Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1934, Blaðsíða 4
20 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS Alfred Nobel Niðurl. Lifshættir Nobels. Nobel var aðeins riínilega þrí- tugur er þetta gerðist, en hafði ) >ó verið eigi allfá ár á ferðalög- um er liann fann dynamitið, sem hann tók einkaleyfi á um allan heim. og auk þess átt heima í Rússlandi og Ameríku. Tungu- málakunnátta hans var frábær. — Auk móðurmálsins talaði hann reiprennandi rússnesku, þýsku, ensku og frönsku, en þó . lá lífs- ferill Nobels meðal miklu fleiri þióða. Sakir aukinnar framleiðslu dynamits varð hann að setja á stofn verksmiðjur víðsvegar um heim og alstaðar var Nobel við- staddur sjálfur, svo að heita mátti að hann væri á sífeldu ferðalagi. En eigi liðu þessi ár slysalaust. Mest þeirra var það, er skip sem var á leið til Lima í Perú og hafði innanborðs 100 tunnur af dyna- miti. sprakk svo eftirminnilega skamt frá strónd Perú, að ekki sá urmul eftir, hvorki af skipinu nje áhófninni. Eftir ferðalög árum saman og eftir dauða föður síns, 1872, sett- ist Nobel að í París og átti heima þar í 18 ár. Á þeim árum gerði hann ýmsar uppgötvanir, fann m. a. reyklaust púður og svonefnt ..sprengigelatine" sem var enn betra en dynamit. Nobel var mjög fáskiftinn að upplagi og umgekkst ekki aðra í París en nokkra vís-\ indamenn og listamenn. Hann var ógiftur alla sína æfi, en ein kona hafði mjög mikil áhrif á líf hans. Það var friðarvinurinn Bertha von Suttner rithöfundur. höfund- ur sögunnar „Niður með vopnin" er flestir kannast við. En eigi var hún fræg orðin er þau kyntust og það var einkennileg tilviljun, sem lagði leiðir þeirra saman. Samfundir dráptólasmiðsins og friðarvinarins. Þegar Nobel hafði búsett sig í París — var hann þá fertugur — vantaði hann ráðskonu og setti svolátandi auglýsingu í blöðin: ..Ríkur niaður. roskinn og há- mentaður, sem á heima í París. óskar eftir tungumálafróðri stúlku á settum aldri, til einkaritara og til umsjónar með lieimilinu". Einn umsækjandinn var 32 ára austur- rísk greifadóttir. Bertha Kinsky að nafni, sem var ástfangin af ungum aðalsmanni, en bæði voru svo fátæk, að þau fengu ekki að iií'; saman. Ætlaði liún nú að reyna að gleyma raunum sínum með því að setjast að erlendis. Elsk- lniginn hjet Arthur von Suttner. Brjef hennar hefir hlotið að falla Nobel í geð. því að hann skrifaði henni aftur og eftir nokkur brjefa skifti fekk liún stöðuna og iðraði hvorugt þess síðar. Þau urðu brátt handgengin og ræddust við um á- hugamál þau. er þau hvort um sig höfðu átt áður. Einkum voru friðarmálin ofarlega í huga þeirra beggja. Nobel var þeirrar skoðun- ai, að áhrifamest mundi að fram- leiða svo geigvænleg drápstæki. að styrjaldir yrðu óhugsandi, en hún helt því fram að andróður og upplýsing yrði besta vörnin gegn ófriði. Ráðskona hans var ekki lengi í vistinni. Hann hafði skroppið til Svíþjóðar til að heimsækja móður sína og þegar hann kom til París aftur lá fyrir honum brjef frá Berthu Kinsky, þess efnis, að hún væri farin til Austurríkis og ætl- aði að giftast fátæka unnustanum sínum. En vinátta þeirra dofnaði ekki þrátt fyrir það. Skrifuðust þau jafnan á um áhugamál sín. Nobel var mjög hrifinn af sög- unni „Niður með vopnin" þegar hún kom út, og er það eflaust að pakka þeirri bók og kynnum hans af höfundinum, að hann efndi til friðarverðlaunanna með hinni frægu erfðaskrá sinni. Auk per- sónulegra athafna hennar í þágu friðarmálanna hefir Bertha von Suttner unnið þarft verk með því, að kryfja til mergjar lyndisein- kunnir Nobels. Hún var ein þeirra fáu, sem þektu hann til hlítar, og mynd sú er hún hefir gefið af honum, sýnir eigi aðeins hinn snjalla hugvitsmann, heldur f'rá; bæran öðling og mentamann, sem hafði betri þekkingu á bókment- um, listum og vísindum en títt er um flesta. — Og auk þess mann, sem var gagntekinn af háleitum hugsjónum og ást til mannkynsins, þrátt fyrir hinar bölsýnustu skoðanir og skilning á framtíð mannanna. Atvik sem sýndi hversu Prakk- ai mátu Nobel lítils, varð þess valdandi að hann dvaldist ekki í París til æfiloka. Elsti bróðir hans, sem oft er minst í sambandi við olíulindirnar í Kákasus, dó suður við Miðjarðarhaf 1888 og nú höfðu blóðin í ógáti hausavíxl á þeim bræðrunum. Eftirmælin sem Alfred Nobel af þessari ástæðu fekk að lesa um sjálfan sig, sýndu, að öll blöð annara þjóða höfðu hann í hávegum, en frönsku blöð- in hnýttu í hann og löstuðu, vegna þess að hann hafði selt einkaleyfi að uppgötvunum sínum til Itala, eins og annara, en um þær niundir var grunt á því góða milli Itala og Frakka. Nobel reiddist þessu og flutti til San Remo, sem er við Miðjarðarhaf, en innan ítölsku landamæranna. Þar bygði hann sjer skrauthýsið „Mio Nido" (Hreiðrið mitt) og bjó þar til æfiloka, 1896. óformlega erfðaskráin. Fimm ára stríð erfingjanna. Erfðaskrá Nobels var opnuð á nýársdag 1897, þessi erfðaskrá, sem hefir valdið því, að á hverju hausti er augunum rent til Sví- þjóðar og Noregs til að frjetta, hverjir hafi hlotið heiðursverð- launin miklu fyrir það árið. Eign- ir Nobels námu um 36 miljónum króna. í erfðaskránni voru fyr- irmæli um dánargjafir og sjóði til styrktar ýmsum fjarskyldum ættingjum Nobels en þeir nánustu fengu ekkert, enda voru þeir allir vel fjáðir. En fyrir mestan hluta arfsins skyldu keypt vel trygð skuldabrjef er mynduðu sjóð og skyldi vöxtum hans jafnan varið til verðlauna og viðurkenningar þeim, sem á umliðnu ári hefði orðið mannkyninu að mestu liði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.