Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 6
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS
Ut
þeir komnir niður að jökulbrún-
inni og kl. 3^ niður á eyrina- Þá
voru þeir orðnir holdvotir, því
að krapaliríð var þegar nær
ströndinni dró. Þar reistu þeir
tjaldið og dvöldu í því, þangað
til við konium og sóttum þá- All-
an tímann voru þeir votir og illa
á sig komnir. Fæðið byrjuðu þeir
þegar að spara og átu ekki
nema hálfan skamt á dag', af því
sem áætlað var. Þeir gerðu þeg-
ar í stað áætlun- Fyrst ætluðu
þeir að vera kyrrir í tjaldinu 9
daga og borða aðeins hálfan
skamt á dag, og síðan borða heil-
an skamt 5 daga og þvínæst að
leggja af stað á bátnum og reyna
að komast yfir til nýlendunnar,
því að þeir vissu ekki hvort við
værum kyrrir á sama stað eftir að
veðrið skall á.
Sem betur fór kom aldrei til
þess að þeir legðu af stað, því
að vafasamt er, hvernig þeim
liefði reitt af á bátnum í ís og
hörkustraumi, sem bar til hafs.
Maður verður að dást að þreki
því og hugrekki, sem ítalirnir
hafa svnt í þessu ferðalagi, því
að það mun síst heiglum hent að
hafast við 15 sólarhringa úti í
jafn óblíðu veðurlagi og erfið-
um aðstæðum. eins og hjer var
um að ræða, án þess að láta á sjá.
Nú var ekki eftir neinu að bíða
lengur, og því ekki annað fyrir
hendi en að hraða ferðinni, sem
mest, til þess að komast út úr
ísnum, áður en vetrarveður gerði
og frost, sem mundi loka öllum
leiðum. til næsta sumars.
Ferðin út fjörðinn gekk ágæt-
lega, því straumurinn bar okk-
ur hálfa leið. Vorum við aðeins
átta klukkustundir út að víkinni.
sem við höfðum legið á. en á
leiðinni inneftir höfðum við verið
vfir 30 tíma.
Þarna heldum við k.vrru fyrir
vfir nóttina. því ekki var rá.ð-
legt að halda út í ísinn, í nátt-
myrkrinu. Fyrir sóla;uppkomu
næsta dag vorum við komnir af
stað aftur. Heldum við út með C-
H-rwster og fyrir oddann. Bund-
utn við okkur við landfastan ;L
Þar urðum við að bíða nærri 3
sólarhringa áður en lagt var í
ísinn.
Mánudaginn 12. september
frjettum við að ísinn væri
orðinn dreifðari umhverfis Gust-
av Holm. Var nú flugvjelin
send upp og sást þá að ágæt leið
var út úr ísnum. Biðu þeir þá
ekki lengur boðanna. en sendu
flugvjelina eftir mönnum þeim,
sem inni í sundinu voru við rann-
sóknir. Síðan lögðu þeir af stað
og voru kornnir út úr ísnum næsta
morgun. Njáll var nú einn orðinn
eftir og máttum við því engu
tækifæri sleppa, til |>ess að kom-
ast út. Daginn eftir, fvrir sólar-
uppkomu, gengum við tveir upp
á C. Brewster, sem er 300 m. á
liæð, jeg og Gasparotto. Sáum við
nokkuð greiðan ís ! út og suður,
en alstaðar annars staðar var ís-
inn mjög samanþjappaður, eink-
um á sundinu, sem var orðið al-
veg fult af ís. Þar mun hafa
skollið hurð nærri hælum, að
Gustav Holm kæmist út, því að
ekkert, er líklegra, en að ísinn
hafi ekki dreifst aftur á sundinu
og hefði skipið þá ekki losnað fyr
en næsta sumar.
Haldið var af stað þegar við
komum niður af fjallinu. Kl. 12 á
hádegi vorum við komnir út úr
ísnum og höfðum þá aðeins ver-
ið 6 tíma á leiðinni, og mátti
það heita vel sloppið. Vindur var
hvass á norðaustan og' mikill sjór.
Frjettum við nú að Gustav Holm
væri staddur á 67° 42' n.br. og
21° 24' v.l. og lægi til. Veður-
hæð var þar 10 á norðaustan. Eft-
ir stuttan tíma vorum við komnir
í stormsveipinn, en gátum þó
haldið áfram með fullri ferð,
vegna þess hve Njáll er gott sjó-
skip. Vindurinn var á eftir, svt
að ferðin gekk vel. Um nóttinn
var þó farið með minni ferð vegna
þess að þá var komin heliirigning
og myrkrið svo mikið að varla
sást lengra. en skipsleng'd. Hætta
gat verið á því. að einstaka jaki
væri á reki á þessari leið, svo að
fara varð hægt og gætilega, enda
mjög erfitt að greina hvort jaki
eða hvítfreyðandi öldutoppur væri
framundan. Sjóinn jók heldur er
leið undir morguninn og rjett fyr-
ir kl. 6 ætlaði skipstjórinn að
fara að leggja skipinu til, en þá
fóru ólögin alt í einu að minka,
svo að hægt var að halda ferð-
inni áfram. Þegar leið á morgun-
George S. Arundale
biskup, sem g'erður var að forseta
guðspekifjelaganna um allan heim
að Annie Besant látinni.
inn fór að birta í suðaustrinu, og
vindur að blása úr þeirri átt-
Föstudaginn 14. sept. kl. 6.30
árd. sást land á bakborða, og vor-
um við þá komnir móts við Pat-
reksfjörð. — Gerðist nú ekkert
markvert, það sem eftir var ferð-
arinnar, og kl. 8 síðd. næsta dag'
lögðumst við upp að bryggju í
Revkjavík.
Þeir, sem tóku þátt í leiðangr-
inum voru þessir;
ítalimir:
Dr. Leonardo Bonzi greifi, far-
arstjóri, Gherardo Sommi Picen-
ardi markgreifi, Senior Franco
Figari, Senior Leopoldo Gaspar-
otto, Gigi Martinoni greifi og'
Islendingarnir:
Sigurjón Jónsson skipstjóri,
Markús F. Sigurjónsson stýrimað-
ur, Jón Brandsson 1. vjelamaður,
Sigurður ísleifsson 2- vjelamaður
og Guðbjörn Þórarinsson háseti.
Sambúð ítalanna og íslending-
anna var svo góð alla ferðina. að
belur varð eigi á kosið.
Lýk jeg svo máli mínu með
þakklæti til allra samferðamanna
minna fyrir ágæta viðkvnningu
o‘_>- góðan fjelagsskap.