Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1935, Blaðsíða 4
292 LESBÓK MORQrTNBLAÐSINS Drápsgeislarnir ensku. Höfundur þeirra hefir ekki trú á því, að þeir verði notaðir að mun, ef til ófriðar kemur. I blöðum birtast altaf við og við fregnir um undraverða íteisla, sem eiga að geta drepið menn. á löngu færi, stjórnað mannlausum skip- um, stöðvað flugvjelar í háalofti og bíla, sem eru á hraðri ferð. Einn af þeim mönnum, sem unnið hefir að þessum uppgötvun um, er Englendingurinn Grindell Matthews. FYRIR 20 ÁRUM. Fyrir 20 árum gerðist merkis- viðburður í lífi þessa manns. Þá vann hann sjer inn stóra upp- hæð á skömmum tíma en nokkur leikari eða jafnvel nokkur spá- kaupmaður hefir unnið svo skvndi lega. Hann fekk sem svaraði % miljón króna fyrir 5 mínútna starf. Þetta var seint á sumrinu 1915. Nokkrir menn komu saman í Richmond-garðinum í London, þar var Fisher lávarður flotaforingi, Balfour og annað stórmenna. Einn af þeim kynti þar Grindell Matthews fyrir samkomu þessari. Hann stóð á bak við töflu, er reist var í tjarnarbakka einum- Á töflunni varu ahmargir raf- magnstenglar. En á tjörninni flaut eftirgerð lítil af einu af herskipum Breta með rá og reiða, byssum og öðrum tæk.ipm. — Það hefir altaf verið ósk mín, sagði einn af flotaforingjunum við Matthews, að fá yfirstjórn á þessu skipi. — Nú getið þjer fengið það, svaraði Matthews. Þjer skuluð gera fyrirskipanir yðar. Skipið hlýð'r. Það getið þjer verið vissir um- — Stefnið með fullri ferð að gosbrunninum! skipaði flotafor- inginn. — Og í sama vetfangi fór skips- skrúfan á hreyfingu, stýrisútbún- aður sömuleiðis, og skipið tók stefnu á gosbrunninn. Allir horfðu agndofa á hreyf- ingu skipsins. Menn hjeldu að þræðir lægju frá tenglunum í töflunni út í skipið. En svo var ekki. Ekkert hafði gerst annað en það, að Matthews fiktaði eitt- hvað við tengla sína. Brátt var skipið komið að gos- brunninum, og flotaforinginn gaf skipun um það, að skipið skyldi snúa við til strandar. Á leiðinni þangað mætti það hríslu, er flaut á vatninu. — Óvinurinn nálgast, sagði Matthews. Eigum við að leggja til orustu? — Til orustu, skipaði aðmíráll- inn! Skjótið! — Hann hafði ekki fyrr mælt þessi orð, en ein af fallbyssum skipsins var miðað á hrísluna, skot reið af og kvistur af hríslunni datt af. Skotið hitti mark. Áhorfendur dæstu af undrun. Skipið kom til strandar, og menn ljetu undrun sína óspart í ljósi. Enska stjórnin keypti skipið, all- an vitbúnaðinn og skilríki Matt- hews fyrir upphæð er nam % miljón króna- Breska stjórnin hefir því í 20 ár vitað hvernig liægt er að út- búa mannlaus herskip sem láta að stjórn. AÐ FINNA KAFNÖKKVA. Nú byrjaði Matthews á nýju verkefni. Hann ætlaði að gera á- liald sem gerði mönnum kleift að verða varir við kafbáta í 20—30 km. fjarlægð. Þetta reyndist erfitt verk. Hann liafði ekki lokið þeirri hugvits- smíði meðan á ófriðnum stóð. Hvort hann hefir náð þessu tak- marki nú, veit enginn, því Matt- hews er þögull sem gröfin. ENGINN FÆR AÐ KOMA NÆRRI. 1 mörg ár hefir Matthews nú verið uppi í háfjöllum Wales. Um bústað hans er há gaddavírsgirð- ing. Enginn kemst yfir hana nema fuglinn fljvigandi. Hvergi nærri er trje eða runni, eða neinn felu- staður. Ef einhver nálgast girð- inguna að degi til koma varð- menn og víkja honum á brott. Um leið og einhver snertir girðinguna, eftir að dimt er orðið, kviknar á ótal kastljósum, svo enginn slepp- ur ósjeður á brott. Þannig er sagt að tekist hafi að handsama nokkra njósnara. Varðmenn hleypa engum inn í girðingu þessa. Þeir hafa fyrir- skipun um, að þó konungurinn sjálfur kæmi, megi ekki hleypa honum inn fyrir. En engin regla er án undantekn inga. Og nýlega fjekk ofursti einn, enskur, P. T. Etherton að heimsækja Matthews. Etherton heflr síðan sagt, að Mathewes sje enginn morðtóla- smiður, sem geri ófrið ennþá mannskæðari en áður. Uppgötvan- ir hans miði frekar að því, að draga úr manndrápum, bægja flug vjelum og kafbátum á brott, hindra manndrápin. Hann segir að takmark sitt sje að láta England standa jafnvel að vígi og það stóð, áður en til voru flugvjelar og kafbátar. Og þetta er hægt, ef takast má að finna ráð fll þess að bægja þessurn farartækjum frá sjer, eða lama þau. Árum saman hefir Matthews unnið að því, að senda rafmagns- aflstraum loftleiðis. Með því mófl á að vera hægt að senda eldingar frá sjer er stöðva flugmótora. lam ar stórskotabyssur, stöðvar alla umferð sem rekin er með vjelum, drepur jafnvel menn. Grindell Matthews getur með geislum þessum drepið rottur á 20 metra færi. Hann getur stöðvað bíl í sömu fjarlægð, og hleypt eldi í púðurhylki. Hann getur kveikt á rafmagnsljósi loftleiðis, þó engin raftaug sje í lampan. Drápsgeislar þessir, er svo liafa verið nefndir eru tvennskonar, þ. e. a- s., fyrst er hinn svonefndi „leiðslugeisli“, sem kemur í stað- inn fyrir raftaugarnar. 1 þessu liggur mesti leyndardóm-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.