Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Blaðsíða 2
18 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS íþróttir annara landa og kenna þeim yngri íþróttalistina, því að það sem mest stæði hjerlendum íþróttum fyrir þrifum væri það, að hvert fjelag húkti sjer og al- gerlega vantaði sameiginlegan blæ á íþróttirnar. Sambandið ætti ann- ars að ala upp menn til þess að senda á erlend íþróttamót, t. d. á Ólympíuleikana, og sjá um, að liægt yrði að senda þá“. Fundarmenn tóku vel undir þetta, en ekki þótti rjett að stofna sambandið þá þegar, heldur var kosin nefnd til þess að athuga lagafrumvarp fundarboðanda og skyldi hún síðau boða til stofn- fundar og gefa öllum íþrótafje- lögum, er tii næðist, kost á að taka þátt í stofnun sambandsins. Tíu dögum síðar, suunudaginn 28. janúar 1912, var stofnfundur 1- þrótasambands íslands haldinn í Bárubúð. Á fundinum voru full- trúar frá þessum 7 fjelögum í Kevkjavík: Glímuf jelaginu Ár- manni, íþrótafjelaginu Kára, í- þróttafjelagi Reykjavíkur, Knatt- spyrnufjelaginu Fram, Knatt- spymufjelagi Reykjavíkur, Ung- mennafjelagi Reykjavíkur og Ung mennafjelaginu Iðunni Auk þess- ara fjelaga höfðu Skautafjelag Reykjavíkur og Sundfjelagið Grettir átt fulltrúa á undirbún- ingsfundinum, og voru þau þv4 talin með stofnendum og loks höfðu þessi 3 fjelög á Akureyri sent símskeyti með ósk um þátt- töku í stofnun sambandsins: f- þróttafjelagið Grettir, Glímufje- lagið Hjeðinn og Ungmennafjelag Akureyrar. Þessi 12 fjelög eru því stofnendur íþróttasambands ís- lands. Auk fulltrúa ofangreindra 7 fjelaga sátu fundinn Axel V. Tulinius, Guðm. Björnsson og dr. Björa Bjarnason, og voru þeir all- ir kosnir í stjórn sambandsins, ásamt Birni Jakobssyni og Hall- dóri Hansen, en Sigurjón Pjet- ursson, sem talinn var sjálfsagður í stjórnina, skoraðist undan, því að hann var á förum til útlanda til æfinga undir Ólympíuleikana. Vöxtur og viðgangur í. S. í. ambandsfjelögunum fjölgaðl smátt og smátt fyrstu árin. Árið 1916 voru þau orðin 47, árið 1922 komst talan upp í 100 og 1923 í 120. Þessar tölur eru vafa- laust mikils til of háar, því að mörg fjelög stóðu á skrá, sem hætt voru störfum. Síðan hefir oftar en einu sinni terið gerð gangskör að því að komast að raun um, hver fjelög væru hætt að starfa sem íþróttafjelög eða lögð niður með öllu, og við það liefir fjelagatalan lækkað. Nú eru sambandsfjelögin talin 100. Mætti það virðast afturför, en svo er þó ekki, eins og nú var sagt. Þess er og að gæta, að mörg fjelög eru nú miklu fjölmennari en áður og hafa fjölbreyttara og umfangs- meira starfssvið, og á þetta eink- um við stærstu fjelögin í Reykja- vík. Stjórn off skipulag. ess er áður getið, hverjir skip- uðu fyrstu stjórn I. S. í. For- seti þeirrar stjórnar var Axel V. Tulinius, og gegndi hann þessu trúnaðarstarfi í 14VÍ> ár, til aðal- fundar 1926, er hann gaf engan kost á sjer til endurkosningar. Þá tók við af honum núverandi for- seti, Benedikt G. Waage kaupmað- ur, er hefir gegnt forsetastörfum í 10^/2 ár, en áður hafði hann ver- ið gjaldkeri sambandsins og vara- forseti í 11 ár. Á þessum 2 mönn- um hefir starf sambandsstjórnar- innar á liðnum 25 árum hvílt að mjög miklu leyti. Báðir eiga þeir sammerkt um það, að eiga óbil- andi áhuga og bjargfasta trú á íþróttunum og gildi þeirra í upp- eldismálum þjóðarinnar. í hverj- um fjelagsskap er mest um það vert, að hæfir menn veljist til for- ystunnar, og í því efni hefir í. S. í. verið óvenjulega heppið. Auk þessara tveggja sambands- forseta hafa þessir menn átt sæti í stjórn sambandsins: Guðmundur Björason landlæknir 1912—1922, dr. Björa Bjarnason 1912—1913, Björn Jakobsson íþróttakennari 1912— 1915, dr. med. Halldór Han- sen 1912 og 1917—1928. Jón Ás- björnsson hæstarjettarm.flm. 1912 —1918, Matthías Einarsson læknir 1913— 1917, Hallgrímur Benedikts son stórkaupm. 1918—1923, Pjetur Sigurðsson háskólaritari 1922— 1931, Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri 1923—1935, Magn- ús Kjaran stórkaupm. 1926 (nokkrar vikur, beiddist undan stjórnarstörfum), Óskar Norð- mann kaupm.*1926—1930, Magnús Stefánsson afgreiðslum. 1928— 1934, Kjartan Þorvarðsson versl- unarm. 1930—1936 og Jón Sig- urðsson læknir 1931—1933. í nú- verandi stjórn I. S. 1. eiga sæti auk ^forsetans: Erlingur Pálsson yfirlögregluþjónn (kosinn 1933), Guðm. Halldórsson afgreiðslum. (kosinn 1934), Ólafur Þorsteins- son gjaldkeri (kosinn 1935) og Sigurjón Pjetursson gjaldkeri (kosinn 1936). Til aðstoðar sjer í starfinu hefir stjórn 1. S. 1. skipað íþróttaráð víðsvegar um land: Knattspymuráð Reykjavíkur (skipað 1919). íþróttaráð Akureyrar (1927), íþróttaráð Vestmannaeyja (1928), íþróttaráð Vestfjarða (1928), íþróttaráð Þingeyinga (1931), íþróttaráð Austurlands (1932), íþrótaráð Borgfirðinga (1932), Iþróttaráð Reykjavíkur (1932), Sundráð Reykjavíkur (1932), íþróttaráð Akraness (1934), íþróttaráð Hafnarfjarðar (1936), íþróttaráð Suðurnesja (1936). Oll þessi íþróttaráð starfa undir stjórn sambandsins, sem hefir auð- vitað yfirstjórn og úrskurðarvald í öllum málum sambandsins. Við hlið stjórnarinnar starfar nú (síð- an 1933) íþróttadómstóll, kosinn á aðalfundi, er dæmir þau deilu- mál, er rísa meðal sambandsfje- laganna út af íþróttamótum o. fl. Fram að 1933 var stjórnin einnig æðsti dómstóll sambandsins, en þá þótti tímabært að ljetta því starfi af henni. Eftir því sem árin liðu og í- þróttalífið varð fjölbreyttara, hef- ir starf stjórnarinnar aukist að miklum mun. Hafa íþróttaráðin og íþróttadómstóllinn ljett mjög und- ir með stjórninni, en þó er starf hennar afarumsvifamikið. Var fyrir löngu orðin brýn nauðsyn á að hafa fasta skrifstofu til þess að aijnast brjefaskriftir og dag- lega afgreiðslu og til þess að hafa fundarstað fyrir fundi stjórnar- innar, íþróttaráðanna og ýmissa nefnda. Vegna fjárhagsörðugleika varð þessu ekki komið í fram-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.