Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1934, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1934, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 387 Höggstokkurinn frá Vatnsdalshólum og öxin, seiQ þau Agnes og FriÖrik voru höggvin með. Hvort tveggja er nú geymt i Þjóðminjasafninu. honum frá frásögn Agnesar um sviksemi vinnumannsins í því efni. Vart mun Magnús leggja trún- að á sannleiksgildi þessara frá- sagna Agnesar. Að vísu hef'r hann ekki haft nein orð þar um, en kýmnisbros hans undir t'é,- sögn minni hefir blásið mjer því í brjóst. Það, að „Magnús gamli“ reynd- ist að vera til, hefir að nýju vak- ið traust mitt á leiðsög'n hinna látnu, og legst jeg því ókvíðinn til hvílu- 15. júní 1934„ Klukkan er hálf tíu fyrir há- degi. Jeg stend á Þrístapa, en það er hóll sá í Vatnsdalshólum, er þau Agnes og Friðrik voru leidd á til aftökunnar. Við hlið mjer standa þeir, Magnús Jónsson hreppstjóri frá Sveinsstöðum og fulltíða sonur hans, ólafur að nafni. Á miðjum hólnum er 45 cm. hár pallur, að flatarmáli 22 og Vz fermeter. Hann hefir verið hlað- inn úr grjóti og torfi og stendur enn óhaggaður, að öðru leyti en því, að hann hefir sigið lítils- háttar á stöku stað. 1 kringum pallinn hafði verið komið fyrir trjegirðingu, að því er sagan seg ir, en hennar sjást nú engin merki. Við hefjum dyslertina með því, að athuga nákvæmlega umhverf- ið, ef ske kynni, að við yrðum ein- hvers þess varir ofan jarðar, er gæti orðið okkur til leiðbeining- ar, en er sú leitar aðferð ber eng- an árangur, könnum við jarðveg- inn, norðan við aftökupallinn, með 8 mm. sverum járnstöngum. Eft- ir þannig lagaða f jórðungsstundar leit, rekur Magnús sína stöng nið- ur á aðra kistuna. Er hann þá staddur 12 m. norðvestan við af- tökupallinn. Þar hefjum við gröft á allstóru svæði, til þess að forðast skemdir. Á 65 cm. dýpi. nyrðst í gryfjunni komum við niður á höfuðkúpurnar, er liggja hvor hjá annari. Þar finnum við einnig tíu cm. langt spýtubrot, er við ætlum að sje af annari hvorri ])eirri stöng, er höfuðin voru sett á. Höfuðkúpurnar virðast lítt fún- ar og eru óskemdar að öðru en 1 ví. að þrjár tennur vantar í aðra þeiria. Jarðvegurinn er þarna dá- lítið malarborinn, en í miðri grvfj unni og í syðri hluta hennar er hrein mold. 25 cm. neðar, komum við svo niður á kisturnar, í miðri gryfjunni, Þær eru hlið við hlið og liggja frá suðáustri til norð- vesturs. Lokin eru brotin og fallin niður og verður því eigi með fullri vissu sagt um, hver lögun þeirra hefir verið, en að líkindum hafa þau verið flöt. Kisturnar eru að öðru leyti heilar, en mjög fún- ar. Innan mál þeirra er: Breidd að ofan 30 cm. í annan endann, en 37 í hinn, en a(S neðan 24 og 30 cm. Hæð 23 cm.. jafn háar í báða endá, en lengd annarar er 1,45 m. en hinnar 1,65 m. Beinin eru mjög fúin og varla annað eftir af þeim, en þau hörðustu og stærstu. Uppgreftrinum er lokið og Magnús er farinn heim að Sveins- stöðum til þess að sækja eitthvað undir beinin, en við Olafur bíð- um hans á meðan. Sólin skín nú í heiði frá háde^- isstað og kyssir beinin, sem í 104 ár hafa hvílt 1 hinu kalda og dimma skauti uáttúrunnar. í huga mjer brjótast fram mags- konar hugsanir og ryðjast ó- reglulega hver fram fyrir aðra. Þrátt fyrir greind og góðleik Ól- afs, þrái jeg því einveru, svo jeg færi mjer svefnásókn til afsök- unar, og geng afsíðis. Jeg sje í hyllingu andans hinn margþætta , hildarleik þeirra ör- laga, sem hrundu Agnesi og Frið- riki út á þá glapstigu, er leiddi til aftökunnar Hvernig orsakir og afleiðingar ófust saman, með eðlilegum hætti og leiddu til þess er verða varð. Sje Agnesi og Frið- rik líðandi eftir líkamsdauðann. leita í tíu áratugi, árangurslausra sætta við mennina, án þess að finna nokkurn þann, er gæti flutt sáttaumleitan þeirra, á milli heim- anna. Sje angistarótta þeirra, eft- ir að milliliðurinn, miðillinn, loks er fundinn — óttann við það, að hann gefist upp við að koma í framkvæmd í tæka tíð, marg- endurteknum óskum þeirra, um uppgröft beinanna, jarðsynging þeirra í vígða mold, guðsþjónustu- athöfn á morðstaðnum og almenna samhygð og fyrirbeiðslu. Sje mið- ilinn og stjórnanda hans, er sam- stilt í kærleika og þjónustu, ganga til verks, umlukt geisladýrð dygð- ugs lífernis, er gjörir þeim mögu- legt að skila verkefni sínu, ósjálf- ráðu skriftinni villulausará en venja er til um miðilssambönd- Sje þau í hjálparstarfsemi sinni, sem nær jafnt til látinna sem lif- andi, gera góðverkin með hægri hendinni, án vitundar hinnar vinstri.-------- Magnús er kominn aftur. Við göngum frá beinunum til flutn- ings og' lagfærum moldarbynginn, því jeg skil gröfina eftir opna, svo að þeir sem kynnu að vilja rannsaka hjer frekar, geti g'ert það fyrirhafnarlaust. Á jeg þó

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.