Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 8
•20S LESBÓK MORítUNBLAÐSTNS Leið Napoleons yfir Alpana (frh). ur yfir skarðið, borðaði hann morgunverð þarna, í veitingahús- iuu sem Pére Jean nú á. Og hinn áttræði gestgjafi getur meira að segja sagt hvað það var, sem Napoleon lagði sjer til munns, því þáverandi veitingamaður hjelt dagbók. En sakir þess, hve lirif- inn hann var af þessum erlenda hershöfðingja, skrifaði- hann í dag bókina sína, hvað það var, sem hann fjekk frainreitt. Bonaparte var ekki matlvstugur þann dag. Hann var þungbrýnn og hugsi. Svo utan við sig var hann, að haun glevmdi að borga matiun. Og vertinn þorði ekki að minna hann á það. Bonaparte reið á múlasna. Fararskjóti Bonaparte var eng- inn hnarreistur gæðingur daginn þann. Hann reið ekki tryltum Araba hesti, eins og myndin sýn- ir í Parísar-safninu. Að afloknum morgunverði steig liann á bak á lítinn og loðinn múlasna úr Wallishjeraði. Múlasni þessi hafði íiær leitt hann í dauðann. Bóndi einn úr dalnum var fylgdarmað- ur hans. Hann hét Pierre Molas Donet. Eitt sinn var asninn að hrapa ofan í gil. En þá gat Pierre Molas Donet á síðasta augnabliki bjargað hershöfðingjanum og fararskjóta hans frá bráðum bana. Þannig greip Wallis-bóndi þessi með sinni styrku hönd inn í við- burði veraldarsögunnar. Því hefði hann ekki komið við sögu á rjettu augnabliki, hefði Napoleon lifað þarna sitt síðasta og verið búið með hann. Alt þetta og mikið meira geta menn fengið að vita hjá Pére gamla Jean. Og margir sem sagt snúa við hjá honum, fara aldrei lengra, en hlýða á sögur hans, og verða af þeim margfalt fróðari um skarðið, en þó þeir hefðu sjeð það með eigin augum. En þeir, sem vilja komast alla leið, verða að labba sig eftir hin- um bratta vegi, eða fara með póst vagninum, sem fer nú tvisvar á dag þessa leið til Ítalíu, ef veð- ur og færi leyfir. Svalbarða-veðrátta. Sankti Pjeturs Borg er efsta bvgð í dalnum. Þangað til kemur að gistihúsi munkanna. Vegurinn uppeftir er í ótal hlvkkjum, og liggur m. a. framhjá gilinu mikla „Defile de Marengo“, þar sem hálf herdeild úr 1 iði Napoleons lenti í snjóflóði og fórst. Og loks er maður kominn upp í skarðið 2470 metra yfir sjávarmál. Svalt er þar uppi. Meðalliiti í janúar er 0 stiga frost, en í júlí er meðalhitinn 6 stig. Það kemur f.vrir að frostið verður um hávet- urinn 30 gráður. En sjaldan verð- ur heitara á sumrin eu 10 gr. hiti. Urkoma er þar mikil. Veðráttan sögð svipuð og á Svalbarða. Þarna haldast menn ekki við nema í liæsta lagi 10 ár í senn. Leugur eru munkarnir þar aldrei. Þá ei' skift um. Samkvæmt gömlum reglum hefir hver sá, sem til munkanna kemur, rjett til þess að fá þar ókeypis gistingu einn sólarhring. En að þeim tíma liðnum verða menn annaðhvort að borga fyrir sig, eða fara, ef veður lej'fir. 3000 mannslíf. Margar þúsundir manna hafa farist í skarðinu á undanförn- um öldum, en fleiri hefðu þeir verið, ef munkarnir hefðu ekki verið þar með hæli sitt og hunda. Þeir Sct. Bernhardshundar, sem maður þekkir í öðrum löndum, eru mjög loðnir. En Sct. Bern- hardshundarnir þarna í skarðinu eru með snöggan belg, enda er það hentugra fyrir þá, þegar þeir eiga að berjast áfram í stórhríð- um og frosthörkum. Sagt er, að hundarnir á Sct. Bernhardsskarði hafi á undanförn um öldum bjargað 3000 mannslíf- um. En frægastur þeirra allra er Barry. Hann lifði á árunum 1800 —1819 og bjargaði 40 mannslíf- um. Nú fyrst á síðari árum, eftir að síminn kom til sögunnar, er það föst regla, að þegar einhver legg- ur af stað í tvísýnu veðri á skarð- ið, þá er símað til munkanna, og þeim sagt frá manninum. Komi maðurinn ekki fram á tilsettuni tíma, eru hundarnir sendir út að leita. Þeir fara altaf tveir og tveir saman, og finni þeir einhvern mann í lífsháska í fönninni, yfir- kominn at' þreytu, þá er annar hundurinn kvr hjá manninum, en hinn hleypur heiin til munkanna. Sá, sem eftir er lijá hinum hjálparlausa manni, reynir að vekja hann með því að toga í föt lians og sleikja andlit hans. Dugi það ekki, veit hann, að hann á að leggjast ofan á manninn, til þess að halda honum hlýjum. Hundurinn, sem heim fór til munkanna, vísar þeim nú á leið til mannsins í fönninni, og þeir flytja hann heim og lijúkra hon- um. Mjög eru hundarnir vel vand- ir, en þó kom það fyrir einu sinni, ekki alls fyrir löngu, að Sct. Bernhardshundar rjeðust á síúlku, sem var í skíðaför, og særðu hana til ólífis. Það varð til að koma óorði á Sct. Bernhardshundana á tíma- bili, og talað var um að hætta að hafa þá þarna við þessi björgun- arstörf. En síðar gaf auðmaður einn stóra fjárhæð, til þess að hægt væri að venja hundana bet- ur og ala þá betur upp, svo að slíkt gæti ekki komið fyrir aftur. * En síðan saingöngur urðu eins góðar og nú eru í Alpafjöllum, eru það altaf færri og færri, sem leggja á skarðið á vetrum. Menn velja sjer aðrar leiðir. Én saga stóra Sct. Bernhards- skarðs gleymist þó aldrei, þó ekki væri nema af því, að Hannibal fór þessa leið, að því er menn álíta, og Napoleon, og að gest- gjafinn Pére Jean kom þar við sögu, maðurinn, sem blaðamenn hafa gert víðfrægan um allan heim fyrir sögur hans af skarð- inu og fyrir hverngi hann hefir ofan af fyrir ferðamönnum, sem til hans koma. Hann gleymir þó að jafnaði ekki að skenkja svo vel í glös þeirra, að þeir gæta ekki að því, að reikningurinn verður orðinn allhár, áður en þeir skilja við veitingahúsið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.