Lesbók Morgunblaðsins - 10.05.1936, Blaðsíða 7
LESBÓR M0RGTJNBLAÐSIN8
151
vaxtarjettir af óteljandi tegund-
um, fiskur með ananas ídýfu, alls
konar ferskir ávextir og íjettir úr
skelfiski og ýmsu öðru, sem ekki
tjáir nöfnnm að nefna.
Eftir því eru boi'ðsiðirnir ein-
kennilegir. f>ar eru ekki notaðir
knífar og matforkar. Menn eta
með trjeprjónum, sem jeg hefi
ekki enn komist upp á að nota,
þótt jeg hnfi dvalist 20 ií í Jap-
an. Hver maður er frjáls að því
hvaða rjett liann velur sjer af
þeim, sem á borðum eru. Menn
stinga prjónunum í hingað og
þangað. Prjónarnir eru altaf á
lofti sitt á hvað, hver innan um
annan. eftir því sem liver maður
fjölskyldunnar óskar sjer að
krækja í.
En það, sem nú hefir verið talið
er aðallega borðskartið. Aðal mat-
urinn (v hrísgrjónin, hjer eins og
í Kína, nema hvað þau eru mat-
reidd hjer á miklu fjólbreyttari
og betri hátt. Meðal heldra fólks-
ins eru þau borðuð á undan aðal
máltíðinni og drukkið með þeim
eitt glas af ,,sake", nokkurskonar
hrísgrjónabrennivíni, sem er þjóð-
drykkur Japana.
-<WÞ-----—
Bridge.
S:8.
H: D, G, 10.
T: enginn
L:K, D.
S: enginn.
H:Ás.
T: enginn
L: 9,8,5,3,2.
Grand. A slær út. A og B eiga
að fá 5 slaíri.
•<m>——
4
Enskur liermaður var nýlega
dæmdur í 10 daga fangelsi fyrir
það að óhlýðnast skipun yfirboð-
ara síns. Hennaðurinn var með
mikið og fallegt skegg og hafði
honum verið skipað að raka það
af sjer, fn það vildi hann ekki
Mcinntal. í Morcgi.
Fæðingum fækkar altaf.
\Týlega hafa verið birtar skýrsl-
ur um manntalið norska 1935. Sam
kvæmt þeim hefir fólki í landinu
fjölgað um 12.000.
Þetta ár voru gefin saman 1700
fleiri lijón heldur en árið áðnv.
En fæðingum fækkav stöðugt Og
voru nú ekki nema 14,6 á hvert
þúsund, en voru árið áður 14,8 á
hvert þúsund.
Pleiri dóu þetta és heldur eu
árið áður og hafði dauðsföllum
fjölgað úr 9.82 í 10.21 af hver.ju
þúsundi.
.Haltu áfram".
gera.
m<
Hinn frægi enski leikari, Kean
var einu sinní að leika í litlu
þorpi. Þar var húsfyllir og á-
horfendur voru yfir sig hrifnir.
Kean ljek þar hlutverk vinnu-
manns og var að halda brennandi
ræðu fyrir þ'jóð og íójsturjörð
þegar húsbóndi hans í leikritinu
kom inn á leiksviðið og kallaði i
— Hættu níi!
— Æ, lofaðu mjer að halda
áfram.--------------
— Jeg sagði þjer að þegja,
grenjaði liúsbóndinn eins og fyrir
hann var lagt í leikritinu.
Þá urðu áhorfendur æstir, stóðu
upp úr sætum sínum og hrópuðu
hver í kapp við annan:
— Haltu áfram! Vertu ekki að
trufla hann ! Haltu áfram!
Hávaðinn varð svo mikill að
leikendumir urðu að hætta. Og
þarn'a komst Kean í þá verstu
klípu, sem hann hafði komist í á
æfi sinni, því að ræðan var ekki
lengri í leikritinu.
-------» m »
79 giftum mönnum var stefnt
fyrir rjett í Chicago og þeir ákærð
ir fjTÍr að hafa farið illa með
konur sínar. Dómsforsetinn, Ro-
bert Danne, fann upp á því snjall-
ræði að láta konurniar sjálfar
dæma menn sína. 78 voru dæmdir
sýknir, en 79. konan krafðist þess
að maður sinn yrði settur í „stein-
inn" og sæti þar í 2 mánnði.
Molar
Úrið gekk.
- Binu sinni hengdi bóndi í
Jowa í Bandaríkjunum vesti
sitt á girðingu. Kálfur kom
þar að, át vasann undan vest-
inu og gleypti gullúr, sem í
honum var. Sjö árum seinna
var kálfurinn orðinn væn kýv,
og vav henni slátvað. Panst þá
gullúrið og hafði það legið
allan tímann þannig milli lungn
anna að það drógst upp sjálf-
krafa við andardráttinn. Gekk
það enn og hafði ekki seinkað
sjer nema um fjórar mínútur
á þessum sjö ánim. — Prásögn
þessi birtist í blaðinu „The
Torch" og segir ritstjórinn að
hún sje dagsönn.
Hjartasorg.
Stúlka í London, Miss Mat-
ilde John, misti unnusta sinn
árið 1795. Hún syrgði hann
injóg: og sprakk af harmi 89
árum seinna.
Útlegðarsök.
Rússneski austurlandafræð-
ingurinn, prófessor Netomeff,
ritaði bók um Nebúkadnesar
Babylóníukonung. Hann var
dæmdur til æfilangrar útegðar í
Síberíu, vegna þess að titill bók
arinnar var Nebuchadnezar, en
það var svo líkt því að sagt
væri á rússnesku: „Ne boch ad
ne zar", en það þýðir: enginn
guð og eriginn keisari.
Sá hlser best.
Grískum manni hafði verið
spáð því, að hann ætti að
deyja ákveðinn dag. Þegar
nú sá dagur kom og hann kendi
sjer einkis meins, greip hann
svo tryllingslegur hlátur, að
hann beið bana af.
Dæmdur fjrrir morð.
Árið 1839 var maður að
nafni Paul Hubert dæmdur í
Bortleaux fyrir morð. Eftir að
hann hafði setið í fangelsi í 21
ár fekst mál hans tekið upp að
nýju, og kom þá í ljós, að
maðurinn, sem liann átti að
hafa myrt, var hann sjálfur.