Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1937, Blaðsíða 1
hék 3. tölublað. JPtoirgtmMajfoÍMF Sunnudaginn 24. janúar 1937. XII. árgangur. • Imtm ¦i|ii«»wHf«h.f. Tþróttasamband íslands (í. S. í.) * var stofnað fyrir 25 árum, og með því var komið f östu skipulagi á íþróttastarfsemina hjer á landi. Sú starfsemi hafði skapast fyrir áhrif frá öðrum' löndum næstu áratugina á undan, aðallega þó frá aldamótum, og er þá íslenska glíman auðvitað undanskilin, því að iðkun hennar fjell aldrei nið- ur. A síðustu öld voru stofnuð einstaka íþróttafjelög, sem öll áttu sjer skamman aldur og það var ekki fyr en um aldamót, að stofnað var elsta íþróttafjelagið, sem ennþá starfar, Knattspyrnu- fjelag Reykjavíkur, er síðan hefir verið í fremstu röð íþróttafjelaga hjer á landi. En á fyrsta tug ald- arinnar náði íþróttahreyfingin verulegri og varanlegri fótfestu, einkum í Reykjavík og á Akur- eyri, og voru þá stofnuð mörg fje- lög, er iðkuðu ýmiskonar íþróttir. Ymsir íþróttaviðburðir á þeim ár- um bera því órœkt vitni, að menn voru þá teknir að stunda íþróttir af kappi: Fyrsta íslandsglíman var háð á Akureyri árið 1906, fyrsta nýárssundið var þreytt í Reykjavík á nýársdag 1910 og fyrsta íslendingasundið sumarið eftir, fyrsta íþróttamót, sem nefna mátti því nafni, hófst í Reykja- vík 17. júní 1911, og þann dag var íþróttakepni veigamikill lið- ára afmæli i. s. i. ur í hátíðahöldunum á aldaraf- mæli Jóns Sigurðssonar víða um land. Sundskáli var reistur við Skerjafjörð 1909 og íþróttavöllur- inn í Reykjavík tekinn til notk- unar sumarið 1911 ;var hann gerð- Ur af nokkurum íþróttafjelögum í Reykjavík, er stofnuðu með sjer samtök í þeim tilgangi (íþrótta- samband Reykjavíkur). Og ekki fram sem fulltrúi allra íþrótta- manna utan lands sem innan. Það var Sigurjón Pjetursson glímukappi sem gerðist forgöngu- maður að stofnun í. S. í. Hinn 18. janúar 1912 boðaði hann stjórnir 9 íþróttafjelaga í Reykjavík á fund, ásamt Axel V. Tuiiniusi fyr- verandi sýslumanni og Guðmundi landlækni Björnssyni. Sigurjón Eftir Pjetur tíigurðsson háskólaritara. síst ber að minnast þess, að flokk- ur glímumanna fór til Ólympíu- leikanna í Lundúnum 1908 undir forystu Jóhannesar Jósefssonar og sýndi þar íslenska og grísk-róm- verska glímu. Stofnun í. S. í. Cumarið 1912 voru Ólympíuleik- ^ arnir háðir í Stokkhólmi. Var þá mikill hugur í mönnum að senda þangað flokk glímumanna, en til þess að það gæti orðið, var nauðsynlegt, að hjer væri íþrótta- samband með svipuðu sniði sem í öðrum löndum. Það var því tvenns konar þörf sem ýtti undir stofnun 1. S. 1.: Þörfin á samvinnu og sam- starfi innanlands og þórfin á því að eiga stofnun, sem gæti komið var þá ekki hálfþrítugur að aldri, en fyrir löngu landskunnur af af- rekum sínum í mörgum íþrótta- greinum. En landlæknir og Tulin- ius höfðu um langt skeið verið ótrauðir brautryðjendur íþrótta- málanna, landlæknir hjer í Reykja vík, en Tulinius á Austfjörðum, þangað til hann fluttist búferlum til Reykjavíkur sköminu áður en hjer var komið. í ávarpi sínu til fundarmanna skýrði fundarboðandi svo frá, að tilgangur fundarins væri „að stofnað yrði hjer íþróttasamband fyrir öll íþróttafjelög íslands — — — Sýndi hann síðan fram á, hver nauðsyn bæri til þess, að hjer væri íþróttasamband, er hefði það hlutverk, að kynna sjer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.