Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 7
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 295 • t 'gwr-i Hgae=g»—hiiiiii-” aa——waflg . sagði hún — og geng með bam hans. Og þá getur þú skilið hvers- vegna get jeg ekki gifst þjer. Honum varð orðfall. Hvað var nú efst í huga hans? Ástin eða meðaumkvun? En hún hjelt áfram. — Ef maðurinn minn hefði ver- ið hvítur, þá var það öðru máli að gegna. Menn giftast stundum ekkjum og læra að láta sjer þykja vænt um annara inanna . börn. En undir þehn kringumstæð um geta menn ekki gifst ekkjum negra. Þannig er lífið — því mið- ur. Charles fór frá París það sama kvöld, og heim til gamla Englands. Listamannseðli hans læknaði fljótt þessi sár. Gamla konan sá honum fyrir konuefni af ríkum og góð- um ættum. En Yvonne giftist aldrei. Hún gleymdi aldrei Charles. Og vegna þess að þau giftust ekki varð hann í augum hennar draumurinn um jarðneska sælu. En aldrei iðraðist hún eftir því hvernig hún skrökvaði að honum. Því hún leit svo á, að með lýgi þessari hefði hún ef til vill bjarg- að honum frá glötun. Miljóna auðmær. Frú Vanderbilt og systir henn- ar, Lady Furness, á leið til dans- leiks, sem nýlega var haldinn í New York. Landleysingjar. Þess var nýlega getið í erlend- um blöðum, að maður nokkur hefði verið rekinn yfir hver landamærin á fætur öðru, í þrjá sólarhringa. Hann var landleys- ingi og lögreglumenn landanna höfðu ærið að hugsa að finna út ráð til þess að smygla honum yf- ir til nágrannans. Þetta var á Balkanskaganum og menn kunna þess vegna að álykta sem svo, að hjer sje um sjerstætt dæmi að ræða og slíkt geti ekki hent í Vestur-Evrópu. En þó er sú raunin á. T. d. var þess getið fyrir nokkrum árum, að rússnesk- ur læknir, sem um margra ára skeið hafði starfað í Frakklandi, við góðan orðstír, hafði eitt sinn nokkuð háværan vinafagnað á af- mælisdaginn sinn og lenti í klandri við lögregluna. Ut af þessu var han dæmdur í stutta fangelsisvist og síðan vísað úr landi. Þó átti hann svokallað Nansensvegabrjef en með þeim hugðist Þjóðabandalagið að leysa vandamál flóttamanna frá Sovjet- Rússlandi, þannig að þeir ættu al- staðar athvarf í atvinnuleit. — Læknir þessi var því ranglæti beittur, þar sem yfirvöldin þektu ekki alþjóðlegar skuldbindingar stjórnarinnar. Læknirinn kom nú úr fangelsinu en hvert átti að senda hann, þar sem hann átti ekkert föðurland? Rússastjórn vildi ekki veita honum landvist, enda vildi hann ekki til Rúss- lands fara. Franska lögreglan fór því með liann að næturlagi og smyglaði honum yfir belgisku landamær- in. Nokkrum dögum síðar tók belgiska lögreglan hann fastan og nú var hann dæmdur í 6 mán- aða fangelsi fyrir að vera leyfis- laust í landinu. Að þeim tíma liðnum var honum smyglað aftur til Frakklands. Þar biðu hans þungar refsingar fyrir að koma aftur, eftir að honum hafði verið vísað úr landinu. Saga þessi endurtekur sig í sí- fellu- Það eru td þúsundir dæma jafn fjarstæðukend og jafn dap- urleg. Fróðir menn hafa giskað á, að það hafi kostað franska rík- ið rúmlega 12 miljónir franka að halda slíkum flóttamönnum 1 fangelsi síðustu tvö árin. Og ný- lega hefir gengið þar í gildi vinnu- löggjöf, sem hefir valdið aukn- ingu á þessum fangelsunum. En fjærri fer því, að Frakk- land sje hjer eini sökudólgurinn, og mun það sönnu næst, að það hafi sýnt pólitískum flóttamönn- um meiri tilhliðrunarsemi en flest hinna stórveldanna. Er varla hægt að leggja frönsku stjórninni það til lasts, eins og nú háttar til í heiminum, þótt hún verði að sýna aðkomumönum ákveðni, sem annars staðar fá ekki landvist. Yeldur hjer um atvinnuleysið. Ennþá eru í Frakklandi yfir 100 þúsund flóttamenn frá Rússlandi, 60 þúsund Armeníumenn, rúmlega 11 þúsund Þjóðverjar og 5 þús- und Saarlendmgar, sem flúðu hjeraðið eftir atkvæðagreiðsluna í janúar síðastliðnum. Alls eru flóttamennirnir yfir miljón. Stríðið og allar þær landamærabreytingar, sem það hafði í för með sjer og ýmsir aðr- ir atburðir síðustu 20 ára, hafa skapað þennan fjölmenna hóp landleysingja og flóttamanna, sem engrar verndar njóta hjá sendi- sveitum ef þeir lenda í vandræð- um. Árið 1914 var það algengast að menn ferðuðust um allar trissur vegabrjefslausir. En nú er ein miljón manna ofurseld eymd og óvissu sakir þess að þá vantar vegabrjef. Frá menningarlegu og jafn- framt mannúðarlegu sjónarmiði er þetta ástand óþolandi. Þjóða- bandalagið hefir reynt að bæta úr ýmsum misrjetti í sambandi við flóttamanna-vandamálið, en á- rangurinn hefir ekki enn orðið mikill. Einangrunarviðleitni, hrein- ræktun kynstofnsins (í Þýska- landi), ásamt vaxandi þjóðernis- hreyfingum hafa hvarvetna auk- ið tölu og einnig örðugleika land- leysingja, á seinni árum. Það er skylda Þjóðabandalags-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.