Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 31.03.1935, Qupperneq 1
„Lanra strandar. 25 ára minning. Eftír Ludvíg C. Magnússon, endurskoðanda. „Laura“ strönduð í brimgarðinum hjá Finnstaðanesi. „Laura“ hafnar sig á Sauðár- króki. 1 góðu veðri sigldi póstskipið ,Laura‘, eign Sameinaða danska gufuskipafjelagsins, inn Skaga- fjörð, þriðjudaginn 15. mars 1910, og varpaði akkerum á höfninni á Sauðárkróki. Hefði einhver látið svo um mælt daginn þann, að skjótlega myndi draga skugga fyrir heilla stjörnu þessa fagra skips, og dagar þess brátt verða taldir, og þótt næsti dagur hefði ekki verið tilnefndur í því sambandi, er alveg víst, að sá, er þannig spáði, hefði vart verið talinn mcð öllum mjalla, því að svo var traustið á skipinu mikið, og var það síst að ófyrirsynju. í öll þau tuttugu og átta ár, er ,,Laura“ hafði þá verið í för- um hjer við land, hafði hún v(er- ið dæmalaust hepnisskip; aldrei hlekst neitt á, — eða nokkurn tíma mist út mann. Geta þó allir gert sjer í hug- arlund, að ósjaldan muni hafa blásið óbyrlega, er hún var hjer í vetrarferðum, og varðist áföll- um í ofviðrum, með frosthörk- um og blindhríðum, að ógleymd um ísnum, sem tíðara lagðist að ströndum kandsins þau ár, er „Laura“ var í íslandsferðum, hcldur en hin síðari dr. Og hugdjarfir, vaskir, fram- Úrskarandi gætnir og athugulir hafa þeir sjómenn verið, er stóðu á stjórnpalli skipsins um svo langt árab.l, og stýrðu því jafnan heilu í höfn. Því var það að vonum, að margan setti hljóðan daginn eft- ir, er fregnin um það, að ,Laura‘ væri strönduð, barst út um land- ið. — Enn einu sinni var fengin sönnun fyrir því, að alt er hverf- ulleikanum háð, og fáu er að fulltreysta. Á Skagafirði. Er lokið var afgreiðslu ,Laura‘ á Sauðárkróki, var degi tekið að halla. Tilkynt hafði verið, að þaðan mundi haldið af stað um kvöldið, og voru því allir far- þegar komnir út á skipið, að afgreiðslu þess lokinni, en um það leyti fór að þykna í lofti, og mátti glögglega greina, að norð- an garður var í aðsigi. Það varð því að ráði, að brottferð var frestað, og skyldi bíða birtu. — Hinsvegar færði skipið sig um kvöldið af legunni, en þar hafði það legið frekar grunt, og lengra fram á fjörðinn. Margir farþegar voru með skipinu, er það kom til Sauðár- króks, og bættust þar nokkurir við í hópinn, þar á meðal var jeg, er þessar línur rita, ásamt móður minni og tveim systkin- um. Var ferð okkar með skip- inu heitið til Dýrafjarðar. Eins og títt hefir verið, er far-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.