Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS )1 Páll Sæmundsson skrifstofustjóri í f jármálaráðuneyt- inu danska, átti nýlega 35 ára starfsafmæli þar, og í því tilefni sæmdi konungur hann medalíu í viðurkenningarskyni fyrir starf hans. Páll er bróðir Geirs—heit. Sæmundssonar vígslubiskups og síra Ólafs í Hraungerði. Dóttir Páls, Sæunn, er að læra garðyrkju- fræði í Kaupmannahöfn. um daginn, en þá degi tók að halla, bað hann Hennann ferja sig til baka. Á leiðinni veitti Hermann því eftirtekt, að Guðmundur hafði vetling í barmi sjer, fullan að hann helt af peningum, eða hátt í honum. Hann sá að Guðmundur var að taka eitthvað upp úr vetl- ingnum og láta í hann aftur. Heyrði hann þá glamra í. En þeg- ar kom á mitt Pljótið, hreyfði Guðmundur sig eitthvað á ferju- gaílinum, rak upp hljóð mikið og ætlaði að fleygja sjer útbyrðis, sagði að nú heiði fjandinn tekið við skildingunum sínum, eins og þeir hefði verið til. Vildi hann ekki lifa eftir og braust um f'ast, en Hermann helt honum og bað hann gá að hvað hann gerði. Sefaðist Guðmundur um síðir og helt heim. Snemma næsta morgun bað hann vinnumann sinn að ganga fram að Fljóti, en láta ekki á sjer bera, dveljast þar fram eftir deg- inum og sjá hvað þeir hefðist að Hólsmenn. Hann kom um kvöldið og sagði Guðmundi að í allan dag hefði tveir menn verið úti á Fljót- inu til og frá að slæða eftir ein- hverju. „Hafðu þökk fyrir vesling- iir", sagði Guðmunduv, ,,jeg hekl jpg n'imi grun í að hverju þeir liaf'a leitað". Besti lieyþurkur var iim daginn. Steinar voiu í vetl- ingnum. Að þessu hendi Guðmundur mesta gaman. Guðmundur Ketilsson, kunningi Guðmundar lá við Fl.jótið heilan dag og var ekki gegnt. Fm kvöld- ið mátti hann ganga út að Húsey og sagði Guðmundi pínar farir ekki sljettar. „Láttu nú svona vera, veslingur", sagði Guðmundur, „þú verður hjá mjer í nótt". Um morguninn var hann snemma á fótum eftir vanda, skipaði að sækja 2 hesta, ljet leggja kvensöðul á annan, m hnakk á lnnn. Guðrím Andrjesdóttir hjet þar grið- kona. Hann ljet búa hana í besta kvenskart, sem til var og svo bjó hann nafna sinn Hka eftir föngum. Ljet þau svo stíga á bak en gekk sjálfur. Þegar hann kom á móts við Hól kallaði liann með mikillí röddu, sagði að Krossavíkurhjón- in (Guðmundur sýslumaður og maddama Þórunn) væri komin og vildu komast yfir Fljótið. Þegar Hólsverjar heyrðu þetta og sáu Hka að þar voru einhverjir heldri menn, brugðu þ«r skjótt við, en áður en ferjan kendi grunns, óð Guðmundur á móti, greip í hnýf- ilinn og var þá eins og vitstola. Svívirti hann Hólsmenn fyrir það að þeir skyldi ekki gegna ferða- mönnum, heldur láta þá Hggja heila daga við Fljótið, hversu sem þeim lægi á að komast áfram. Eiríkur Bjarnason, sem fyr er nefndur, var eitt sinn um nýár gestkomandi í Hú&ey, kom á gaml- ársdag og ætlaði til kirkju inn að Kirkjubæ á nýársdag. Honum var fylgt til rúms í skála og settur hjá honum kúffullur diskur af hangi- kjöti. Guðmundur sagði við hann: „Hreyfðu þig ekki, vesalingur, fyr en jeg kem til þín á morgunmálinu og læt þig, vita þá fólkið fer að bíia sig til kirkjunnar". Fór svo út 0g steinbyrgði alla glugga á skálanum, og bannaði að vekja Eirík, sagðist ætla að tala til hans sjálfur. Svo leið nóttin, nýárs- Vonð er koniið. Ennþá hrynja vetrar vígi. — Völdiim týnir hel. Ennþá vcfur vinarörmum vordis Norðurhvel. Ennþá tjalda geislagyðjur gulli dal og sund. Ennþá Uitar æskan hrifin út á vorsins fund. Sjáið hvcrnig sólarmáttur sigrar dauðans múr. Sjáið hvcrnig lífið leysist læðing jarðar úr. Sjáið glófríð glitblóm tjalda grund i nólarátt. Sjá þau teyga úr lofti og Ijósi lífsins gróðurmátt. Sjáið bló:nið eitt af öðru opna bikcr sinn; sjáið dögg og sólarveigar sífellt streyma inn. Sjá, þau brosa blltt og roðna böðuð geislafoss, eins og barn við ástarmildan ungrar móður koss. Sjá, hve vinhlý sóley röðlar svipfríð, iðgræn tún. Sjáið, sjíið sumarroðann signa fjallabrún. Sjáið tinda' í töfrabláma trausta halda vörð. Sjá í tibrá hólma' og hamra hylla' um vík og fjörð. * Sólglóð aska! Út í daginn! Eignast tápsins stál. Láttu samhljóm lífsins radda lyfta þinvi sál. Kveik þér eld til djarfra dáða. — Dirfskan vinnur ein. — Klífðu brattann. Syntu sundin. S<ek þinn óskastein. Jón Þórðarson frá Borgarholti. dagur og næsta nótt þar á eftir. Eiríkur hreyfði sig ekki. Þá gekk Guðmundur til hans, bauð honum góðan dag og spurði hvernig hann hefði sofið. Eiríkur reis upp og sagði að þi'tta væri sú lengsta nótt sem hann hefði lifað. Guðmundur kvað svo vant vera ef menn yrði andvaka, en nú mundi mál að búa sig til kirkjunnar. ? » ? Læknir (kemur að steinsofandi sjúkling og segir við hjúkrunar- konuna) : Nei, þetta dugir ekki! Við verðum að vekja hann. Hann hefir ekki tekið inn svefnskamtinn sinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.