Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8
147
Jökulsprunga.
Skriðjökull, sem er að eyðast af eldi og vatni.
(svokallaða þangað til rjett nafn
hennar er fram komið) og Jökul-
bungu. Gígurinn frá 1903 er næst-
um með ummerkjum að austan við
gnýpuna og annar gígur er þar
vestar ekki allgamall. Sumstaðar
malast jökulskriðið svo við
sprungubarmana að ísinn skrúf-
ar sig upp í bólstra.
Norðurhlið Geirvartna er lóð-
rjett standberg en Hágöngur eru
gegnumskornar af fornum basalt-
hraunstraumum. Standa hraun-
drangarnir víða eftir þar sem aðr-
ar mýkri steintegundir hafa hrun-
ið frá og mynda fegurstu turn-
kirkjur í gotneskum stíl.
Á Vatnajökli eru engar „þúf-
ur“ eða „hólar“, heldur mjúkar,
ávalar bungur, fegursta skíða-
svæði í Evrópu, þegar ekki er
aska og vikur til tafar. Þar munu
afkomendur vorir iðka liina hvítu
íþrótt og' kappakstur á hunda-
sleðum. Þá mun Ferðafjelag ís-
lands eiga skála í Álfagili við
Djúpárbotna undir Langaskeri og
hver unglingur sem ekki getur
gengið hæglega 50 kílómetra á
skíðum verður settur á letigarð.
— Hvað sem öllum framtíðar-
draumum líður — verður ekki
talað um Svíagíg framvegis,
.heldur Grímsvötn og Gríms-
vatnahver og fræðimönnum vor-
um er treystandi til að
losa oss við öll hin örnefna-
skrípin, sem hefir verið dreift
hingað og þangað um Vatnajökul
á síðari tímum.
Eld&töðvarnar . í Grímsvötnum
og samband þeirra við Skeiðarár-
hlaupin, ásamt öllum þeim ægi-
legu ummerkjum, mega ekki vera
lengur órannsökuð.
Það ætti að vera metnaður vor
að ganga skjótar að verki en þeg-
ar Kötlugjá gaus síðast 1918.
Eigi er ósennilegt að önnur eld-
vörp sjeu norðan jökuls frá því
í haust, þótt dreg'ið hafi verið í
efa að þar hafi hraun runnið.
Þótti mjer það undarleg ályktun
eftir staðháttum.
Síðar mun jeg reyna að rök-
styðja þá ágiskun mína, að Vatna-
jökull hafi á söguöld verið alt að
þriðjungi minni en á 19. öld og
hvers vegna hann var áður nefnd-
ur Klofa-jökull.
Eigandi smábílsins: Sko dón-
ann, nú hefir hann aftur stolið öllu
bensíninu frá mjer til þess að
fylla vindlakveikjarann - -sinn.
Víðsjá.
Erfðaskrá.
Gömul kona dó nýlega í Eng-
iandi. Hún hafði gert erfðaskrá.
arfleitt kisu sína að 1200 krónum,
en allar aðrar eigur sínar ha'ði
hún ánafnað ýmsum góðgerða-
otofnunum. Ættingjar henna.-
fengu ekki einn einasta eyri.
Siðferði bolsa.
Fjórtán ára gömul stúlka í
Rússlandi kærði föður sinn fyrir
yfirvöldunum vegna þess að hann
hefði stungið korni undan. Fað-
iÝinn var settur í fangelsi, en
stúlkan var send til skemtidvalar
ruður á Krím og auk þess fekk
liún skriflegt vottorð um það?
að hún hefði gert föðurlandi sínu
atórgreiða.
Ungu stúlkurnar,
sem ætla sjer að komast að hirð
Bretakonungs, verða að vera vel
efnum búnar. „Daily Express"
hefir reíknað hvað það muni
kosta mikið að búa þær undir
það, og komst að þeirri niður-
stöðu að það mundi vera 90 þús-
undir króna. En fyrir þetta hefir
unga stúlkan lært að hneygja sig
fallega, tala ensku og frönsku,
veit hvernig hún á að vera klædd
við hvert tækifæri o. s. frv.
Betra en kraftfóður.
.1 frostunum í vetur fann for-
stjórinn fyrir kúaræktarbúi í
Salem í Bandaríkjunum upp á
því að gefa kúnum áfengt öl að
drekka, svo að þær heldi betur á
sjer hita. En þetta hafði þau á-
hrif, að kýrnar græddu sig stór-
kostleg'a og hafa mjólkað svo vel,
að furðu' gegnir. Meðal bindind-
is og bannmanna hefir þetta uppá-
tæki vakið fádæma gremju.
Bandaríkjaforseti svartur.
Málgagn Mussolinis ^Popolo
d’Italia“ gerir nýlega að umtals-
efni hina öru fjölgun Svertingja
í Bandaríkjunum. Þeir eru nú 12
miljónir. Segir blaðið að ekki
sje annað sýnna en að 100 árum
liðnum verði forseti Bandaríkja
Svertingi.