Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 2
290 LESBÓK MORGTJNBLAÐSIN9 og angaði af „jasmin“-ilm. Frá Stuttgart lögðum við leið okkar til Urach og yfir Schwábische Alb, og komum niður að Donau hjá Ehingen. Þaðan hjeldum við loks til Míinchen um Ulm og Augsburg. Yar þá kominn 17. júlí, og við búin að hjóla rúma 800 km- VEGUBINN OG VEÐRIÐ. Lengsta dagleið okkar var 120 km. Var það á norðanverðri Rín- arsljettunni. Þýsku þjóðvegirnir eru yfirleitt mjög vandaðir. Allir fjölfarnari vegir annaðhvort mal- bikaðir eða steinlagðir. Aftur á móti eru steinsteyptir vegir sjald- gæfir, og malarbornir vegir eins og vegirnir okkar eru helst ekki nema á fáfamari leiðum. Mjög víða var unnið að vegabótum af miklu kappi. Var verið að breikka vegina, hækka þá, taka af þeim bugður og malbika þá að nýju. Unnu við þetta margir menn. flestir naktir niður að mitti, og því duglega útiteknir. Umferðin á þjóðvegunum er víðast hvar geysi- mikil, og er því ráðlegra að fylgja settum umferðarreglum. Auðvitað urðum við að læra að víkja til hægri handar, eins og siður er þar í landi. AHan Hðlangan daginn bruna bílar og bifhjól eftir vegunum og látlaus straumur hjólreiðarmanna. En innan um öll þessi hraðskreið- ari farartæki velta háfermdir héy- eða kornvagnar bændanna, sila- lega áfram, dregnir af uxum, mjólkurkúm eða hestum. Verst var okkur við stóru flutningsbifreið- arnar, sem hafa einn eða tvo vagna í eftirdragi, og þar næst við mótorhjólin. Aðeins tvisvar, meðan við vor- um á þessari ferð, kom skúr úr lofti, annars var altaf heiðskírt og hitasólskin. Oft var hitinn yfir 30 stig. FRÁ MÚNCHEN TIL HAMBORGAR. 28. júlí lögðum við svo aftur af stað frá Munchen, og var nú ferð inni heitið norður á bóginn, áleiðis til Hamborgar. Við fórum yfir Donau hjá Ingolstadt og hjeldum þaðan yfir Eichstádt til Nurnberg, síðan um Bamberg til Koburg og inn í Thúringerwald, þarnæst til Saalfeld og ofan Saaledal til Jena. Fórum við síðan um Weimar, Er- furt og Gotha, til Eisenach og sáum hina frægu Wartburg. Fór- um við þaðan yfir Múhlhausen og Nordhausen norður í Harz, og gengum á Blocksberg. Þaðan fór- um við til Goslar og Hildesheim og til Wirringen í Hannover, og loks yfir Lúneborgarheiði til Hamborgar. Þangað komum við 15. ágúst, og höfðum þá hjólað álíka langt og í fyrri ferðinni, svo báðar ferðirnar samanlagðar eru eitthvað rúmir 1600 km. Eru þó ótaldir ýmsir útúrkrókar, sem við vitum enga mælingu á. Á þess- ari leið var veður mjög ólíkt því sem verið hafði á fyrri ferðinni. Var oft þykt loft og stormur, en ekki rigndi þó neitt að ráði, nema einn daginn. Kvaðst fólk ekki muna svo kalda tíð um þetta leyti árs. FRÓÐLEGT FERÐA- LAG Við erum mjög ánægð með árangur ferðalagsins. Það er furðu mikill fróðleikur, sem hægt er að hafa upp úr svona ferð, þótt ekki sje nema á tæpum mán- uði. Fyrir kenslustarf mitt mun líka margt af því, sem jeg sá á þessiun ferðum geta haft beina og óbeina þýðingu. Við Islending- ar getum tæplega gert okkur hug- myndir um, hvernig til hagar í akuryrkju- og iðnaðarlöndum, nema við fáum að sjá það með eigin augum, svo ólíkt er þar flest því, er við eigum að venjast hjer heima. Með því að gefa sjer tíma til að rabba við fólkið, sem er að vinna á ökrunum, meðfram veg- unum, og mefe því að gefa sig á tal við hina og þessa, sem á vegi manns verða, á þjóðvegunum, í skógunum, í sveitaþorpunum og smáum iðnaðarborgum, verður maður furðu margs vísari um lífs- kjör og lifnaðarháttu alþýðu. AUstaðar hittum við alúðlegt og greiðvikið fólk. Víðast hvar voru menn skrafhreyfnir, enikum þó á Suður-Þýskalandi, og virtust hafa ánægju af að fræða okkur um smátt og stórt, sem við spurðum um. Mjer er líka ekki grunlaust um, að sumt sveitafólkið sje fljót- teknara td kynningar, þegar í hlut á fólk, sem ferðast á reiðhjólum og er klætt í samræmi við slíkt ferðalag, heldur en það er við prúðbúið og uppstrokið ferðafélk, sem kemur í bíl eða járnbrautar- vagni. Við völdum okkur einkum gisti- stáði í þorpum og smærri borgum. Bæði var það ódýrara en í stór- borgunum, og þar var nærri altaf tækifæri til að kynnast heima- fólkinu og fræðast af því um það, sem okkur ljek forvitni á að vita í l>að og það skiftið. TALIÐ BERST AÐ ÍSLANDI. Þegar það barst í tal, að við værum íslendingar, settu sumir upp stór augu, því þeir höfðu haldið, að ísland væri bygt ein- tómum Eskimóum. Aðrir fóru að spyrja okkur um lifnaðar- hætti ísbjarnarins, og urðu þeir fyrir vonbrigðum, er við gerðum þeim þá játningu, að fyrsti ís- björninn, sem við hefðum sjeð á æfinni, væri í dýragarðinum í Múnchen. Aðrir slógu okkur gull- hamra með því að segja að á ís- landi væru hreinustu Germanir í heimi. En auðvitað hittum við líka öðru hvoru fólk, sem vissi tölu- verð deili á íslandi. Sumir spurðu líka um það, hvort ekki væri talað illa um Þ.jóðverja á íslandi. Við svöruðum því, að við værum lítil og hlutlaus þjóð, sem hefði enga ástæðu til annars en tala vel um Þjóðverja. AUÐRATAÐ VÍÐAST HVAR. — Yfirleitt er vandalaust að rata. Við höfðum með okkur kort yfir landshkxta þá, sem við fór- um um, og einnig stutta leiðarvísa fyrir ferðamenn. En meðfram öll- um vegum éru með stuttu millibili áletranir, annað hvort á spjöldum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.