Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 6
190 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS keypt brauð hjá P'træus fyrir alla 18 skildingana, cn ekki 2 sk. Nokkruin dögum seiuna segir hann svo. að það sje alt lygi, seni hann hafi borið um tóbakið. Seg- jst hann ni'i hat'a látið Guðríði Jónsdóttur úr Snæfellssýslu (hún losnaði úr fangahúsiiiu 24. október) fá 4 pund af því, gegn loforði uin smjör næsta vor, og sem borgun fyv ir nokkra skildinga, sem hann hafi skuldað henni. Þetta hefði gerst niður í fjöru. þar sem þau voru tvö ein, og kefði Guðn'ður hót- að sjer óllu illu ef þetta kæm- ist nokkru sinni upp, og skyldi hún þá ofsækja hann og elta með öllu því illa, sem sjer kæmi til» hugar. Þess ve^na hefði hann ekkif þorað að segja hið sanna, því að hann væri hraddur við ha'ja. Ut af þessu var leitað til yfir- valdanna í Snæfellsnessýslu og Eyjafjarðarsýtlu að yfirhtyra þau Guðríði og Einar Eirík-son, en ekkert hafðist upp úr því. En vegna þessa drógst málið á l.irginn og voni ekki kveðnir upp dómar í því af kegningaihússtjórninni tjt en 9. apn'I 1807. Þá voru tveir af sakborningur í látnir, Nikulás Páls- son og Vigfus Erlendsson og end- aði hann þannig æfi sína í hegn- ingarhúsinu, þótt hann hefði tek- ið út tildæmda refsingu. og ver- ið kominu frjáls ferða á stað heim til sín. Dómarnir. Þeir fellu þannig: Björn Gíslason var dæmdur til æfilangrar þrælkunarvinnu á Brim- arhólmi (hafði verið dæmdur eins fyrir f \ rra innbrotið). Kjaitan Ólafsson var dæmdur til þiælkunar á Brimarhólmi í 3 ár. Jón Gíslason sömuleiðis. I'uríður Nikulásdóttir var dæmd til að vinna enn 3 ár í fangahús- inu. Guðrún Egilsdóttir slapp með það gæsluvarðhakl « hún hafði setið í síðan í nóvember. Guðrún Þórðardóttir var sýknuð. Þeir Björn, Jón og Kjartan áfrýj uðu dómunum til konungsnáðar, en Þuríður var ánægð með sinn dóm. ** Iðnsveinar á ferðalagl Það var algengt á meginlandi Evrópu á mið- f&öldunum og jafnvel seiuna. að iðnsveinar lögðu land undir fót, og ferðuðust með skreppu og staf borg úr borg og unnu fyrir sjer þar sem vinnu var að fá. Nú hefir þessi siður verið vakinn upp í Þýska- landi að nýju. Meistarar í borgum, sem eru I.angt hver frá annari, lofa að skiftast á sveinum, svo og svo Langan tíma, > en sveinarnir fara fót- gangandi á milli og vinna fyrir sjer á leiðinni. Nýlega lögðu 120 iðn- sveinar á stað frá Berlín. — Trjesmíðasveinarnir voru í einkennisbúningum sínum. Ymsar sagnir. (Eftir handriti Sigm. M. Long í Landsbókasafni). Guðmundur í Húsey. Filippus landhlaupari er maður nefndur. Hann var af Vestfjörð- um, en var eitt ár í Múlasýslu. Þeg- ar hann fór þaðan bað hann Jens Wium sýslumann að sjá um þrjár lambgimbrar, sem hann ætti eftir í sýslu hans, en aklrei bar á nema tveimur börnum, sem honum voru kend. Annað var Guðmundur, sem seinna varð bóndi í Húsey og lengi hreppstjóri í Hróarstungu. Guðmundur var með stærstu mönnum, mikill nm herðar og búk, kviklegr og snar. Hann var ætíð á hlaupum þá hann var á ferð. ber- fættur og helt á smíðaiixi sinni vanalega. Skapmikill var hann. Væri eigi alt gert að vilja hans, varð hann æfur, barði saman hnef- unum og stökk í loft upp. Bar líka oft við að öxi hans fór á loft. En enginn vissi til að hann blak- aði við manni hversu ógurlega sem hann ljet. Heimilisfólk hans óttaðist hann og elskaði. Við gesti var hann hinn skemtilegasti, og sat hjá þeim með ýmsu gamantali. Mikla skemtun hafði hann af því að leika á einfeldninga. Einu sinni þóttist hann hafa fundið lík rekið af sjó, bjó sig með sleða og umbiiðir til að sækja það. Hafði hann með - sjer einfeldning, sem Eiríkur Bjarnason hjet, sagði honum að ganga á eftir sleðanum með grallara syngjandi. En sjálfur dró hann sleðann og var ekki annað á honum en rekadmmbur og flíkur breiddar yfir. Hermann Jijet bóndi í Hólshjá- leigu en Ásmundur á Hóli, Isleif- ur hjet sonur hans. Guðmundur hendi oft gaman að þeim ísleifi og Hermanni. Það var eitt sumar í heyþurki miklum að töður lágu undir hjá Hólsbændum. Þá var það snemma morguns að Guðmundur hljóp ber- fættur fram að Fljóti móts við Hól og kallaði ferju. Menn voru komnir út á töðuvöll, því besti þurkur var, en með því þeir þektu manninn, brugðu þeir við og sóttu hann. Var hann svo hjá þeim lengi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.