Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 1
JWor0íWitiI>líM>sátis 37. tölublað. Sunnudaginn 15. september 1935. X. árgangur. f*afold»rprent«mlffjfc h.f. Á reiðhjóli um Þýskaland Knútur Arngrímsson . segir frá 1600 kílometra ferðalagi um landið, er hann fór i sum- ar ásamt frú sinni. Reykjavík, þá sjeu þeir leiðinlegir til lengdar. Yitanlega er þægi- legt að ferðast með járnbrautarlestum. En það sem maður sjer út um gluggann á járn- brautarvagninum, er venjulega horfið, þeg- Knútur Arngrímsson og frú hans með ar maður ætlar að hjólin, sem þau fóru á 1600 kílómetra Þýskaland í sumar. Nýlega komu þau Knútur Arngrímsson og frú frá Þýska- landi, eftir eins árs dvöl. I sum- ar ferðuðust þau víðsvegar um Þýskaland á reiðhjólum. Blaðið sneri sjer t'l Knúts Arngrímsson- ar og bað hann að segja eitthvað frá ]>essu ferðalagi, og segir hann frá á þessa leið: TILDRÖG FERÐA- LAGSINS. Við höfðum dvalið í Miinchen frá því í september í fyrra, og á leiðinni þangað höfðum við að vísu staldrað við bæði í Hannover og Berlín, og í vor um Hvítasunnu- leytið höfðum við verið nokkra daga austur Arið landamæri Aust- urríkis, en okkur langaði til að sjá eitthvað meira af Þýskalandi, áður en við færum heim. 1 lok júní- mánaðar hófst sumarfríið í há- skólanum. Sólin og sumarið seyddi okkur burt frá stórborginni. Þó bið jeg menn að skilja mig ekki svo, að við værum orðin leið á Munchen. Þvert á móti vil jeg taka það fram, að Múnchen er mjög við- kunnanleg borg. En jeg hefi nú einhvernveginn komist á þá skoð- un, að sjeu bæir mikið stærri en t'ara að veita því veru- tega eftirtekt. — Yið völdum því reiðhjólin. Það eru samleg farartæki, ef maður hefir vit. á því, að ofbjóða þeim ekki, með altof miklum farangri. FERÐ UM SUÐUR- ÞÝSKALAND. Við lögðum af stað 5. júlí og hjeldum suður frá Múnchen til Fússen, sein er smáborg norðan undir Ölpunum við ána Lech. Síðan fórum við í einlægum krók- um eftir dölum og yfir hálsa, milli svonefndra AllgáuAlpa, og hjeldum þaðan niður til Lindau við Boden-vatn. Því næst fórum við vestur með vatninu og skoð- uðum hinar fornfrægu kastala- rústir á Hohentwiel, og hjeldum svo þaðan vestur í Schwarzwald. Á leiðinni brugðum við okkur spölkorn suður fyrir svissnesku landamærin. 1 Schwarzwald fór- um við upp á Feldberg, en það er hæsta fjallið þar um slóðir, og hjóluðum svo niður hinn hrika- lega Höllental ofan til Freiburg. Síðan fórum við norður Rínar- sljettuna alla leið til Heidelberg. En af þeirri leið tókum við þann útúrdúr, að bregða okkur yfir Rín á brúnni hje Kehl, og til Strassburg. Við gengum upp á fjallið Königsstuhl hjá Heidelberg og nutum þaðan hins fegursta útsýnis. Síðan hjeldum við upp með ánni Neckar til Heilbronn. Fórum við þaðan til Stuttgart, en komum við á leiðinni í Marbach, sem er fæðingarstaður Schillers,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.