Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Blaðsíða 4
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásaga eftir KRISTMANN GUÐMUNDSSON. Berit litla fór úr búóinni, þeg- ar klukkuna vantaði kortjer í 8. Reyndar var lokað klukkan 7, en það var altaf svo mikið að gera á eftir. Þetta var vefnaðarvöru- verslun, og alt var á tvístringi í búðinni, þegar búið var að loka dyrunum á eftir síðustu viðskifta- vinunum. Berit var lítil og snotur. Hún hafði krakkalegt andlit, brún, þunglyndisleg augu, rauðar varir og dökt, hrokkið hár. Hún var 18 ára, og nýkomin til borgarinnar utan úr sveit. Fyrir níu tíma vinnu í búðinni fjekk hún 120 krónur. Það voru tveir piltar skotnir í henni. Annan þeirra, sem hjet Hannes, hafði hún þekt lengi. Hann var úr sveitinni hennar, en hafði farið til borgarinnar tveim- ur árum á undan henni. Hann var rafvirki og hafði 225 krónur á mánuði. Hann áleit að þau gætu gift sig uppá það. Og hvað kaup- inu hans viðvjek, hjelt Berit litla, að það myndi hrökkva til. Aftur á móti var hún ekki alveg viss um, hvort hún elskaði hann nógu mikið til þess að giftast honum. Reyndar leið henni altaf vel, þeg- ar hún var með Hannesi. Hann var svo fyndinn og skemtilegur og altaf í góðu skapi. Þó hann væri ekki tiltakanlega laglegur, þá var heldur ekki hægt að segja að hann væri ljótur. Andlitið á honum var stórt, kringluleitt og góðlegt, og svo hafði hann afskap- lega breiðar herðar. Hinn pilturinn hjet Yiktor. Hann var dálítið eldri en Hannes og hún sjálf, nefnilega tuttugu og þriggja ára. Hann hafði engar fastar tekjur ennþá, hann var að stúdera. Faðir hans var efnakarl, kaupmaður á Vesturlandi. Viktor var fölur í andliti, fínn og falleg- ur og ákaflega lærður. Hún hafði bara þekt hann nokkra mánuði, en bar fjarska mikla virðingu fyr- ir honum. Sjálf hafði hún aldrei verið neitt fyrir bókina, það var með naumindum að hægt var að ferma hana hjer um árið, en hún hafði altaf dáðst að því fólki sem kunni mikið. — Svo var nú Viktor svarthærður. Og augun í honum voru stór og starandi. Stundum var hún dálítið hrædd við hann, hann var svo vitur og sagði svo margt undarlegt. Nil, og sennilega var hún eitthvað skotin í honum líka, ja það var ekki gott að vita, nema hún væri meira skotin í hon- um en Hannesi. Hún var að hugsa um þetta vandasama málefni alla leiðina heim til sín. — Það var allra fal- legasta vorkvöld, hlýtt í veðri og blómaangan úr görðunum. Og hún var eitthvað svo skrítin um sig alla, — ætli það væri ekki best að hún trúlofaðist honum Viktor? Hann bað hennar annan hvern dag, og var þegar búinn að kaupa hringa. Og í hringina var grafið: Þín ástfólgna Berit og þinn ást- kæri Viktor. Það voru allra fal- legustu hringir og bún hafði aldrei á æfi sinni átt neinn hring. Hannes talaði ekki mikið um ástir og þesskonar, en hún vissi mætavel hvað honum leið fyrir því. En Hannes var fátækur, og Viktor átti stóran arf í vændum. Hja, hún var orðin afskaplega leið' á fátæktinni. Og nú var hún átján ára og gat gifst hvenær sem hún vildi. Svo var nú vorið og blíðan — æ, maður varð eitthvað svo undarlegur altaf á vorin. Hún bjó hjá kerlingu, sem leigði út herbergi uppi á Hverfisgötu. Herberginu fylgdi morgunmatur og kvöldverður, og fyrir þetta borgaði hún 80 krónur á mánuði. Morgunverðurinn var kaffi með einni hveitibrauðssneið, en kvöld- maturinn var tvær brauðsneiðar með kaffi. Kerlingin leit út eins og hiín nærðist mestmegnis á ediki, og hún var altaf að tala um hvað herbergið og matrurinn væri ódýrt hjá sjer. Berit litla var síhrædd um að hún myndi hækka leiguna þá og þegar. Herbergið var lítið og húsgögn- in voru járnrúm, sem urraði alt Ástin og tísti, hvað lítið sem maður hreyfði sig í því, draghaltur stóll og emaljerað þvottaborð. En Berit litla hafði gert það eins vistlegt og hún gat, með því að líma mynd ir úr útlendum blöðum á veggina. Þegar hún var komin úr káp- unni og búin að púðra sig, opnaði hún koffortið sitt og náði í pressu- járnið. — Pi*essujárnið var nyt- samasti gripurinn sem hún átti. Hún notaði það nefnilega til að sjóða á. Það var auðvitað strang- lega bannað að elda mat á her- bergjunum, en það var ekki vel hægt að banna leigjendum að eiga pressujárn. Og nú var Berit litla búin að hita upp matinn sinn á því í hálft ár. Auk þess hafði hún notað pressujárnið sem ofn líka, því leigjendurnir áttu sjálfir að kaupa kol til hitunar. Hún sneri pressujárninu við, og skorðaði það með nokkurum eld- húsreyfurum, sem Ilanues hafði lánað henni. Svo ljet hún kjöt- bollurnar, sem hún hafði keypt á leiðinni í skaftpott, ásamt þremur köldum kartöflum, og rjett á eftir fór blessuð matarlyktin að anga um herbergið. Þá var barið. Það var Yiktor. Hún opnaði og hleypti honum inn. Hann var vel klæddur og snyrti- legur, en afskaplega alvarlegur í bragði, augnaráðið var nærri því draugalegt. Hún tók kveðju hans glaðlega og bauð honum sæti á rúminu. Hann fussaði yfir matar- Ivktinni og gretti sig, jtegar hann sá rjúkandi skaftpottinn. Að þií skulir nenna þessu, sagði hann, stundi þungan og kveikti sjer í sígarettu. •Ta, það er von þú segir það, svaraði hún hressilega. Jeg ætlaði nú reyndar að borða á Borginni í kvöld eins og venjulega, en svo fanst mjer eitthvað svo róman- tískt að borða heima rjett einu sinni. — Skelfing ertu annars siir á svipinn, þú lítur út eins og pabbi minn, þegar mamma gaf honum saltfisk í sunnudagsmat- inn!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.