Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1934, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1934, Síða 7
LESBÓK M0RGTTNBLAÐSIN8 891 Geldingahólmi « Smiðjusker næst, þar hafði Natan smiðju sina og þar var þá al« faravegur með sjónum. vestur í ál. Snýr Jón þá lieim o; alveg víst, að Björn, og fleiri þeirra, sem reru hjá Jakob, trúðu því, að hann þyrfti ekki eins að sætta sig við blinda hendingu við veiðiskap eins og almenningur verður að gera. Gömlu sjómennirnir Jakobs trúðu blátt áfram statt og stöðugt á óskeikulleika hans sem sjó- manns, og eftir að bann var drukknaður þá trúðu þeir jafn örugt að gæfa fylgdi öllum veið- arfærum, sem bann hafði notað, og öllum siðum, sem bann hafði baft. Haustið, sem Jakob beitinn drrrkknaði varð það úr, að tveir gömlu hásetarnir hans reru hjá mjer. Það voru þeir Björn á Kárastöðum og Jóhannes frá Vatnsenda, og var það fyrsta haustið sem jeg reri frá Stöp- um. Vildu þeir þá endilega að jeg keypti nýtt haukalóðarefni, sem Jakob hafði keypt um sum- arið. Sögðu þeir mjer, að gifta myndi áreiðanlega fylgja veiðar- færinu fyrsf Jakob hefði átt það, °g Jeg get ekki neitað því, að mjer datt það sama í hug. Jeg keypti haukalóðarefnið og við not- uðum hana um haustið. Framan af vertíðinni lögðum við hana inn og vestur frá Stöpum og öfluðum mJcg vel á hana, en svo kom okk- ur saman um, að gaman væri að færa liana norður þangað, sem næst því er Jakob heitinn hafði haft sína lóð áður. Daginn eftir var kominn norðan storraur, sem helst í tvo daga, svo við gátum eid i vitjað um lóðina. Á þrið.ja dcgi gaf okkur á sjó. Er við kom- um fram, fUndum við annað dufl- ið, en er við fórum að draga íær- ið, var það svo þungt, að við bifuðum því varla. Loks skaut hinu duflinu upp við borðið, svo að við gátum náð í það, og dróg- um nú á báðum færum. Lóðin var þarna öll í einum hnút, tveir þung ir stjórar og sex fullorðnar flyðr- ur. Held jeg að þetta sje mesti afli á eina lóð, sem jeg hefi sjeð. Var lóðin svo þung á meðan við vor um að draga hana, að okkur datt ekki í hug að færin mundu þola. Þegar við sigldum í land vissi jeg vel hvað gömlu hásetarnir látna sjógarpsins hugsuðu. að sú spá þeirra hefði rætst, að ham- ingja myndi fylgja veiðarfærinu og' miðinu. Og svo er annað: Hefði okkur ekki verið vísað á lóðina þenna dag, þá hefði þessi mikla björg, sem á henni var, orðið hákörlum að bráð og við aldrei sjeð nokkurn spotta af lóðinni, því þegar við vorum að sigla til lands, var að hvessa upp á land- norðan og kominn mikill sjór, en við náðum upp fyrir innan Bergsstaði. Garðurinn helst í viku, svo aldrei var farið á sjó, og mig minnir að sjaldan væri farið á sjó eftir þetta, því hausti var tekið að halla“. Hjer þrýtur brjef Jóns Egg- ertssonar, að því leyti, sem það snertir Jakob á Illugastöðum. Til viðbótar þessu vil jeg bæta við munnlegri frásögn Jóns um hval- rekann mikla á Ánastöðum vorið 1882, því þar kemur Jakob við sögu. Vorið 1882 var vanstilt fram yfir sumarmál. Stilti þá til og mildaði veðráttu svo að víðast var búið að sleppa fje um 20. maí. Var þá síld inni á Húnaflóa ogmil< il hvalaganga. 24. maí gekk í norð- an hríð og var þá rekið íshrafl inn á Flóann. Lögðu bændur nú alt kapp á að ná fje sínu, en gekk misjafnlega, því fjeð var komið víða- Næsta dag birti hríðina að kalla og var Húnaflói þá alþak- inn hafís, að litlum vökum frá- töldum. Þegar hríðarlítið var orð- ið, var Jón Eggei’tsson sendur af stað að leita fjár þess sem vant- aði í hríðinni. Er hann kom skamt inn fyrir Ánastaði sá hann marga fullorðna reyðarhvali í ísnum mjög skamt frá landi. Var ísinn þar fremur smár, en þjettur, og engin vök uær en norður og segir hvalsöguna. Þá bjó á Ána- stöðum Eg'gert Jónsson frá Syðsta-Hvammi, faðir Jóns sögu- manns míns. Sendi Eggert þá þeg ar út að Illugastöðum og bað Jakob að koma og hjálpa sjer að veiða hvalina, en sjálfur fór hann í smiðju og smíðaði mjög lang- ar hvalaskálmir. Næsta morgun kom Jakob og fleiri menn af Nes- inu. Var þá bjart veður og kyrt en nokkurt frost. Fóru þeir nú inn með sjó og voru hvalirnir þá á líkum slóðum og kvöldið áður, og lágu þar kyrrir sem ísinn var greiðastur. Varð Jakob þá að ráði að hann batt sig í langan vað, yfir 20 faðma, og' ljet nokkra menn halda á honum, en sjáiíur gekk hann að þeim hvalnum, sem næstur var landi. Lá hann kyr þótt að honum væri gengið. Skar Jakob tvær holur í spikið fyrir aftan bægslið. Lagði svo skálminni í aðra holuna og gekk hún á hol. Tók hvalurinn þá svo mikið við bragð að jakarnir kringum hann sporðreistust, en Jakob fór í sjó- inn. Kom þá vaðurinu að góðu haldi, því nú drógu þeir Jakob upp í honum. Því hafði hann hol urnar tvær, í spikið, að ef hann lenti á beini með hið fyrra lagið, þá gæti liann lagt strax inn úr hinni holunni. Á þenna hátt lagði hann fjórtán reyðarhvali yfir dag inn, og' kvartaði ekki um vosið. Allir hurfu hvalirnir í fjörbrot- unum út undir ísinn, en er þeir voru dauðir |)á bljesu þeir upp og lyftu af sjer ísnum. Var þá farið að þeim eftir ísnum og kom ið í þá festum, ísnum svo stjak- að frá þeim og þeir dregnir til lands- Alls lagði Jakob tuttugu og fjóra hvali af þeim þrjátíu og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.