Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 149 J>etta mundi ve'rða samþykt. En svo vildi til, að jeg var formaður þeirrar nefndar, sem fekk málið til athugunar. Jeg fekk þá ljeðan bíl hjá Jónatan Þorsteinssyni og fónim við nefndarmenn í honum austur yfir fjall. Skrifuðum við hjá okkur alla, sein við mættum, gangandi. ríðandi, í vögnum, lesta menn og alla gripi, og var þetta svo margt að við urðum að skifta því á milli okkar, einn skrifaði gangandi fólk, annar gripi o. s. frv. — Þótti okkur einketinilegt að sjá það hvernig fólk flýtti sjer út í móa þegar það ¦sá til bílsins. En ekkert annað ó- happ kom fyrir í þessari ferð en það, að einn hestur sleit sig oftan Úr lest. Þótti okkur því bílarnir ekki jafn hættulegir og af var lát- ið, og það varð til þess, að þeim var ekki bönnuð umferð á þjóð- vegum. Og je'g trúi varla óðru en að mönnum þyki það nú ein- kennilegt að sú uppástunga skyldi nokkuru sinni hafa komið fram. livað hcitir bærinn? 1 V ! A i ® B A 2 S V I K 3 K E R I 4 R | A K I 5 S K P o R 6 H R u N 7 O R n 1 A R 8 Á L K A 9 M A K I Lausn á stafagátu í seinustu Lesbók. Menning Japana er frábrugðin menningu vestrænna þjóða. Evrópumaður, sem um mörg ár hefir dvalist i Japan og jafnan búið þar í gistihúsum, bregður hjer 'upp augnablika- mynd af háttum Japana, er sýnir hvað menning þeirra er frá- brugðin menningu vestrænna þjóða. Og hin marglofaða vest- ræna menning þolir ekki samanburðinn. Skrifið einhverja þriggja stafa tölu; snúið henni við og dragið lægri töluna frá; snúið útkom- unni við og leggið saman og tal- an verður altaf 1089. OETJIST maður að í gistihúsi **^ í Tokio, Osaka eða Naga- saki, eða livar sem er í stórborgum Japans, þá verður maður hvergi var við þann ys Og þys, hávaða og gauragang, sem einkennir gisti húsin og veitingahúsin í Evrópu. ()g maður verður feginn. Kyrð, friður og blessuð ró einkennir eigi aðeins heimilislífið í Japan. held- uv einnig lífið í hinum opinberu greiðasölustöðum. Þrátt, rifrildi og skæting lieyrir maður hvergi nokk- urs staðar. Enginn slettir sjer fram í það, sem öðrum kemur við. Hver maður er frjáls að framferði sínu, og hann fer ekki í felur með neitt. Hann lifir lífi sínu fyrir opnum dyrum og gluggum. Þetta eru undur. OG eins og herbergið er opið er alt, sem í því er. Lyklar þekkjast ekki, engir læstir skápar nje hirslur. Alveg eins er daglegt framfeTði allra, sem í gistihúsum búa, alt er það opið fyrir augum manna. En engir óviðkomandi eru að hnýsast í það. Enginn er að hugsa um það, sem öðrum kemur við eða forvitnast um heimilislíf og einkahagi náungans. Rótgrónir siðir og venjur móta líf bama morgunsólarlandsins. — Hvar sem Japani sest að eða dvelst um stundarsakir, þar er heimili hans. Japanska þjóðin er í raun rjettri ein fjölskylda, eitt heimili, sem staðið hefir frá alda iiðli. Þess vegna er það, að þegar Japanar fara í sumarfrí, þá fara þeir ekki að heiman, því alls stað- ar í Japan er heimili þeirra. Jap- an er í augum þeirra paradís á jörðu, heimkynni hinnar japönsku Japönsk hefðarmær. þjóðar. Og þess vegna finst hverj- um Japana, sem býr í gistihúsi í Japan, að þar sje heimili sitt. JAPÖNSKU gistihúsin eru líka eins og heimili. Hvert her- bergi þar er heimili. Þar eru til reiðu hinir ómissandi Kimonos (síðsloppar) í öllum litum og af öllum gerðum. Þetta er nokkurs- konar þjóðbúningur í Japan, þjóð- arflík ef svo mætti 'að orði kom- ast. í herbergi mínu var einn dökk rauður, með skínandi myndum í gullnum og grænum litum. Auk þess eru þarna allskonar skór með ótal litum. ilskór úr stráum og trje til þess að ganga á innan húss, því að engum Japana dettur í hug að ganga inn í hús á götuskóm sínum. Þarna voru líka til afnota alls konar hlutir, sem manni eni nauðsynlegar, svo sem sápa og tannbursti; ennfremur sólhlífar og regnhífar þar á meðal hinar skemti lega skreyttu pappírs-sólhlífar, sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.