Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Side 1
UM GOSSTOÐVARNAR: i Grímsvötn og Grímsvatnahver. Eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal. Eldgosið í Vatnajökli Skynditeikning eftir Guð- mund Einarsson.Á barm eldgigsins sjást förunaut- ar hans. Enginn hluti af öræfum íslands er jafn raunalega lítið rannsak- aðar og Vatnajökull. Hann er þó fegurstur og stærstur allra jökla í Evrópu. Væri ástæða til að við værum hreyknir af að eiga frum- kvæði að rannsóknum og mæling- um þessa fjallajöfurs. Öld eftir öld hafa eldgos rofið ísþekjur jökukins að norðan og vestan og' stórfeld jökulflóð hlaup- ið fram til skelfingar öllum lands- lýð, svo liefir ísinn aftur þakið flest verksummerki og' við tÖlum um, að það hafi orðið gos í Vatna- jökli. En Vatnajökull er jafn stór og alt ódáðahraun með vikurauðn- um vestan Jökulsár á Fjöllum og hefir verið talinn jafn torveldur yfirferðar og þær eyðimerkur, af því að landsmenn hafa ekki kunnað að ganga á skíðum og að búa um sig í tjaldi eða snjóhúsi. Úti í álfunni er Vatnajökull að- allegav þektur fyrir óveðursköstin sem fólk heldur að stafi frá hon- um, og halda vikum saman meg- inlandinu í ísfjötrum. Nú veit hver maður, að til forna var jökullinn ekki álitinn neinn farartálmi, enda hefir hann þá að líkindum verið þriðjungi minni að ummáli heldur en hann varð mestur um miðbik síðustu aldar. Þá var líka bygð norður undir jÖkul og öræfin öll gróðurmeiri en nú. Menn gengu þá í loðfeldum og áttu sterk vaðmálstjöld. Það væri heimska mikil að ætla mönnum að byggja aftur afdala- kot eða að búast fornmannabún- ingi — veðráttuna ber að meta eftir vilja landsmanna til að þola hana án vesaldóms. —■ Nú er Öll aðstaða til férðalaga það bætt að okkur er vandaminna að ferðast en forfeðrum vorum og það þrátt fyrir stirðara tíðarfar. Margar rösklegar ferðir hafa verið farnar um Vatnajökul nú síðustu 100 árin, en það hafa að- allega verið erlendir ferðamenn, sem hafa átt frumkvæðið. Það er því eðlilegt að þeir líti á sig' sem landkönnuði er liafi unnið afreks- verk, jafnvel þótt þeir hafi ráfað Bviltir um jökulinn eða aðeins kom- | ist á randjöklana. Vil jeg ekki með orðum þessum rýra afrek þessara gesta okkar og vissulega hafa sumir þeirra gert það sem við áttum að gera. En sumir þessara ferðalanga hafa óvirt allar gamlar heimildir og sögn fylgdarmanna sinna, breytt ýmsum örnefnum og gefið ómerkilegum randvötnum nöfn eða nafnaskrípi. Allra vandræða mest er þó tiltæki Svíanna tveg'gja er skírðu upp Grímsvatnahver, og kölluðu Svíagíg, þótt þeir væru viltir á jöklinum. Er uppátæki þeirra enganveginn afsakanlegt. Þeir þurftu ekki annað en að líta á jarðfræðiskort Þorvaldar Thor- oddsens til að sjá að eldgígur er settur við Grímsvötn, þótt Þ. Th. hafi ekki komið á staðinn og þar af leiðandi sett gíginn of sunnar- lega. Þá bar þeim fjelögum og að leita heimilda, enda var það vandalítið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.