Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 2
lÖo LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nafn á skáldamiðinum sjálfum. Það er kenning skáldskapar. Og þannig kemur það að minsta kosti íyrir í Hávamálum (106): Óðrerir er nú upp kominu á alda vjes jaðar. En þá hefir Óðrerir ekki verið þriðja ílátið upphaflega. Hygg jeg því að nafnið Óðrerir á íláti stafi af því, að það hafi einhvern tíma verið misskilið í skáldskap, þar sem það virtist bæði geta þýtt dvykk, og ílátið sem hann var geymdur í. Þetta kemur og fram í Hávamálum (140) drykk ins dýra mjaðar. ansinn Óðreri. 1 Velleklu Einars skálaglams er einnig talað um „Óðreris öldu“. Siðan Óðrerir varð að íláti, hef- ir hann auðvitað verið settur í samband við kerin tvö, því að „alt er þá þrent er“. En hvers vegna er þá talað um Óðreri sem ketil, en sagt að Són og Boðn sje ker? Þetta getur staf- að af því, að Óðrerir hafi svo verið nefndur í eldri, sjerstakri þjóðsögu. Annars get jeg ímynd- að mjer, að sá, sem helt að nafn- ið þýddi ílát, hafi álitið að óðinn ætti hægra að fást við ketil en ker, því að þau hafi verið stór. (Þó mun eigi altaf hafa verið mikill stærðarmunur á kötlum og kerum í fomöld). Það verður ekki sjeð hvað Snorri Sturluson á sjálfur mikinn þátt í frásögninni um Boðn, Són, og óðreri. Hitt verður ekki rengt, að hann hefir liaft sagnir að styðjast við, og þar haf’a bæði Són og Boðn verið nefnd. En á því, sem að framan er sagt, getum vjer sjeð, að „þrenningin“ Són, Boðn og Óðrerir skiftast í þrjá óskildar einingar. Kona var spurð af vinstúlkum sínum, daginn eftir brúðkaupið, hvernig hún kynni við sig í hjóna- bandinu og hvernig maðurinn væri við hana. „Það er að lofa sem liðið er, ekki barði hann mig í nótt“, sagði hún. Geirf u Arið 1534 komu franskir sjó- farendur að lítilli ey skamt und- an New Foundlandi. Þar var ó- hemju grúi af stórum sundfugl- um, sem ekki gátu flogið. Þetta vom geirfuglar. Og á hálfri klukkustund drápu Frakkar þarna svo marga fugla sem þeir gátu framast flutt með sjer á tveimur bátuin. En 300 árum seinna hefir fugla- kyni þessu verið algerlega útrýmt á jörðunni. Ern nú tæp hundrað ár síðan að seinustu fuglamir tveir náðust hjer hjá Eldey. Það var 1844. Um 200 ára skeið drápu sjó- menn og innflytjendur á New Foundland fuglinn miskunnar- laust. Yoru fuglamir rotaðir með stöfum, og kjötið af þeim, sem ekki var etið nýtt, var saltað nið- ur. Eggjunum var líka rænt, og kvað svo ramt að því, að soðin geirfuglsegg vom höfð til beitu. Um 1622 var enn svo mikið eftir af geirfugli, að sjerstakar veiðiferðir voru farnar út í eyj- arnar, þar sem hann helt til. En nú var það ekki einungis gert til þess að ná í kjöt og egg, heldur í fjaðrirnar. Fuglarnir vom látn- ir ofan í sjóðandi vatn og lá þá fiðrið laust á þeim, en til þess að hita vatnið, var kynt undir með fuglakroppunum, því að þeir vom svo feitir, að þeir loguðu eins og lýsi. öeirfuglinn verpti aðeins einu eggi og var viðkoman því lítil, enda gekk fuglinn fljótt til þurð- ar með þessu framferði og í byrj- un 19. aldar var hann aldauða hjá New Foundlandi. Geirfuglinn hafði áður verið miklu víðar, á Islandi, Færeyjum, Orkneyjum og nokkrum öðrum stöðum. Um 1753 og lengur verpti hann enn á eynni St. Kilda, en seinasti fuglinn var drepinn þar 1821. Lengst lifði hann í Geirfugla- skerjum, en er þau sukku í sjó í eldsumbrotunum fyrir Reykjanesi 1837, var seinasta athvarf hans farið, og eins og áðúr er sagt, glinn. Geirfugl. veiddust seinustu geirfuglarriir, sem sögur fara af, hjá Eldey, hinn 3. júní 1844. Munnmæli ganga þó um það, að geirfugl hafi sjest hjá New Fóundlandi 1852, og dauður geirfugl hafi fundist þar 1853, en engar sannanir eru fyrir því. 1 fornöld hefir geirfuglinn ver- ið miklu víðar. Bein úr honum hafa fundist í sorphaugum í Dan- mörk, í leirmjmdunum hjá ítalíu- strönd, og mynd af honum er í helli, sem steinaldarmenn liafa bygt á Spáni. Bein úr honum hafa einnig fundist í sorphaugum á austurströnd Ameríku, alla leið suður að Floridaskaga. Geirfuglinum var útrýmt vegna Jæss hvað hann var stór (á stærð við gæs) og vegna þess að hann gat ekki flogið. Að vísu hafði hann vængi, en þeir voru eltki til flugs, heldur til að synda með í kafi. Og þá var fuglinn svo hrað- syndur, að enginn róðrarbátur hafði við honum. Talið er, að í öllum heiminum sje aðeins til 80 geirfuglahamir og 75 egg. Auk þess eru til nokkr- ar beinagrindur af honum. Egg- in og hamirnir eru dýrgripir, en sjaldan á boðstólum. Nýlega var þó geirfuglshamur boðinn fyrir 16.000 króna, og fyrir tveimur ár- um voru seld á uppboði í London 6 geirfuglsegg og tveir hamir. Eggin seldust á 2400—7200 krón- ur, eftir því hvað vel þau _voru útlítandi. En báðir hamirnir voru seldir fvrir 20.000 króna,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.