Lesbók Morgunblaðsins - 21.10.1934, Blaðsíða 4
340
LESBÓK MORGUNBLAÐBINR
Með „Njáliét
til Grænlands.
Niðurl.
Xæsta morgun var kominn vest-
an kaldi, sem jókst heldur er á
da<rinn leið. Stuttu eftir háde*ri
sáum við að ísinn var allur kom-
inn á hreyfingu út fjörðinn og
nálgaðist okkur óðfluga. ITm kl.
2 fór fyrsta lagísinn að reka
á okkur, síðan jaki og jaki á
stangli og síðast brunaði hver af
öðrum á skipið. svo að brakaði í
hverju trje. Þeir stærstu stóðu
grunn rjett hjá okkur og hrúg-
aðist síðan að þeim. Skifti það
engum togum, að við vorum orðn-
ir alveg inniluktir og gátum okk-
ur enganveginn lireyft- Það vildi
okkur til, að hár jaki hafði tekið
niðri og' sat fastur rjett framan
við stefnið á skipinu, og hlífði
hann okkur við því að ísinn
hræki okkur alveg upp í fjöru, en
grynnra mátti þó eklti vera við
afturstefnið, svo að skipið kendi
grunns. — Um miðnætti var
kominn svarta bylur og rok, og'
upp úr því var svo að segja lát -
laust óveður í 9 sólarhringa.
Skiftist þar á svarta bylur, krapa-
hríð og úrhellis rigning.
Við áttum að vera komnir til
ítalanna á þriðjudag um hádegi,
og' má nærri geta að þeim hefir
brugðið í brún, þegar þeir komu
ofan af jöklinum í óveðrinu og
sáu skipið hvergi. Að því er yirt
ist lá veður þetta aðeins fram
með fjallgarðinum sunnan megin
við sundið. Yið nýlenduna norð-
an megin var oftast nær hægur
norðlægur vindur, og eftir farinu
á skvjunum að dæma. var vind-
urinn á austan sunnan inegin við
f.jallgarðinn. Eftir því. sem dag-
arnir liðu fórum við að verða á-
hyggjufyllri um örlög ítalanna.
því þó veðrið væri slæmt, þar
sem við lágum, þá hlaut það að
vera hálfu verra uppi á jöklin-
um og við vissum auðvitað ekk-
ert um, hvort þeir hefðu náð nið-
ur til strandarinnar áður en veðr-
ið varð alófært. Og þó að þeir
hefðu náð þangað, hlaut aðbúðin
að vera ill, einkum vegna þess
að ógerningur var fyrir þó að
halda sjer þurrum.
Það er hinn mesti misskilning-
ur, að við höfum verið í nokkurri
hættu staddir, eins og margir
liafa haldið. Hefir sá misskilning-
ur stafað af því, að við sendum
skeyti um hjálp, en það var ekki
fyrir okkur, heldur ítalina, sem
lágu úti fjarri öilum manna-
bygðum og gátu ekki náð nokkru
sambandi við umheiminn.
Sunnudaginn 2. september sagði
Kaldal okkur, að Gustav Holm
væri á leiðinni norðan að og
mundi vera kominn inn til ný-
lendunnar eftir nokkrar klukku-
stundir. Spurðum við hann þá
hvort hann heldi að Gustav
Holm gæti veitt ítölunum nokkra
aðstoð. Kaldal kvaðst auðvitað
ekki geta sagt um það, en hann
skyldi taka við skevti frá okkur,
daginn eftir, og senda skipstjór-
anum. Næsta dag þegar jeg' átii
tal við Kaldal sagði hann að
Gustav Holm væri orðinn fastur
í ísnum skamt frá nýlendunni.
Gat þá ekki verið um neina
h.jálp að ræða þaðan.
Þetta var 12. dagurinn frá því
er ítalirnir fóru í land og höfðu
jieir þess vegna aðeins vistir eftir
til 8 daga. Einu skipin, sem eft-
ir voru við Austurströnd Græn-
lands voru Gustav Holm og
Njáll, og nú voru þau bæði fiist.
Var ómiigulegt að segja. hve það
ástand gæti haldist lengi, og
mátti því vart dragast lengur að
skýra hlutaðeigendum frá hvernig
komið væri. Skipstjórinn, Sigur-
jón Jónsson, sendi því þann dag
ítalska ræðismanninum í Reykja-
vík svohljóðandi skeyti:
„Italirnir stigu á land hinn 23.
ágúst til þess að hefja 5 daga
f jallgöngu. Landg'öngustaðurinn
var hjerumbil 'á 70° 08' n.br., 23°
05' v.lg. Þeir höfðu matvæli með-
ferðis til 20 daga- Njáll lagðist
á vík eina á 70° 08' n.br., 22° 18'
v.lg'. og átti að sækja ítalina 5
dögum síðar, en ísinn hefir ávalt
verið samanþjappaður, svo að
Njáll getur ekki lireyft sig. Ef
Njáll kæmist ekki til ítalanna,
ætluðu þeir sjálfir að reyna að
komast til skipsins, en eru ókomn-
ir ennþá að 12 sólarhringum liðn-
um. Regn, bylur og mikil þoka
síðustu viku.
Skipstjórinn Njáli“.
Skeyti þetta var einnig sent
grænlensku stjórninni, Mikkelsen
og skipstjóranum á Gustav Holm.
Næsta dag var alt tíðindalaust.
Miðvikudaginn 5. sept. var
hellirigning allan daginn án þess
að nokkurt hlje væri á. Á-
standið var alveg það sama hjá
okkur, og Gustav Holm hraktist
með ísnum fram og aftur um
sundið. Flugvjel var þar um
borð, en auðvitað ómögulegt að
koma henni við.
Sáum við nú að svo búið mátti
ekki standa lengur, ef takast ætti
að bjarg'a mönnunum í tæka tíð.
Skipstjórinn sendi þá annað
skevti svohljóðandi:
„Italski ræðismaðurinn, Reykja-
vík. Skírskota til skeytis míns
frá 3- september. Stormur, rign-
ing, þoka og samþjappaður ís
hindrar okkur algerlega í því að
geta veitt nokkra hjálp. Bið yð-
ur nú þegar í samráði við græn-
77/ hœgri Jök-
ullinn, sem ítal-
arnir gengu á.