Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 8
344 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5mcelhi. Minnismerki Mark Twains. I Bandaríkjunum á nú að fara að reisa skáldinu Mark Twain minn- ismerki. Er það líkneski af skáld- inn í líkamsstærð, en til hliðar við það líkneski af frægustu sögu- hetjunum, sem hann skapaði. Gert er ráð fyrir því, að minnismerki þetta muni kosta um eina miljón dollara. Evrópuhringflugið. f því sigraði pólskur kapteinn rfajan að nafni. Hjer sjest þega\ hann kemur til flugvallarins i Warchau aftur og annar flug maður fagnar honum með faðm lögum og kossum. Sæljón. Fyrir nokkrum árum var aragrúi sæljóna í suðurhöfum og eins við Kaliforníuströnd. En þau hafa verið veidd svo miskunnarlaust, að hætta er talin á að þeim verði algerlega útrýmt. — Myndin hjer að ofan er af sæljóni, sem kem- ur úr kafi- Mamma: Jæja, Inga mín, hvað lærðirðu nú fyrsta daginn í skól- anum? Inga: Ekki nokkurn skapaðan hlut. Mjer var skipað að koma aftur á morgun. — Mamma, þykir þjer vænt um mig? — Já, elsku drengurinn minn. — Því segirðu þá ekki skilið við pabba og giftist sælgætissal- anum hjerna á horninu. Læknir: Drekkið þjer altaf sódavatn einn tíma fyrir miðdeg- isverð, eins og jeg hefi ráðlagt yður ? Sjúklingur: Jeg reyni ]>að, en mjer er ómögulegt að halda út lengur en í 10 mínútur. Gamall maður kemur til læknis og segir: Jeg heyri svo illa að jeg heyri ekki einu sinni þegar jeg hósta. — Jeg skal gefa jrður gott með- al við því. — Að jeg heyri betur? — Nei, að þjer hóstið hæt-ra. Flugkonur. í Ameríku eru margar flugkonur og hafa þær nú myndað með sjer sjerstakan fjelagsskap, sem nefn- ist „Varalið kvenna". Hjer má sjá tvær flugkonur þessa fjelags í einkennisbúningi. Ofursti (við varðmann): Því stendurðu með hendur í vösum? Er þjer kalt á höndunum? — Nei. — Hvers vegna tekurðu þær þá ekki úr buxnavösunum? — Vegna þess að þá verður mjer kalt á þeim. — Dirfist þjer að halda því fram að þjer spiiið ekki eftir viss- um reglum ? — Hvað segirðu um mann, sem grefur konu og tvö börn um miðj- an daginn og fer svo í leikhús um kvöldið? — Að hann sje óþokki. — Nei, að hann sje grafari.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.