Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 187 Árni Ola: ^iW Kaflar*ur $ögu iii: (;m\<; \uiirssi\s í REYKJAVÍK. iii. f-j AK et nú næst til máls að taka, að fanginn Björn (íísla- son lf Kjalarnesi, sem áður heí'ir liefir verið frá sagt, braust nú öðru sinni út úr hegningarhúsinu um nótt til þess að fremja innbrot niðri í bæ Þetta skeði aðfaranótt 22. októ- ber 1806. Braust Björn þá inn í krambúð Hans Matthías Tofte, hið svonefnda „norska liús" og stal þar ýmsu. F6r hjer eins og áður, þegar hann braust inn í búð Jóns Laxdals, að hann mun hafa haft grun um það, að hús þetta væri mannlaust. Út af þessu varð mikið mál. Drógust inn í það ýmsir fangar. sem voru þá í hegningarhúsinu eða höfðu verið þar, svo og ýmsir borgarar bæjarins. Þetta var kallað ,,tóbaksmál" og sýna yfirheyrslur í því og sanna það sem áður hefir sagt verið, að fangarnir höfðu margs- konar viðskifti innbyrðis, og einn- ig við fjölda manna víðsvegar um bæinn. Ann»ð innb**ot fani?ans Björns Gíslasonar. Hinn 14 nóvember hóf stjórn hetrninararhússins yfirheyrslur í máli þessu. í stjórninni voru ])á: Tramvte stiptamtmaður, Geir Vída- Hn biskup, Benedikt Gröndal ass- essor, Koefoed sýslumaður og Thomas Klosr landlæknir. Þykir r.iett að þræða sem mest rjettar- höldin. eins og þau eru bókuð í gerðabók hpgningarhússtjórnar- innar, vegna þess, að af því má sjá hvað fangarnir hafa verið óbil- gjarnir og reynt fram á fremsta hlunn að hylma yfir hver með öðrum. og hinum, sem voru í vit- orði með þeim. Stundum hafa þeir logið vísvitandi í þema skyni. jafnvei reynt að bendla saklausa við málið svo að það yrði l'lókn- ara. En smám samau skýrist það, og kemur þá margt einkennilegt fram. Eins og áður er sagt, var fyrsta rjettarhakl í máli þessu 14. nóv- ember 1806. Var Björn Gíslason fyrstur kallaður fyrir. Hann var þá um tvítugt. Hann viðurkendi það, að hafa farið út um glugga í hegningar- húsinu um miðnætti 22. okt. Síð- an kvaðst hann hafa farið til hms svonefnda „norska húss", þar sem búð Tofte var og brotist inn um glugga með páli frá hegningarhús- inu (á svipaðan hátt og hann braust áður inn í Laxdalsbúð). Þar kvaðst hann hafa komist yfir 4 pund af brauði, nokkuð af fíkj- iini, sem fanginn Kjartan Ólafsson liefði vísað sjer á hvar voru geymd- ar, rauðan sirsdúk, flauelsband. púðursykur og nokkra bláa khita, sem hann fann í skúffu. Þetta alt vafði hann innan í tvo poka, sem þau fangarnij' Þuríður Nikulás- dóttir og Kjartan Ólafsson höfðu lánað honum. Síðan fór hann inn í Þingholt og út að Arnarhóli og fól i>okana þar á milli steina, og sótti þá ekki fyr en í næstu viku. Þegar hann kom heim til hegn- ingarhússins um nóttina, að loknu starfi, beið Kjartan eftir honum og hjálpaði honum inn um prhtgg- ann aftur. Vissu ekki aðrir af þessu ferðalagi en ]ieir K.]artan, Þuríður Nikulásdóttir og fang- arnir Jón Jónsson o<x Jón Gísla- son. Hafði hinn síðastnefndi vilj- að sammælast við Björn um inn- brotið, en gat ekki komið því við ve^na þess, að hann hafði verið sendur vestur að Nesi við Seltjiirn til að vinna þar. Þegar Björn kom heim með þýfið í næstu viku. kvaðst hann hafa sýnt það föngunum Kjartani, Þuríði. Guðrúnu Egilsdóttur, Niku- ÞEIR, SEM VIÐ ÞENNAN ÞÁTT KOMA, ERU FANGARNIR: Björn Gíslason, af Kjalarnesi, dæmdur 180U til 2 ára hegningar- hússvinnu, síðan til líkamlegrar refsingar og æfilangrar þrælkunar á Brimarhólmi, eins og áður er aagt Jón Gislason, úr Árnessýslu, dæmdur af yfirrjetti í 2 ára tukt- hús og refsað þar áður fyrir yfir- sjónir. Kjartan Ólufsson, úr Gullbringu- sýslu, dæmdur í 2 ára fengelsisvist, er hans getið áður viðvíkjandi stroktilraun. Þuríður Nikulásdóttir, úr Vestur- ísafjarðarsýslu (Þingeyri), dæmd til fangelsisvistar í 4 ár. Nikulás Pálsson, úr Snæfellsnes- sýslu, sem áður hefir verið getiS viðvikjandi þjófnaði i hegningar- húsinu. Guðrún Þórðardóttir, úr Snæ- fellnessýslu, sem þá var í þann veginn að sleppa úr hegningarhús- inu. Guðrún Egilsdóttir, úr Snæfells- nessýslu, hafði verði dæmd í 2 mán- aða fangelsisviat. FYRVERANDI FANGAR: Helga Ásmundsdóttir. Vigfús Erlendsson. Einar stóri EiHksson. Guðríður Jónsdóttir. AF BORGURUM BÆJARINS: Þorsteinn Þorláksson, Nýlendu. Katrín dóttir hans. Hannes Magnússon í Þingholti. Þuriður Gunnarsdóttir kona h'ins Jón Dúkur í Þingholti. Jón Guðmundsson í Þingholti. Sesselja Nikulásdóttir í Þingholti. Þorlákur Grimsson, Stöðlakoti. Jón lóss í Landakoti. Sigriður húsfrú i Melkoti. Guðrún Bersadóttir í Melkoti. Sigríður í Nýjabæ. Guðmundur Þóroddsson, vinnum. Gissur Magnússon. lási Pálssyni og Jóni Gíslasyni, og sagt.þeim frá því, hvernig sjer hefði áskotnast þetta. Kjartan hefði fengið hokkuð af klútunum og flauelsbandið, en brauð, fíkjur og sykur kvaðst hann hafa gefið þeim Þuríði, Nikulási og Jóni Gíslasyni. Það sem þá var eftir hefði Þuríður tekið af sjer til geymslu. Nú var Kjartan kallaður fyrir. Vildi hann ekki viðurkenna það að hann hefði hjálpað Birni út og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.