Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 2
202 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hann brosti, ilálítið upp með sjer a£ áhuga hennar. „Jeg skyldi nú halda það; — bara ef jeg fæ eitthvað að gera“. „Auðvitað fáið þjer það“. Hún rjetti úr sjer og horfði áfergis- lega á hann. „Nú, og þá getið þjer bara gift vður hvenær sem vera skalf' Þau roðnuðu bæði út undir eyru, og hann flýtti sjer að líta á eitthvað annað en hana. Osjálf- rátt bvrjaði hún aftur að kjökra, en náði sjer ekki almennilega á strik, og hætti svo alveg við það. Behrens horfði útyfir ána, sem var fjarska breið milli bakka og straumhæg. Það var bjart enn- þá, loftið aðeins dálítið mistrað af aðfaraiuli rökkri sumarkvölds- ins. Hinum megin árinnar var greniskógurinn dimmblár og þjett ur eins og veggur. — Og ein- hversstaðar þarna í skóginum áttu að vera tveir afskektir búgarðar, sem hjetu Kattaflöt og Vellir. Hiin hlaut að vera frá öðrum hvor um þessara bæja. „Það er fallegt hjerna“, sagði hann hátíðlega. „Fallegt! Mjer finst bara aud- .tyggilegt hjerna. Mjer finst sveitin bara tíkó. Jeg er fædd í Osló og var þar þangað til jeg var íimtán ára gömul. O, það er indæit í Osló!“ Honum fanst nú indælt hjerna: bládimm og gljáandi áin í kyrr- •.m íkóginum, angan af greni og blómalvngi; og svo snotri kofinn b.ans 1 skógarjaðrinum, með opn- um hlóðum og öllum þægindum. — Já, hlóðum, þá datt honum nokkuð í hug. „Má ekki bjóða yð- ur uppá kaffisopaf* „Jú, þakka yður fyrir“, sagði liún eins áköf og hún hefði verið að biða eftir þessu allan tímann. „Jeg heiti Berit“, sagði hún svo upp úr þurru. Það kom eins og s'.rattinn úr sauðarleggnum, og hann hváði: „Ha, heitið þjer Berit?“ ,,Já, Berit frá Völlum“. „Já, einmitt, biia foreldrar yð- ar þar?“ „Foreldrar, sussu nei, jeg hefi aldrei átt neina foreldra. Það er bjeaður ekki sen þöngulhausinn hann frændi minn, sem á Vellina". „Nú, það er þá líklega yngis- sveinninn á Kattaflöt, sem á að giftast yður?“ „Hvernig í ósköpunum vitið þjer — ? Hann á aldeilis ekki að giftast mjer’.Þaðer frændi gamli, sem vill það — bölvaður asninn. En liann fær mig ekki til þess, jeg vil heldur giftast geldtuddan- um hans!“ „Nei, nei“, hrópaði Behrens ótta sleginn, hún bjó nefnilega til þessa rokna skeifu og ætlaði auð- sjáanlega að fara að skæla aftur. „Þjer getið auðvitað ekki gifst ennþá, þjer eruð svo ung“. Æ, mik ið skelfing gat hann talað kjána- lega við stúlkuua, hugsaði liann og beit sig í vörina. Hún hætti við að gráta og leit á hann stórum, móðguðum augum. „Ila, finst vður jeg of uug!“ sagði hún liátt og gremjulega. „Það þykir mjer liorngrýti hart, jeg sem er bráðum 19 ára!“ „Já, já, þjer lítið svo sem út fyrir það“, flýtti hann sjer að segja. „Lít jeg út fyrir hvað, má jeg spyrja!“ Mikið skelfing var hún sæt, þegar hún reiddist, hugsaði hann. „Þjer lítið út fyrir að vera að minsta kosti 19 ára“, sagði hann. „Já, jeg myndi segja 20, ef jeg ætti að geta“. „Já, finst yður það ekki“, sagði hún og nú varð alt andlitið að einu brosi. — Hún er langsætust, þegar hún brosir, hugsaði haun nú. Hvin er alveg eins og — eins og — draumur; hann fann ekk- ert annað orð yfir það. Þau hituðu kaffi á hlóðunum, það er að segja, hún hitaði það. Það kom upp úr kafinu, að hún var fjarska húsleg og flínk, alt sem hún snerti á gerði hún fljótt og vel með fallegu, litlu höndun- um sínum. Eftir kortjer var kaff- ið tilbúið. Hann fjekk ekki að koma þar nálægt. „Þetta er ekk- ert karlmannsverk", sagði hún og var ákveðin. Hann sat bara eins og húsbóndinn á heimilinu fyrir borðendanum og hún stjanaði við hann; það var nógu skrambi þægi- legt, ekki var hægt að segja ann- að. Og kaffið hennar var ólíkt betra en þetta nærbuxnaskolp, sem hanu var vanur að sulla sam- an. Svo var hún líka dæmalaust skemtilegur fjelagi, hún var sí- hlæjandi og masandi. Mest tal- aði hún um frænda sinn, sem var gamall drumbur, og hefði átt að lifa á seytjándu öldinni, en ekki á okkar móderne tímum: „Hanu týranniserar mig alveg undir drep, hann veit svo sem, karlkjóinn, að jeg á ekki í aunað hús að venda. Nú, og þarna um daginn kom strákbjálfinn á Katta- flöt, — langur og leiðinlegur róni, en eina barnið og loðinn urn lóf- ana, skilurðu. Og hugsaðu þjer, hann bað mín upp á gamla mát- ann, fór til frænda gamla og bað hann að gefa sjer hendina á mjer. Ja, jeg vildi svo sem viuna til að hoggva hana af og gefa honum hana, ef jeg slyppi með það. Og frændi sagði náttúrlega já, og á eftir hjelt hann yfir rnjer tveggja tíma fyrirlestur — um ríkidæmið á Kattaflöt og blessaða sveitasæl- una og svoleiðis fjandans ekki sen vitleysu. — Nú, jeg sagði svo sem ekki mikið, en í morgun kom þessi peyi frá Kattaflöt aftur, og hugsaðu þjer, hann ætlaði bara að kyssa mig, — og svo vantar í hann tvær framtennur og hann er eins og vansköpuð kartafla í framan! En þá tók jeg nú blaðið frá munn- inum, og sagði við frænda, að þessu Kattaflatarslæki gæti hanu gifst sjálfur. Jeg geri það í ölla falli ekki, ekki hún Berit mín og jeg, sagði jeg. Og þar með stakk jeg af, tók prammann og reri hingað, og svo varð jeg svo ó- lukkuleg, því jeg á engan að, sem getnr hjálpað mjer, og enga pen- inga til að komast til Osló fyrir. Þar á jeg nefnilega frænku, sem jeg gæti verið hjá, ef jeg lfæmist þangað. — Hugsa sjer bara, að svona pe.yi skuli ætla að kysSa mann“. Hún rjetti út úr sjer tung- una og ypti öxlum svo skringi- lega, að Behrens fór að skelli- hlæja. Þegar þau voru búin að drekka kaffið, fór Berit að taka til inni hjá honum. Það var skrambi sóða- legt hjá honum^ eins og gengur og gerist, þegar maður býr einu. Hún var að smá snupra haun á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.