Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 4
188 LLSBÓK MORGUNBLAÐSINS inn um glugga í hegningarhúsinu, en kvaðst liafa verið í ráðum með honum og átt að fá sinn skerf af þýfinu. Fyrir klútana kvaðst hann hafa fengið 2 pund af kjöti og 1 pott af rúgi hjá Helgu Ásmunds- dóttur, en hitt væri gevmt í rúmi sínu Þegar gengið var á hann viðurkendi hann þó að liann hefði heyrt Bjöm kalla utan við glugg- ann, þegar liann kom heim frá innbrotinu, farið á fætur til að hjálpa honum. en þá hefði Björn verið kominn hálfur inn um gluggagrindina og ekki hefði þurft annað en kippa í hönd honum. Þuríður Nikulásdóttir kom næst. Hún viðurkendi að fvrir nokkum hefði þau Björn, Kjartan, Jón Gíslason og Guðrún Egilsdóttir á- kveðið að fremja skvldi innbrot hjá Tofte. Áttu þeir Björn Og Jón að annast það. Sama daginp og innbrotið var framið um nótt- ina kom Björn og fekk ljeðan hjá henni poka. Þessum poka skilaði hann seinna og ljet hana þá fá dáhtið af sykri, brauði og fíkjum og ennfremur kvaðst hún hafa tek- ið til geymslu nokkra khita — en hefði ekki átt að fá neitt í sinn hlut. nema það sem ætilegt var. Hún kvaðst halda að Björn hefði látið Vigfús Erlendsson fá eitt- hvað af böndunum. Játaði þá Bjöm að hann hefði selt Vigfvisi 1 alin af þeim fyrir sýruflösku, og Guðrúnu Þórð- ardóttir hefði hann gefið um alin. Vigfús hefði vitað hvernig böndin voru fengin, en hún ekki. Kjartan neitaði fvrst harðlegá að hann hefði fengið neitt af böndunum nema svo sem 2 álnir. Seinna viðurkendi hann að hafa fengið 3 álnir og látið Helgu Ás- mundsdóttur fá það „í pant“ á- samt svuntu. Varð hann einníg að játa að hann hefði fensrið í*sinn hlut 4 klúta, og kva'ðst hafa selt Þorsteini í Nýlendu einn þeirra fvrir smiör og harðfisk. Og auk þess hefði Þorsteinn fengið hjá sjer um % alin af böndum. Nú var Jón Gíslason yfirheyrður. Hann viðurkendi að þeir Björn hefði verið sammæltir um inn- brotið, og annaðhvort Björn eða Kjartan hefði átt að stela, því að þeir væri svo litlir, að þeir gæti skriðið út á milli rimlanna í fang- elsisgluggunum. Kvaðst hann þó hafa viljað vera með, og þess vegna reynt að fá leyfi hjá umsjónar- mauninum í Nesi að heimsækja Björn að kvöldi 21. okt , því að hann vissi að þá átti innbrotið að verða. Það levfi fekk bann ekki og kom ekki heim frá Nesi fyr en 26. okt. Kvaðst hafa fengið í sinn hlut nokkuð af brauði, en livorki klúta nje bönd, þótt Björn hefði heitið sjer því. Guðrún Egilsdóttir kvaðst liafa verið við þegar þjófnaðurinn var ráðgerður, en Kjartan hefði þá varað Bjöm og Jón við að ráð- ast í það. Svo. vissi hún ekki meira fyr en Þuríður sagði henni frá hve vel hefði gengið. Að vísu hefði Björn gefið sjer nokkrar fíkjur og keypt af sjer brauð fyriir smjör, en hvorugt hefði hún vit- að að væri stolið. Nokkrum dög- um seinna hefði Kjartan komið til sín og beðið sig að geyma 2 klúta. Vissi hún og að Þuríður geymdi bönd fyrir Björn, og reyndist það rjett — um alin. Nikulás Pálsson neitaði allri þátttöku í þjófnaðinum og kvaðst ekki hafa vitað um hann fyr en næsta laugardag, er Björn gaf lxon- um brauð og dálítið af sykri og fíkj um. — en hann gaf Birni smjör í staðinn, og fekk þá loforð fyrir meiru. Helga Ásmundsdóttir sagði að Kjartan hefði „pantsett" sjer klút, en gefið sjer band. Hefði Iiann sagt að hann hefði fengið þetta í skiftum fyrir buxur, og þess vegna hefði sjer ekki komið til hugar að það væri stolið, enda þótt hún vissi um innbrotið. Sagði hún og að Jón Gíslason hefði fært sjer bönd frá Þuríði, og hún tekið grunlaus á móti. Kjartan kvaðst hafa sagt henni rjett um hvernig fengið væri, og Jón Gísla- son sagði að Helga hefði spurt sig hvar Þuríður liefði fengið böndin. „Hjá Birni Gíslasyni" — „Nú, þetta er þá af böndunum hans Tofte“, hefði Helga þá svarað. En híin þverneitaði framburði þeirra, og var því sett í varðhald um nótt- ina. Guðrún Þórðardóttir neitaði fyrst algerlega að vita nokkuð um þjófnaðinn, viðurkendi þó að hafa tekið á móti um y% alin af flauelsbandi lijá Birni, en nú væri bandið týnt svo að hún gæti ekki skilað J»ví. Fangi, sem er laus og á heimleið, hneptur í varð- hald aftur. Næsta dag (15 nóv.) heldu yf- irheyrslur áfram og var Helga Ás- mundsdóttir fyrst kölluð. Viður- kendi hún nú, að þegar Kjartan hefði veðsett sjer kltitinn, hefði Sig grunað, að hann væri ekki fróm- lega fenginn, en ekki viljað segja frá J»ví svo að hún kæmi Kjart- ani ekki í bölvun. Virðist svo sem Kjartan hafi átt kvennahylli að fagna. Þorsteinn Þorláksson í Nýlendu (54 ára úr Vestur-Skaftafellssýslu) var næstur. Kvaðst hann hafa tek- ið klút af Kjartani að veði fyrir harðfiski og smjöri. Kjartan hefði og gefið Katrínu dóttur sinni V2 al. af bandi. Kvað sig hafa grun- að að hvorugt væri frómlega fengið, og sagt við Kjartan að hann vildi ekki versla við tukt- húslimi — þess vegna tekið veð, og ekki búist við að neitt ilt hlyt- ist af því. Kjartan viðurkendi nú að hafa gefið Katrínu bandið og látið klút- inn að veði fyrir smjör og fisk, en sagt Þorsteini', að ef hann leysti ekki veðið, mætti hann eiga það. Seinna um daginn afhenti Þor- steinn klútinn og band Katrínar. Vigfús Erlendsson kom J»á fyr: ir rjettinn. Hann skýrði svo frá, að hann hefði losnað úr hegning- arhúsinu 3. nóvember eftir tveggja ára veru þar samkv. hæstarjettar- dómi, og hefði lagt á stað heim til sín í gær (14. nóv.) norður í Skagafjarðarsýslu. En á leiðinni á milli Reykjavíkur og Laugar- ness hefði hann verið gripinn af rjettvísinnar þjónum og fluttur aftur til Reykjavíkur. Á leiðinni hefði hann tapað úr barmi sjer klút og bandi, sem hann hefði fengið hjá Birni Gíslasyni.' Var hann þá settur í varðhald að nýju. „Tóbaksmálið“. Tveifanur dögum seinna '(17. nóv.) er Björn Gíslason kallaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.