Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 341 lensku stjórnina Kaupmannahöfn að sjá um að Itölunum verði veitt hjálp þegar í stað, ef til vill senda sterkan ísbrjót. Ástandið mjög alvarlegt. Skipstjórinn Njáli“. Seinna sama dag fengum við skeyti frá ítalska ræðismannin- um í Reykjavík og kvaðst hann hafa hraðsent bæði skeytin ítölsku sendisveitinni í Kaupmannahöfn og mundi liún vinna í samráði við grænlensku stjórnina. Til allrar hamingju kom þó aldrei til þess að það þvrfti að senda hjálparleiðangur af stað, því að næsta morgun, fimtudag- inn 6 september, var veðrið orðið gjörbreytt, næstum því komið logn og ísinn ekki eins þjappað- ur og verið hafði. Nákvæmlega 14 sólarhringar voru þá liðnir frá l>ví er Italirnir fóru á land. Við sáum nú að hægt mundi vera að komast eitthvað áleiðis. Var þá farið að Ijetta akkerum. Gekk erfiðlega að ná upp því fyrra, en það náðist þó að lokum. Það síðara var erfiðara viðfangs, því að jakinn, sem fyrir framan okkur var hafði lagst ofan á keðjuna og' varð honum ekki bif- að. Að lokum tókst þó að krækja í akkerið sjálft og náðist það upp, en keðjuna þurfti að saga í sundur, til þess að geta losnað frá jakanum. Klukkan var farin að ganga 6 síðdegis þegar við loks- ins komumst af stað. Við fengum nú að reyna hvað straumurinn er liarður á þessum slóðum. fsinn var ekki orðinn vel greiður enn- þá og gátum við því ekki komist eins hratt áfram og' þurft hefði, til þess að verða nokkuð ágengt. Við náðum lengst á móts við lít- inn höfða skamt fyrir innan vík- ina. en straumurinn hrakti okk- ur jafnharðan aftur á bak og út frá landinu. Var nú farið að skyggja og því ekki um annað að ræða, en að revna að komast upp að ströndinni til þess að okkur bæri ekki til hafs um nótt- ina. Heldum við eins hratt og mögulegt var upp að ströndinni og stóð það alveg heima, að þeg- ar við náðum loks upp að landi komum við nákvæmleg'a að sama jakanum aftur, sem við höfðum far’ið frá. Bundum við okkur við hann og lágum um kyrt meðan dimt var. Með birtu næsta morgun var lialdið af stað aftur. Þá var veðr- ið orðið skínandi fallegt og ísinn mun greiðari. Undir kvöld vorum við komnir á móts við næsta skrið- jökulinn fyrir utan þann, sem ftalirnir fóru upp á. Kom þá alt í einu þvílíkt straumkast á móti okkur að við ekkert varð ráðið Var þá ekki annar íirkostur en að leita til lands, og náðum við þangað skömmu eftir að dimt var orðið. Bundum við okkur við grunnfastan jaka því að ógern- ingur var að halda sjer við í mvrkrinu á móti straumi og ís. Um kl. 6y2 næsta morg'un var haldið af stað aftur. ísinn var nokkuð greiðari en straumur eins og vant var á móti. Það gekk þó nokkuð í áttina. og kl. 9y2 sáum við að verið var að veifa til okk- ar fyrir ofan eyrina, sem bátur- inn var á. Tveim tímum síðar vorum við komnir á staðinn og ftalarnir komnir um borð. Þeir voru ekkert þjakaðir að sjá, en kátir yfir því, að vera lausir úr prísundinni. Ferðasaga þeirra var á þá leið, er nú skal greina: Þeir lögðu af stað þaðan, sem við skildum við þá kl. 8 um morg- uninn og voru komnir upp á há- jökul kl. 10 sama kvöld. Þar tjölduðu þeir, o.g höfðu þar aðal- bækistöð sína. Næsta dag skildu þeir. Þrír þeirra fóru vestur eftir jöklinum og tveir austur eftir. Gengu þeir þar á fjöll, hvor flokk ur í sínu lagi. Hinn 26. ágúst skall á bylur, en þó komust þeir aftur að tjaldinu þann dag. Næsta dag var saina veður, en þrátt fyrir það gengu þrír þeirra á hæsta fjallið við ströndina, og tveir þeirra gengu á næsta fjall fyrir austan. Á öll fjöll, sem þeir gengu á. hlóðu þeir vörðu og settu merkt málmspjald í hana. Daginn eftir lág'u þeir um kvrt í tjaldinu vegna veðurs. Yar þá svo hvast, að stengurnar í tjaldi þeirra brotnuðu. Gátu þeir þó að nokkru bætt úr því með stöfum sínum. Yio t.jaldið var 7 stiga frost. en uup á fjöllunum alt að 20 st- frost. Þar var svo hvast, að vart var st.eit. Hinn 29. ágúst vöknuðu þeir kl. 2 um nóttina. Veðrið var það sama, en ] eir lögðu af stað nið- ur til strandarinnar samt sem áð- ur. Mikill snjór var kominn á jók- ulii.n og allar sprungur þalctar. Bylur var einnig, svo ferðin cfan varð þeim erfið. Þeir fellu oft ofan í sprungur, en vegna þess að þeir voru bundnir saman, gátu þeir altaf dregið hvern annan upp aftur- Kl. 2 síðdegis voru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.