Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 7
207 TÆSBÓK MORGrUNBLAÐSINS Það er kviknað í kolunum! öskr- aði jeg þá fullum liálsi um leið og jeg þreif í handlegginn á hon- um og kipti honum fram úr rúm- inu og niður á gólf. Þá rankaði hann aðeins við sjer, glenti upp augun og stumraði: Jeg er að drepast úr h — höfuðkvölum. Síðan ,,dröslaði“ jeg honum upp á dekk og lagði hann til. Þegar hann hafði iegið þar góða stund kom hann til sjálfs sín, en var' mikið veikur, svo jeg „hífaði“ út háti og reri með hann í land. Er í land koin sagði jeg verk- stjóra okkar, Guðmundi Elentín- usarsyni, hvernig komið væri og bað hann mig að róa liið skjótasta út í björgunarskipið „Geir“, sem lá þá hjer út á sundi, og biðja ásjár. Og þegar „Geir“ hafði lengi dælt sjó gegnum lestarúm barks- ins, tókst loks að kæfa eldinn. Kunnugir menn töldu, að ef jeg hefði ekki vaknað, þá hefðum við nafnarnir fyrir það fyrsta drepist báðir, og barkurinn sennilega stað ið í björtu báli um morguninn. Enn á jeg 60 krónur ógreiddar af kaupinu mínu á börkunum, og eiginlega fyndist mjer nú ekki nema sanngjarnt, að „þeir“ færu að borga mjer þær. Það má kalla það gömul bjarglaun! Jeg á margar krónur hjá mörg- um mönnum — og enginn borgar neitt. Jeg gæti lifað lengi á því, sem jeg hefi lánað öðrum — en skammt á því, sem jeg á. egar jeg hætti á börkunum seldi jeg hvispartinn minn á Bergstaðastígnum og flutti niðui' í fjöru, eins og fyr var getið. Þar tók jeg að leggja stund á dálítið sjerstæða atvinnugrein, sem var að svíða svið. Síðan hefir „sviðamenskan“ ver ið mín aðal tekjulind, en hún er að þrjóta. Nú eru þetta tíu karl- ar með smiðjur í kringum slátur- húsið á haustin — og þeir svíða alt! Bát hefi jeg líka altaf átt og lagt hrognkelsanet á vorin, og stundum dreg jeg línu. En viltu trúa því, að ef jeg „kem í“ góð- an fisk, get jeg tæpast orðið inn- byrt hann. Jeg er svo illa kvið- slitinn — og sitthvað annað fleira, sem að mjer er. Skrokkurinn er þegar búinn að vera — < g sálin hefir aldrei íþyngi mjer um æf- ina! A þessn ári hefi jeg róið þrisvar og í samanlagðan brúttó-gróða fengið 8 krónur 87 aura. Minna gat það ekki verið. Iljer áður var jeg stundum í kaupavinnu á sumrin, og frostavet urinn 1917—18 var jeg vetrarmað ur á Mosfelli. Það eru mínar síð- ustu gegningar. * Laust eftir stríðslokin fekk jeg brjef frá dætrum mínum, þar sem þær tjáðu mjer, að innan skamms myndu innanstokksmunir þeirra verða teknir lögtaki upp í útfar- arkostnað móður þeirra — og kon- rnnar minnar, sem einu sinni var. Þá sendi jeg þeim dál'tið af fatn- aði og auk þess nokkuð af pen- ingum — og það sem umfram yrði útfararkostnaðinum áttu þær að skifta jafnt á milli síu. Jeg hefi grun um, að eitthvað hafi þetta lent í handaskolum hjá þeim — en síðan hefi jeg engar fregn- ir af þeim. En jeg hefi það ein- hvernveginn á tilfinningunni, að bráðum muni jeg fá brjef. Það verður gaman! Annars er jeg hættur að hafa gleði af nokkru, nema þá helst skepnum. Jeg á um tuttugu hæn- ur, sem jeg tími ekki að lóga — en þær eru orðnar svo gamlar, að þær eru svo til hættar að verpa. Kettir eru mín uppáhalds dýr, og sjaldan á jeg öllu minna en þrjá í einu. Kettir eru svo tryggir og þeir þekkja mig og elta mig hvert sem jeg fer — eins og hundar. Blessaðir kettirnir mínir. eg hefi fyr tekið það fram — og gefið skýringu á því — að bókmentir væru ekki mín sterka hlið í lífinu. Og nýlega benti ein- hver sögufróður maður mjer vin- samlega á, að Rússar og Japanir hafi ekki átt í ófriði 1887, eins og' jeg sagði í sambandi við kornu mína til Riga og rússnesku stroku- mennina. Þetta mun vera rjett. En á áðurnefndu ári (1887) log- aði alt Rússland í innanlands- óeirðum, vígaferlum og morðum af völdum „nihilista“, eða frum- kommúnista, er gerðu uppreisn móti keisaranum, Alexander III. Þetta bið jeg vkkur að afsaka. En mína eigin sögu kann jeg betur en nokkur annar — af því jeg hefi lifað hana sjálfur. Þar hafa þeir, sem fleira vita og bet- ur þykjast muna, engu við að bæta. Mjer er Ijúft að taka undir með þeim, sem telja, að sannleikurinn sje sagna bestur. En það er til annar málsháttur, sem segir, að sannleikanum sje hver sárreið- astur. Jeg veit það vel að sann- leikurinn er stundum furðu beisk- ur — og jeg hefi reynt menn að ótrúlegri harðýðgi. Það er mín sorgarsaga. Og þrátt fyrir alt . . . dey jeg í fullri sátt við alla, lífs og liðna. Þorir nokkur að rengja mig um það ? S. B. — Það eru engin egg í þessu hreiðri. Á Dansleik: Hún: Hafið þjer sjeð manninn minn? Þjónninn: Nei, hann bað mig um að segja yður, að jeg hefði ekki sjeð hann!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.