Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Blaðsíða 1
hék or®wMwbmm® 19. tölublað. Sunnudaginn 10. maí 1936. XI. árgangur. ÍMf«14u»rMtual0jft k.f. SKYNDIMYNDIR af menningarsðgu Reykjavíkur. JEG kom fyrst til Reykjavíkur mislingaárið 1882. Höfðum við Guðmundur Hannesson lært undir skóla hjá síra Hjörleifi Einars- syni á Undornfelli. Ætluðuja við að reyna að komast í annan bekk, en síra Hjörleifur hafði litla von um að það mundi takast. Ekki gátum við farið suður um vorið, og ekki fyr en um haustið. Vorum við þá þrír, sem ætluðum að setj- ast í annan bekk. Hinn þriðji var Jóhannes Daníelsson, bróðir Halldórs bæjarfógeta. Inntökuprófið gekk ágætlega og fengum við hrós hjá Terka — en svo var Jón Þorkelsson rektor venjulega nefndur. Var hann hissa á því hve vel við vorum að okkur í latínu, og það líkaði honum vel. Hitt gat hann vel skilið og tók ekki eins hart á því, þótt við vær- um ekki eins sleipir í stærðfræð- inni. Við miðsvetrarpróf varð jeg efstur í mínum bekk og þá misti je'g alt álit á skólanum, er jeg skyldi hreppa þar efsta sætið. Tíðarfar hafði verið framúrskai' andi vont þetta sumar. Á Norð- urlandi sá aldrei til sólar, þar var stöðugur norðangjóstur og oft snjóaði. Var lítið hirt af heyjum er við fórum suður um haustið, en þá batnaði veðrátta og gerði blíð- viðri og það bjargaði landinu. Guðmundur Björnson fyrverandi landlæknir segir lcsóndum Lesbókar í þessari grein frá ýmsu, sem hefir ein- kent Reykvíkinga og bæjarlífið sein- ustu 30—50 árin. Hann var hjer lengi hieraðslæknir, átti sæti í bæjarstjórn og á Alþingi, og er allra manna kunn- ugastur aldaranda og hógum Reykvík- inga á þessu tímabili. Reykjavík á nú bráðum 150 ára afmæli, og er því gam- an að fá lýsingar jafn mcrks manns. G. BJORNSON. HÁLFDANSKUR BÆR, ÞAR SEM ENGINN SÁST BROSA D EYKJAVIK var þá f jarska ¦• lítill bær og ósjelegur og hálf dönsk eins og aðrir bæir hjer á landi. Árferði var mjög slæmt hvert árið eftir annað, og var þá svo dapurlegt hjev, að ekki sást neinn maður brosa. Harðindi og mislingar höfðu sett sitt mót á fólkið. — Allir voru með hinum mesta áhyggjusvip, og það var engu líkara en að þjóðin væri að ganga ofan í jörð-s ina. Harðindaárin 1882—1887 eru enn í minnum manna, og á þeim árum hygg jeg að fólk hafi dáið x'ir hungri, en ekki síðan. Að vísu var reynt að draga fjöður yfir það, en svo hafa sagt mjer kunn- ugir, að eitthvað hafi dáið úr skorti, hingað og þangað á land- inu. Þegar jeg kom heim frá há- skólanum 1894 og settist að hjer í bænum seín læknir, var komið gott árferði og alt með öðrum svip hjer en áður. En þó var svo að segja alt ógert í bænum, sem gera þurfti, og enginn hugur í neinum. Mönnum blöskraði að heyra talað um það að leggja í kostnað. Ef nefndar voru 1000 krónur hristu þeir höfuðin, ef maður nefndi 100.000 krónur þá urðu þeir mállausir, og nefndi maður miljón, ætlaði að líða yfir þá. VATNSVEITAN VAR FYRSTA STÓRFYRIR- TÆKIÐ. T-v ETTA kom best fram þegar *¦ jeg fór að berjast fyrir vatns veitunni. Það var fyrsta stórfyrir- tækið, sem talað var um að ráðast í. Mjer var það þegar ljóst, að vatnsbólin hje'r í bæ, brunnarnir, vom háskalegir, og jeg bjóst við

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.