Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 1
bék ot§mnhláb®m® 24. tölublað. Sunnudaginn 14. júní 1936. XI. árgangur. I*»íol*.ryr«nt»»iflJi k ('. 5kálömjaðarkerin 5ón, Boðn og Oðrerir. HINA alkunnu sögu um upp- liaf' skáklskaparins, er að finna hjá Snorra Sturlusyni í Eddu hans. Þar segir svo: ,,Goðin höfðu ósætt við það í'olk cr Vanir heita. en þcir lögðu með sjer friðstefnu og settu grið á þá lund, að þeir gengu hvorir tveggja til eins kers og spýttu í hráka sínum. En að skilnaði þá tóku goðin og vildu eigi láta týn- ast það griðamark, og sköpuðu þar íir mann; sá heitir Kvásir. — — Og hann fór víða um heim að kenna mönnum fræði, og þá er hann kom að heimboði til dverga nokkurra, Fjalars og Galars, þá kölluðu þeir hann með sjer á ein- mæli og drápu hann, ljetu blóð hans renna í tvö ker og einn ket- il, og heitir sá Óðrerir, en kerin heita Són og Boðn". Seinna er getið um ílát þessi þrjú, þegar Óðinn kemur til Gunn- laðar og Suttungs, sem skálda- mjöðinn geymdi, og Óðinn drakk f'yrst alt úr Óðreri og síðan úr Són og Boðn. Axel Kock hefir getið þess til að Boðn muni vera komið af að boða (boðun). En Karsten hefir tekið undir með þeim Grimm, Ivar Aasen, Guðbrandi Vigfússyni o. fl., að nafnið sje samsvarandi engilsaxneska orðinu byden, í mið- þýsku boden(e) og finska töku- orðirm putina o. «. trH "PTti öll Eftir Hjalmar Lindroth. þessi orð þýða ílát eða ker, og þá væri þar með fengin þýðmg nor- ræna nafnsins. En hjc-r kemitr þá f'leira til athugunar. (Getur þá ekki íslenska nafnorðið bjóð kom- •ið til greina. Ritstj.). Eru það ekki einkennilegar samstæður þar sem annað kerið heitir beinlínis „ker", en hitt á sitt eigið nafn? Jú, og þetta sýn- ir að þessi tvö nöí'n hat'a ekki ver- ið samstæð upphaflega. Són virðist hafa verið eigin- nafn. En menn mega ekki ætla að það sje komið af Soðn (aí' að sjóða), eins og Kock heldur í'ram, en það var vegna Þ«ss að hann helt að Boðn væri komið af að boða. Þetta getur ekki verið rjett, eins og að framan greinir. En auk þess getur Soðn ekki orðið að Són, allra síst þegar þess er gætt hvernig þeir Kormákur Ög- mundarson og Eilífur Guðnmar- . son nota merkingu orðsins í skáldskap. 1 ritgerð minni „Ar Skáne de gamles Skandinavia?" hefi jeg sýnt fram á að hljóð- breyting af hljóðsambandinu stutt- um hljóðstaf + ðn hefir ekki kom- ið fram fyr Pn löngu seinna. Són h heldur ekk: skylt við að^. sóa, eins og menn heldu einu sinni. Nafnið er án efa skylt fornhá- þýska orðinu suona, sem þýðii' „versöhnung, friedensschluss" (sættir, friðarsamningur). Þetta helt Uhland líka. En hann leit svo á að nafnið stafaði af því, að Fjaiar og Galar buðu Suttungi síð- ar mjöðinn í föðurbætur. En siign- iu um skáfdamjöðinn bendir þó fil mikilsverðari sætta (forsoning) en þeirra. Þegar Æsir og Vanir settu grið með sjer spýttu þeir í ker því til staðfestingar. Nafnið á því keri er nú gleymt. En jeg ætla að þarna eigi Són, forsoning upp- tök sín. Og þessa skoðun styður kenning Kórmáks; haptsænis heiðr er hann talar um skáldskap- inn (sbr. Lexikon poeticum). Og mjer finst það ahs eigi útilokað að Són (eins og ,,-sæni") hafi upprunalega átt við sáttargerðina sjálfa, en síðan fhist yfir á kerið. Jeg ætla ekki að fullyrða neitt um það, hvað þjóðsögnin um Fjal- ar og Galar hefir upprunalega átt skylt við ker. En hitt hygg jeg, að nafnið Són hafi seinna komist inn í söguna. Og getur Boðn hafa átt sinn þátt í því. Það getur hafa staðið þannig á því, að kerið, sem Són var geymd í, hafi verið kall- að boðn, og síðan hafi skapast íir þessu tvö ker, með sjálfstæðum nöfnum. Hvað sem nafnið Óðrerir hefir þýtt, þá er enginn efi á því, að Bugge hefir rjett fyrir sjer í því, ari það hefir nnmrmfllegfl vertð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.