsan fimleik sjeð,
en fimi, líka þinni,
svo leikandi, svífandi líkamsmýkt,
jeg leit ei nokkru sinni.
Þú kemur við gólfið og kastast í hring
eins og knöttur, sendur af hendi,
og syngur undir það sólskinslag,
er sumardísin þjer kendi.
Þú, snögg eins og leiftur, í loftköstum ferð,
þu líður sem frækorn í blævi.
I dýrlegum fögnuði dag hvern, þú,
dansar, uns lýkur æfi.
Þótt mörg sje í dansinum mjúk og glæst
af meyjum skemtistaða,
þú berð af þeim öllum í ljettstígri list,
í lipurð og snúningshraða.
Þetta er staðreynd, en þó er nú svo,
að þannig er vegið og metið,
að þær eru dáðar og þeirra er minst,
en þín er að engu getið.
Hví gerist það svo, að menn gleyma þjer,
en geyma þær jafnan í huga?
Jú, þær eru konur, já, það er satt,
en þú ert — maðkafluga.
Böðvar frá Hnífsdal.
12 daga fresti allan ársin.s liring
eignast bananafluga með ófrávíkj-
anlegri reglu 1000 afkvæmi. Og á
48 dögum er hún orðin langamma-
Með öðrum orðum: Vísindamaður
getur á einu ári rannsakað hjá
iienni fleiri ættliði heldur en hann
gæti rannsakað hjá músum eða
öðrum tilraunadýrum alla .sína ævi.
Það er ekki þægilegt að rann-
:aka arfgengi hjá mönnum, fyrst
og fremst vegna þess, að ekki má
nota þá til tilra\ma og í öðru lagi
vegna ]>ess íivað viðkoman er lítil
cig langt á milli ættliða- Enn ber
þess að gæta að ,,Kromosomer“,
liinar örsmáu ,,sellur“ sem erfð-
irnar fylgja, eru svo margar li.já
mönnunum, 24 samstæður, en lijá
bananaflugunum aðeins 4 þráða
og korna ,,Kromosomer“.
Eftir að hafa rannsakað rúm-
lega 20 miljónir af bananaflugum,
eru menn nv'i komnir á svo góðan
rekspöl, að þeir geta gert teikning-
ar af „Kromosomunum“ þannig
að hinum ýmsu erfðatilhneiging-
um er nákvæmlega niðurskipað,
því að þær eru í rjettri röð eins
og perlur á festi. Svo nákvæmir
eru menn orðnir í þessu, að þeir
geta sagt fyrir frain hvaða eigin-
leika foreldranna afkomendur
erfa- Skilyrðið til þess að einhverj-
ir eiginleiar verði arfgengir '■— og
það á líka við um menn — er oft-
ast nær það að foreldri hafi hæði
þann eiginleika. En stundum eru
áhrif annars kynsins svo sterk, að
þau nægja.
Auk afbrigðisins með hvítu aug-
un, hefir Morgan og samverka-
menn hans fundið 700 önnur af-
brigði meðal bananaflugnanna, og
einkenni þeirra eru öll arfgeng.
Þeir hafa fundið um 50 augnaliti,
marga liti á búknum, flugur með
tvöfalda vængi, vanskapaðar flug-
ur. dverga og risa og tvíkynja
flugur. Allskonai- arfgenga sjúk-
dóma hafa þeir líka fundið hjá
þeim.
Því ertu með glóðarauga?
— Manstu eftir konunni, sem
átti manninn sinn í Kína?
— Já, en----------
— Maðurinn var ekki í Kína-
Saga frá París.
Mörg einkennileg mál koma fyr-
ir í Frakklandi- Þetta er eitt þeirra
og það er nú á döfinni:
Tannlæknir og verkfræðingur
áttu heima í sama híísi. Einhverju
sinni urðu gervitennur verkfræð-
ingsins óþolandi og hann varð að
leita til læknisins, nábúa síns.
Læknirinn ljet liann fá nýjar
gervitennur, og eftir hæfilega
langan tíma sendi hann reikning-
inn, 1500 franka. Yerkfræðingur-
inn malpaði eitthvað í móinn, en
greiddi ])ó 1000 franka. Eftirstöðv
arnar var hann ófáanlegur til að
borga, liversu oft sem reikningur-
inn var .sendur.
Einn góðan veðurdag hittust
þeir lannlæknirinn og verkfræð-
ingurinn í stiganum. Tannlæknir-
inn heilsaði ósköp kurteislega. og
liinn tók því vel-
Hvað er að sjá þetta. segir
tannlæknir alt í einu, gervitenn-
urnar, sein þjer fenguð hjá mjer,
sitja skakkar í munninum á yður.
Þetta má jeg til með að laga !
Verkfræðing grunaði ekki neitt.
fór með tannlækni inn í lækninga-
stofu hans og settist í stólinn. Þá
var tannlæknirinn handfljótur,
rr-if gervitennurnar út úr lionum
og mælti sigri hrósandi: „Nú fáið