Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 1
JíMorsMtiMaðsitt® 43. tölublað. Sunnudaginn 21. október 1934. IX. árgangur. ínafold»rpr*ntimlðJ» h.f. Hvað er þjóðvernd ? Kaflar úr fyrirlestrí dr. Perníce, er hann flutti á fundí Læknafjelags Reykjavíkar þ. 14. okt. Er þjóðvernd nauðsynleg? Er ástæða til að halda kynstofni þjóð arinnar lireinum? Fjölmargar þjóðir hafa orðið fyrir því böli, að verða fyrir úrkynjun. Mikil og fjölmenn menningarríki hafa fallið í rústir og orðið öðrum færari og dug- legri þjóðum að bráð. Babýloníu- menn, Assyríumenn, Egyptar, Persar, Grikkir, Rómverjar, all- ar þessar þjóðir hafa haft yfir heimsveldum að ráða. En þó við enn í dag vérðum að dást að menn ingu þeirra og inenningarstarfi, hafa ríki þessi fallið í rústir, og' mannvirki þeirra kæfst í ösku og sandi. Hví liðu hin miklu menningar ríki undir lok? Ríki Babýlons stóð í mesta blóma 2000 árum fyrir Kristsburð. Þúsund árum seinna voru hjarðir á beit, þar sem áður voru hin ramgerðustu borgar- virki. 1700 árum fyrir Kristburð voru Egyptar á tindi valda sinna og menningar. Fjórum öldum seinna voru borgir þeirra í rústum og um 1000 árum f. Kr. hafði framandi þjóð tekið landið herskildi. Kringum 800 f. Kr. rjeðu Grikkir yfir öllum hinum kunna heimi. Þegar Rómverjar lögðu Grikkland undir sig' 250 árum síð- ar, voru yfirstjett þjóðarinnar og akuryrkju-bændastjettin íitdauð- ar. Það sem effir var, var af þrælakyni, og óhæft til þess að halda uppi ríkinu- Og þá Róm. Á döguin Krists voru íbúar Rómaborgar 2^2 miljón. En 300 árum seinna var íbúatalan innan við 200 þúsund. Sagan geymir og gagnstæð dæmi. Þjóðir, eins og Kínverjar og Japanar eiga þúsunda ára gamla menningu. Og enn standa ríki þdrra í blóma. Farsótíir, hungurs- iréyðir, styrjaldir, bvltingar og stórfeid manntjón hafa Kínverj- ar orðið að þola. En 500 miljónir manna lifa í Kína, tengdar sterlr- um ættjavðarböndum við land og þjóð, er láta sjer hvergi bregða, þó hinir stríðustu stormar geisi yfir landið. Fyrir utanaðkomandi áhrif og umbyltingar allskonar, iíður eng- in þjóð undir lok. Því ef svo væri, þá væri Kínverjar löngu búnir að vera. Þjóðin hefir mótstöðuafl í erfðamenning sinni og í fjöl- skyldu-trygðinni, er segir að vel- ferð ættarinnar skuli ávalt metin öllum persónulegum eiginhags- munum æðri. Þetta er meginstoð Kínverjanna, af þessu verður skilinn lífsþróttur þeirra. Hinir kynbornu og ættarstoltu Japanar halda fast við þúsund ára g'amlar venjur, er öldur tísk- unnar g'eta ekki kæft. Á fáum ára- tugum hefir þetta litla eyríki með 30 miljónum íbúa, vaxið í Dr. Pemice. 90 miljóna þjóð, er veitir sjer olnbogariim, ýmist á friðsamleg- an hátt, (eins og í Ástralíu, Suður- Ameríku, Indlandi) eða með her- valdi (þrátt fyrir Þjóðabanda- lag!) í Koreu og Mansjúríu- Þessi fáu dæmi í sögunni sýna hættur þær sem ógna ménningar- þjóðum, þegar afturför nær tök- um á þeim, þeg'ar barnsfæðingum fækkar, forystumennirnir deyja lit, lágmenningin nær tökum og l.jelegra fólkið tekur við. En þegar menn þekkja sjúk- dómseinkenni, þá rannsaka menn sjúkdómsorsakirnar. En sjeu þær kunnar, þá byrjar baráttan gegn þeim. Ef einhver hefði haldið því fram fyrir 500 árum, að sá tími kæmi, að enginn þyrfti að óttast drepsóttir, svo sem svarta dauða, kóleru og bólusótt, þá mundi hann hafa verið talinn fífl. En læknavísindunum og misk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.