Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1934, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1934, Blaðsíða 5
LESBÓK MORG»FV»JJA»SlNg 389 fiagnir af Vatnsnesi. Eftlr Theodór Arnbjörnsson frá Ósl. f !»*ul'o vl/n+í nr. hinnmpn Kqv i tvn FrJi. t Jakob á Itlugastöðum. 011 voru börti þeirra Bjarna og Náttfríðar mannvænleg og prýði- lega vitiborin. Plest þeirra voru hagmælt. þó að Sigurður væri það miklu mest- Skal uú víkja nokkuð að hvoru þeirra fyrir sig. Sigurður var þeirra elstur, f. 8- apríl 1841, samkvæmt kirkjubók Tjarnarsóknar, en systkini hans segja liann fæddan á sumardag- inn fyrsta. Vísast um Kann til frásagnar Snæbjarnar Jónssonar framan við Hjálmarskviðu. Jakob Bjarnason er fæddur í Tungu á Vatnsnesi 6. okt. 1842. Merkur samtíðarmaður lians, Gunnlaugur Skúlason á Geitafelli, heí’ir lýst honuni svo í brjefi til míu 1930: „Jakob var mætur maður. tel liann einu mætasta manninn, sem jeg' hefi nokkur kynui haft af, og einn allra besta drenginn í hóp þeirra bændanna, sein honum voru samtímis hjer í sveitinni . .. Jak- ob .var af fátæku fólki kominn og var ungur látinn fara að vinna Lendingarvik hjá Illugastööum og nokkur hlutl af Kirkjutanga. fyrir sjer, eins og þá var títt um fátækra manna syni- Hann var freinur seinþroska og frekar veik- bygður, en vilji hans og áhugi vakti þegar athygli manna. Grædd ist lionum betur fje en flestuni jafnöldrum hans. Snemma koni það í Ijós, að liann var gæddur óvanalega góðri greind, og er honum óx aldur og þroski hafði hann einlæga og vakandi löngun til fróðleiks og menningar. Þessi alúð hans bar þann ávöxt, að liaiin aflaði sjer víðtækari fróð ieiks og' þekkingar en þá var títt uni menn í hans stöðu, er lítillar tilsagnar nutu_ Þá var honum ant um að ungmenni þau, sem hjá iionuin voru, fengju sem besta nppfræðingu, og stuðlaði einnig til þess á öðrum bæjum, tók og euda sjálíur nokkur þeirra á heimili sitt, til uppfræðingar. í þessu bygðarlagi ól haiin all- an aldur sinn. Hinn 21. maí 1872 kvæntist hann Auðbjörgu Jóns- dóttur á Illugastöðum Árnasonar, en móðir hennar var Ogn Guð- mundsdóttir, Ketilssonar. Byrj- uðu þau búskap ]>á um vorið í Illugastaðaeyja. Rjett fyrir ofan litla tangann er Eyjarbakki þar sem Varp-Eyjólf- ur Guðmundsson bjó, sá, sem kom upp æðarvarpinu í eynni. (■rafarkoti og bjuggu þar í tvö ár, en fluttust þá að Illugastöðum, að ósk Jóns föður Auðbjargar- Hjer var hann kunnugur, og' hafði frá upphafi aflað sjer trausts og virðiiigar sveitunga sinna, því að hann var vandaður maður og á- reiðanlegur í öllu sínu dagfari. Honum voru því brátt falin mörg störf í almenningsþarfir. Var hann kosinn í sýslunefnd, hrepp* ne/nd, sóknarnefnd og sáttanefnd, enda rar hann jafnan ótrauðui styrktarmaðnr hinnar fátaeku sveitar sinnar. í búnaði var hann trainkvæmdamaður og hafði mik- inn áhuga fyrir að innleiða þær nýungar, sem horfðu til framfara. Hann kom á fót búnaðarfjelagi sveitar sinnar og var formaður þess meðan hann lifði. Fyrstur manna kom hann hjer upp vermi reit, og sýndi með því hvernig hægt væri að stunda garðyrkju hjer á þessum kalda útkjálka. Sem sjómaður var hann hinn fiskisælasti og allra manna kunn- ugastur öllum fiskimiðum hjer á Flóanum vestan við Vatnsnesið- Hann byrjaði ungur formensku og var hinn ákafasti sjósóknari. Þegar hann fór fyrst. að róa frá Stöpum, alókunnugur öllum mið- um, var jeg þar lítill drengur, en man þó vel, að oft kom liann seinl að af sjónum, ef veður var gott, og með mikinn afla; því þegar haun þóttist afla lítið á lóðirnar. þá reyndi hann annars staðar með færi og fekk þannig oft drjúga hlutarbót. Með færanotk- uninni fann hann misdýpið í Fló- anum. og mundi vel æ síðan. Hann gaf nöfn öllum fiskimiðun- um hjer fyrir bæjunum, því hann sótti smámsaman lengra og lengra norður á Flóann, og haldast þau nöfn öll enn. Eftir að lianti var sestur að á Tllugastöðum sem bóndi, stundaði hann fiskiróðra haust og vor, hafði ,,haukalóð“ úti á sumrum og aflaði drjúgan á hana. eu reyndi fyrir hákarl á vetrum, einkum ef hafís var inni. Þannig stundaði hann sjó og land- búnað jöfnum höndum, af miklum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.