Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1936, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 189 fyrir rjett að uýju, og hefir nú ýtarlegri sögu að segja heldur en áður. Viðurkendi hann nú að liafa stolið smjöri og nær 8 pundum af tóbaki í „norska húsi“. Smjörið kvaðst hann hafa etið, en afhent Vigfúsi Erlendssyni tóbakið, gegn loforði um að fá eitthvað fyrir það seiuna um veturinn. Vigfús neitaði harðlega að liafa tekið á móti tóbakinu. en sagði að Björn hefði tjáð sjer að hann liefði fengið Þuríði það til gevmslu ásamt öðru. Þuríður viðurkendi nú að Björn hefði sagt sjer að hann hefði kom- ist yfir nokkuð af tóbaki í „norska húsi“ og hefði hann selt sjer af því um pund fyrir einn fisk, en hitt hefði hún geymt. Litlu seinna hefði hann lieimt tóbakið af sjer, því að hann ætlaði að selja Vigfúsi það. Síðan hefðd Björn kallað á Vigfús. og hefði þeir þá gengið báðir út úr fanga- stofunni og suður fvrir húsið. Seinna hefði Björn sagt sjer að Vigfús liefði fengið tóbakið og lofað sjer skrínu í staðinn. Björn sagði nú að þessi fram- burður Þuríðar væri rjettur. Skuldaverslun í fanga- húsinu. Þá meðgekk Vigfús að hafa keypt um 2 pund af tóbaki af Birni og heitið honum skrínu í staðinn, en ekki efnt það. Kvaðst hann hafa látið Einar Eiríksson fanga úr Eyjafjarðarsýslu fá nokk uð af tóbakinu, er hann losnaði úr fangahúsinu fyrir skemstu, og beðið hann að selja það fyrir sig. Það, sem afgangs var, kvaðst hann hafa falið í holu milli Rauðarár og Laugarness. Það hafi líka ver- ið ósatt hjá sjer áður, að hann hefði týnt klútnum og bandinu; hvort tveggja væri falið í holu skamt frá tóbakinu. Nii var Ole Björn lögregluþjóni falið að fara með Vigfús, láta hann vísa á þýfið og sækja það. Dag- inn eftir (18. nóv.) kom svo Ole Björn fyrir rjettinn. Kvaðst hann hafa farið með Vigfúsi inn eftir og leitað með hans aðstoð, ýmist „ved Söen“ (líklega Fúlutjörn) eða lengra upp í mýrinni, en ekkert fundið. Vífilengjur Vigfúss. Vigfús ineðgekk nú að hann hefði ekki falið tóbakið, klútinn og bandið eins og hann hafði áður sagt. Alt þetta hefði hann þó haft í barmi sínum, þegar hann- var tekinn fastur, en á ieiðinni til Revkjavíkur hefði hann látið það detta, því að hann hefði ekki þor- að að hafa það á sjer. Tóbakinu hefði hann sparkað út í tjörnina (Söen), en troðið klútinn og bönd- in undir fótum niður á milli þúfna. Þá er farið að vísa á bæjar- menn um vers.lun. Nú var Björn Gíslason enn yfir- t heyrður og spurður að því hvort Iiann hefði látið Vigfús fá alt tó- bakið nema þetta t/4 pund, sem Þuríður fekk. Nei, Kjartan liefði fengið nokkuð og eins Þuríður og Nikulás, nokkuð hefði hann sent Jón Gíslason með til Hannes- ar og Jóns Dúks í Þingholti og Þorláks Grímssonar í Stöðlakoti og beðið þá að selja það fyrir sig. Auk þess kvaðst hann liafa sent Jón Gíslason með nokkuð af því sem gjöf til Helgu Ásmunds- dóttur og Jón liefði sagt sjer að hann hefði skilað því. Enn frem- ur kvaðst hann hafa gefið Ein- ari Eiríkssyni nokkuð áður en hann fór til Norðurlands. Jón Gíslason viðurkendi að hann hefði farið með tóbak' til þessara allra og enn fremur til Jóns lóss í Landakoti, Jóns Guð- mundssonar í Þingholti, Sigríðar konu Sigurðar Ásmundssonar og Guðrúnar Bessadóttur (beggja í Melkoti), Sigríðar í Nýjabæ og Guðmundar vinnumanns hjá Fa- ber. Hannes og Jón Dúkur hefði hver látið í staðinn grautarask, Þorlákur Grímsson hálfan fisk, Helga Ásmundsdóttir grautarask, Jón lóss einn fisk, Jón Guðmunds- son nokkuð af skötu, Sigríður í Melkoti dálítið af fiski og brauði, Guðrún Bessadóttir dálítið brauð, Sigríður í Nýjabæ drykk nokk- urn, og Guðmundur hjá Faber 6 skildinga í peningum. Fyrir þá sagðist Jón hafa keypt brauð af Otta búðarsveini hjá Petræus kaup- manni. Af brauði og fiski hefði hann svo gefið Birni nokkuð með sjer, cn etið allaii grautinn einn. Björn viðurkendi að nokkuð af þessu væri satt, Jón hefði af og til látið sig fá brauð og fisk og sagt sjer hvaðan það væri. Einu sinni hef'ði hann látið sig fá uokk- uð af smjöri og fi»ki og sagt að það væri frá Gissuri Magnúasyni. Jón sagði þetta rjftt og kv.aðst hafa sagt Gissuri hvernig tóbakið var fengið. Sagði nú líka, að Guð- mundur vinnumaður hefði látið sig fá 18 skildinga fyrir tóbakið, fyr- ir 2 sk. hefði hann keypt brapð hjá Petræus, en Björn hefði feng- ið 16 skildinga. Þá viðurkendi Björn að það væri rjett — hann liefði fengið 16 sk. Enn fremur sagði Björn að liann hefði selt Hannesi í Þingholti nokkuð af fiski sínum og smjöri fyrir pen- inga um sumarið og haustið. Nii var kallað fyrir rjett það bæjarfólk, sem nefnt hefir verið og liarðneituðu allir að nokkuð væri hæft í framburði fanganna um tóbaksversluniná. Þóttust sum- ir ekki þekkja þá. Jón Dúkur sagði þó, að Þuríður Gunnarsdótt- ir, kona Hannesar í Þingholti, hefði stundum látið þá fá graut og kökur. Þuríður viðurkendi að hún hefði stundum eldað graut fyr- ir þá ókeypis, þar á meðal Þuríði Nikulásdóttur, og vissi til að mað- ur sinn hefði key.pt af þeim smjör og fisk fyrir peninga. Jón Guð- mundsson í Þingholti sagði einnig að Jón Gíslason hefði komið til sín um kvöld og beðið sjg um skötu og hafi hann þá látið Sess- eljn Nikulásdóttur (15 vetra stúlku) afhenda honum skötu án endurgjalds, og það sagði Sess- elja að væri rjett, Allir aðrir neit- Uðu að hafa átt skifti við fang- ana — nema Sigríður í Nýjabæ, því að hana þekti enginn, og hún fanst ekki. Jón Gíslason segir að allur fyrri framburður smn sje lyffi. Þá breytti Jón Gíslason enn frainburði sínum. og kvaðst hafa

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.