Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 6
294 LESB^K MORGUNPLAÐSINS ? •*« Hún sagði ósatt. Smásaga. í •:.*X":"X-X~:"X"X":~X~!"X"X":- Charles Simmon King varð altaf mælskur þegar talið barst að frelsi, jafnrjetti og bræðralagi. Hann máti ekki lxeyra það nefnt að dæma menn eftir ætt eða kyn- flokki. Það kallaði hann úreltar kenningar. Það einasta sem aðgreinir menn, sagði hann er, hve mismunandi dugur er í þeim. Duglegur maður er jafngildur hvort sem hann er hvítur, svartur eða gulur. Þar kemur hvorki kynflokkur eða ætt- aruppruni til greina. Hann talaði oft um afturför hins hvíta kynflokks. Hann leit svo á að blöndun kynflokka yrði best- Ef saman blandaðist menn- ing Evrópu og óbrotinn lífsþrótt- ur. Suður- og Austurlandaþjóða, taldi hann að framtíð álfunnar yrði best borgið. Faðir hans var ekki á sama máli. Og móðir hans var áhyggju- full út af því hvernig þessi sonur hennar „rann út í“ sambönd lægri manna, eins og hún komst að orði. Faðir hans ætlaðist til þess að hann yrði verslunarmaður, og tæki við forstöðu verksmiðjunnar er stundir liðu. En móðir hans vildi að hann helgaði líf sitt málaralist- inni. Hann hafði erft listahæfileika sína úr móðurættinjai. Móðurafi hans var frægur málari. Og kennari Charlesar, er hafði kent honum í tvö ár fullyrti að hann hefði óvenjulega hæfileika. Hann vildi að Charles vrði í París eitt ár, til þess að fullkomna sig í list sinni. Móðir hans vildi láta þetta eft- ir honum. Og um álit gamla mannsins var ekki spurt. — Charles, sagði móðir hans, þegar hún kvaddi hann á járn- brautarstöðinni, þú veist að þú ert mjer alt í þessu lífi — og París er hættuleg borg. Þú mátt aldrei gleyma því, að þú ert af góðu bergi brotinn. í Montparnasse varð Charles ástfanginn í fyrsta sinn. Þar lærði hann livernig það er að unna liugástum. Yvonne var bjarthærð með dökkar augabrýr, brún tindr- andi augu. Charles liafði aldrei fyrr sjeð ljóshærða stúlku með dökk augu. Hún hafði ofan af fyrir sjer með því að vera „model“ fyrir málara. í þeim erindum kom hvin á vinnustofu Charlesar. Og kenn- ari hans hældi honum fyrir þær mjmdir, sem hann málaði af henni. Yvonne var gift negra er spil- aði á saxofon í danshöll. Negrinn maður hennar var hinn A'iðkunnan legasti. Hann kom altaf að sækja Yvonne. Charles fanst hann hvum leiður. Það er eðlilegt að mönnum geðjist ekki að þeim, sem eru þrándur í götu manna á vegum ástarinnar. Einn góðan veðurdag er þau Charles og hún snæddu hádegis- verð, faðmaði hann hana að sjer. Og þegar hann kysti hana, fann hann að hún elskaði hann. Hvemig gat þjer dottið í hug að giftast negra, sagði hann við hana. — Fína fólkið segir víst, að jeg hafi gert það til þess að hann sæi fyrir mjer. Hann er efnaður, en jeg er ekki annað en „model“- stúlka. Hann hefir altaf reynst mjer vel. — Já, en hann er þó negri. — Hjer á Montpamasse er ekki farið eftir ætt eða lit. Hann er listamaður. Og meðal listamanna, er aldrei um það spurt, hvort menn sjeu hvítir, gulir eða svart- ir. Þeir eru metnir eftir hæfileik- um og ekki öðru. Er stundir liðu tók það á taugar Charlesar að horfa á Yvonne tím- unum saman og vera með henni, en þurfa svo að sýna allskonar leikaraskap er maðurmn hennar kom. Ef hún hefði verið frjáls, þá hefðu þau gift sig. Montparnasse komst í uppnám er negrinn strauk með dansmær einni. Og ennþá meira varð um talið er liann nokkrum vikum síð- ar skaut hana til bana í afbrýðis- æði og sjálfan sig á eftir. Þetta var matur fyrir blöðin. Og mynd af Yvonne kom á frjettasíðum þeirra, hinni fögru konu, með brúnu augun. Hún var alveg draumur. En Charles var í hjarta sínu himinlifandi. Nú var Yvonne frí og frjáls. Nú gátu þau gift sig- En babb kom í bátinn, er hann hugsaði til gömlu hjónanna, for- eldra sinna. Ast hans var ekki í samræmi við erfðavenjur ættarinn- ar. Hann varð að halda því leyndu hver hún var. Fortíð hennar átti að vera öllum liulin. Næsta dag fór hann heim til hennar. — Jeg elska þig, Yvonne, sagði hann. Nú giftum við okkur og föriun á burtu hjeðan, gleymum fortíðinni, gleymum öllu, nema ást . okkar. — Það er ekki hægt Charles, sagði hún. — Alt er hægt fyrir okkur,, rnjer þykir svo vænt um þig, Yvonne. — Jeg veit, sagði Yvonne. En þú ert af gamalli enskri höfðingja ætt. Hvernig getur þú hugsað þjer að giftast konu, sem hefir verið gift negra ? Og sem hefir verið „model“ fyrir marga málara á undan þjer. — Enginn þarf um það að vita. Og þú veist hve lítið jeg kæri mig um ættir og stjettir. — Ættum og stjettum, tók hún eftir honum, geta menn ekki gleymt, áhrif þeirra verða ekki ekki þurkuð út. Ættemið er sterk ara en hugmyndir og skoðanir. Og fortíð mín mun verða að múr á milli okkar. Hún stóð grafkyr, og horfði á hann. Alt í einu fleygði hún sjer í faðm hans. Kystu mig sagði hún — jeg elska þig- En svo losaði hún sig úr faðmi hans. Og þá var hún alvörugefin mjög. — Jeg er kona ekki einsömul,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.