Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 291 looooooooooooooooooooooooooooooooooI Nýa kopellcin í Landakoti Jeg krýp í lotning, hjer er drottins hús, hjer skína undur innri sjónum nær í helgri þögn mig vefur guðdóms blær, minn andi verður hlýr og' bænarfús. 1 mildri fegurð ljóss og lita skraut, fær laðað sál og geislabrosum hylt, mitt hjarta á við alt það fagra skylt, hjer andar friðarbrjóst við drottins skaut. % Kjartan Ólafsson. IOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'I 0000000000000000000000000000000000«! o o< eða steinum, sem segja til um það, livert vegurinn liggur og hve langt sje t'l þeirra staða, sem nafngreindir eru. En sje maður í einhverjum vafa, má oftast nær spyrja til vegar, og 'undantekn- ingarlítið gefur sá, er spurður er, svo nákvæmar leiðbeiningar, að ekki er um að villast. En það er ekki altaf auðhlaupið að því, að skilja það, sem við mann er sagt. Mállýskurnar eru svo margar og ólíkar bókmálinu, háþýskunni. En flestir, einkum yngra fólkið tal- aði þó háþýsku, ef það var beðið um að tala skýrar. Því verður ekki neitað að svona ferðalag er oft erfitt, einkum þar sem landið er mishæðótt, og þeg- ar stormur blæs á móti, að ó- gleymdum hitanum, ef mjög er heitt í veðri. En eiginlega er þetta ekkert þrekvirki. HENTUG LEIÐ TIL AÐ KYNNAST ERLENDRI ÞJÓÐ OG TUNGU. Við hikum ekki við að ráða þeim til, sem kynnu að vilja ferð- ast eitthvað erlendis með ódýru móti að sumri til að fara að okkar dæmi. Ungt fólk t. d. skólafólk hefir ékki nema gott af því að reyna þetta á sig, og fyrir þá, sem lært hafa hjer heima undirstöðu þess tungumáls, sem talað er í landinu, sem þeir ferðast um, er þetta góður skóli. TUN GLSKINSNÓTT, SKÓCk AR OG RIDDARABORGIR. Seint munum við gleyma ferðinni yfir Schwábische Alb- Á veginum frá Stuttgart td Urach ætlaði hit- inn alveg að gera út af við okkur. Við settumst því að í skógi ein- um um hádegið, en steinsofnuðum von bráðar og sváfum td miðaft- ans. Var þá orðið svalara. Vildum við nú vinna upp tapaðan tíma með því að halda áfram fram eftir kvöldinu, og settum okkur að kom ast til Seeburg fyrir háttatíma, en það er síðasti gististaður áður en lagt er upp á f jallgarðinn. Myrkr- ið skall á, og leiðin lá upp eftir þröngum dal. En brátt kom tungl- ið upp, og breyttist þá alt á svip- stundu- Beykiskógarnir í bröttum fjallahlíðunum tóku á sig alls- konar furðulegar myndir. Sú fjallshlíðin, sem við tunglskininu blasti, breyttist í einhvern ljós- álfaheiin, sem engin orð fá lýst. Hinummegin í dalnum grúfði bik- svart og draugalegt myrkur. Uppi á snarbröttum klettahnúkum gnæfðu hrikalegar kastalarústir við himinn. Það var undarlega heill- andi að vera þarna á ferð, og þeg- ar við komum til Seeburg, vorum við staðráðin í því, að biðjast ekki gistingar. Er við höfðum borðað þar og hvílt okkur um stund og spurt rækilega um leið- ina suður yfir fjallgarðinn, lögð- um við aftur af stað. Jeg vil ekki þreyta lesendur Morgunblaðsins með árangurslaus- um tilraunum til að lýsa þeim kynjamyndum, sem fyrir augu okkar bar þessa nótt. Allir þekkja hvílíkur snillingur máninn er að gera hlutina, ýmist töfrandi fagra, tignarlega eða ægilega, og fyrir okkur íslendinga er tunglsskins- nótt að sumarlagi innan um skóga og riddaraborgir eins mikil ný- lunda og björtu næturnar okkar fyrir Miðevrópumenn. Hið eina, sem skygði á ánægju okkar og hrifningu, var kuldinn, þegar leið að morgni, því svo undarlega bar við, að á sama sólarhringnum lifð- um við mesta hitann og einnig mesta kuldann á allri ferðinni. Hjá Verona hefir ítalskur verkfræðingur bygt hús það, sem sjest hjer á mynd- inni. Þegar sólin skín, er sólskin allan daginn í vinnustofu hans á efstu hæðinni, því hann hefir komið fyrir vjel í húsinu, sem snýr efstu hæð hússins eftir sólargang- inum. ..«. — a? ^ - • — Jeg heyri sagt að verksmiðja yðar hafi brunnið til kaldra kola. — Hvað framleidduð þjer í verk smiðjunni ? — Slökkvitæki!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.