Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Síða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21 er skrítin. Jeg hefi nú svo sem ekkert sjer- stakt að gleðjast yfir, sagði hann og draup höfði svipþungur. Á, ekki, ósköp ertu tíkó, sjerðu ekki blessað vorið og fína veðrið, — eigum við að ganga svolítið á eftir? Æ, nei. — Vorið segirðu. Það er nú ekkert annað en alment náttúrufyrirbrigði. — Heyrðu Berit, jeg þarf að tala við þig um alvarlegt máJefni. Já, lof mjer bara að borða fyrst. Hún helti úr skaftpottinum á disk, og settist með hann á rúmið hjá honum. Jeg skrfi?aði pabba um daginn, sagði Viktor. Svarið kom í dag. — Rödd hans var döpur og drungaleg. — Jeg sagði honum altsaman skilurðu. Hann segir að jeg megi gifta mig, ef jeg vilji koma heim og taka við verslun- inni. — Nú, hvað segirðu við þessu ? — Berit litla varð hugsi. Það gæti svo sem verið nógu gaman að gifta sig núna í hvelli, verða kaupmannsfrú, fá góðan mat, fal- leg föt, og mega sofa til hádegis á hverjum degi. — Hún þorði ekki að líta á hann, en starði fast á pressujárnið, eins og hún vænti sjer einhverrar hjálpar þaðan. Þetta var ákaflega freistandi. Viktor var laglegur strákur grey- ið, og það var ekki að vita nema hún væri eitthvað skotin í honum. — En það var líka viðarhlutamik- ið að lofast einum manni og vera svo bundin honum alla æfi — hún fjekk ákafan hjartslátt, þeg- ar hún hugsaði til þess! Er fallegt þarna, sem þú átt heima?, spurði hún utan við sig. Já, það er fallegt. Það er fjall fyrir ofan húsið, þar hefi jeg oft gengið einsamall um nætur og horft á stjörnurnar. Jeg var svo einmana þarna fyrir vestan. Fólk skildi mig ekki. Gaman verður að ganga þar saman Berit, jeg skal segja þjer hvað stjórnurnar heita, jeg skal sýna þjer endalausan him ininn, sem er fullur af heimum, sem enginn þekkir. Hugsaðu þjer það Berit, jörðin okkar er bara eins og duftkorn í alheiminum, örlítill fífuhnoðri í vetrarbraut- inni. Það eru óteljandi veraldir til, og sumar eru svo langt í burtu að ljósið frá þeim er þúsund ár á leiðinni til okkar. Og sumar stjörn urnar, sem við sjáum í dag, eru ekki lengur til. Ha! sagði lnin hálfsmeik, hvern- ig getum við sjeð þær þá, ef þær eru ekki til? Það eru undur og stórmerki lífs- ins Berit. — Það eru margir heim- ar í geimnum, og allir eru þeir fegri en okkar jörð. Kannske eig- um við eftir að ganga þar saman einhverntíma, Berit. Hu, á vetrarbrautinni, sagði hún viðutan. — Hún var að hugsa um hverju hún ætti að svara hon- um, þegar þar að kæmi. Berit, — hann tók diskinn frá henni og setti hann á gólfið. — Berit, hvíslaði hann hásum rómi, elskarðu mig? Jæja, þá varð hún víst að á- kveða sig. — hún horfði þrotráð á andlit hans, — hann hafði Ijóm- andi fallegan munn. Heyrðu Viktor, sagði hún lágt, ef þú vilt, þá máttu kyssa mig einu sinni. Hann horfði á hana dálitla stund, án þess að svara. Augu hans voru dimm og gljáandi og hann var rjóður í framan. Það var nú ekki það sem jeg spurði um, !Berit. Auðvitað kyssi jeg þig einhverntíma. — En veistu hvað það er, að kyssast? Þetta er gamall og barbarískur vani, sóða- legur og heilsuspillandi; maður fær á sig miljónir af bakteríum við hvern koss. — Svaraðu mjer nú, Berit, elskarðu mig eða ekki? Hvað segirðu drengur, greip hún framí. Þix heldur þó ekki að jeg sje veik og hafi bakteríur í munninum! Góða besta, það hafa allir. — Það eru á þessu augnabliki fleiri hundruð þúsund andstyggileg kvikindi að skríða á vörunum á þjer; það myndi líða yfir þig, ef þú sæir þau. Sum eru eins og slepjaðir jötunuxar, önnur eins og maðkar en sum eins og flær. Þegiðu, dóninn þinn, hrópaði hún uppyfir sig. — Aldrei á minni lifsfæddri æfi hefi jeg heyrt ann- að eins! — Hún þagði drykklanga stund og starði á hann. Hún var enginn sálfræðingur, en kveneðli hennar sagði henni að þetta myndi ekki vera neitt mannscfni handa henni. — Hugsa sjer að vilja ekki kyssa mann, og segja bara að maður hafi munninn fullan af kvikindum! Og þessu gægsni hafði hún verið að hugsa nm að trú- lofast! Þegar hún hugsaði til þess varð hún reið fyrir alvöru. Hún sneri sjer að honum og gaf honum væn- an kinnhest. — Þú ert laglegur róni, sagði hún hálfgrátandi, þú skalt syeimjer fá að eiga allar þínar bakteríur fyrir mjer! Og stjörnurnar líka ög alt saman! — Sýna mjer stjörnur hah! Mjer er bara andskotans sama um þig og- alla vetrarbrautina! — Jeg' ætla mjer að giftast karlmanni, en ekki svona — svona — jötunuxa! Æ, hvað gengur að þjer, Berit, láttu ekki svona manneskja, sagði hann óttasleginn. En Berit átti ekkert vantalað við hann lengur. Hún greip káp- una sína og snaraðist út. — Bara að Hann'es væri nú heima. Hún ætlaði til hans beina leið. Hún ætlaði að flejrgja sjer um hálsinn á honum, og trúlofast honum í hvelli! Nokkrum inínútum síðar bank- aði lítil kjökrandi stúlka á dyrn- ar á herbergi einu á Skálholts- stígnum. Róleg og karlmannleg rödd svaraði: Kom inn. Hannes var ekki lieima. Það sat stór og myndarlegur náungi á dívaninum hans; hann var glað- legur á svip og útitekinn. Berit þekti hann vel, það var Ólafur, eldri bróðir Hannesar, sem var tollþjónn fyrir austan og loðinn um lófana. Nei, þetta er þá Berit, sagði hann brosandi. Jeg ætlaði bara ekki að þekkja þig krakki, jeg

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.